Fréttablaðið - 19.06.2010, Page 64

Fréttablaðið - 19.06.2010, Page 64
36 19. júní 2010 LAUGARDAGUR Í einu af fallegu raðhúsun-um niðri við Fossvogsdal býr ósköp venjuleg fjögurra manna fjölskylda. Venjuleg nema að því leyti að í þessu húsi er engan karl að finna. Mömm- urnar eru tvær og dæturnar tvær. Svona sá að minnsta kosti önnur þeirra, Ragnhildur Sverrisdóttir blaðakona, ekki fyrir sér að lífið gæti orðið. „Þegar ég var tvítug sá ég það ekki fyrir mér að ég yrði einhvern tímann heimavinnandi framkvæmdastjórafrú í raðhúsi í Fossvoginum, eins og ég var um tíma,“ segir hún og hlær að aðstæð- unum. Hún kann bersýnilega vel að meta það líf sem hún lifir með fjöl- skyldunni sem hún hélt aldrei að hún myndi eignast. Engin lesbía, bara einstaka hommi Ragnhildur hefur verið fyrir utan hinn alræmda skáp, næstum nákvæmlega jafn lengi og form- lega hefur verið barist fyrir rétt- indum samkynhneigðra á vett- vangi Samtakanna ‘78. Á þessum þrjátíu árum hafa aðstæður sam- kynhneigðra snarbreyst. Síðasta lagalega vígið féll nýverið, þegar Alþingi samþykkti breytingu á hjú- skaparlögum og lagði þannig hjóna- band samkynhneigðra að jöfnu við hjónaband karls og konu. „Ég fór að fara á fundi hjá sam- tökunum fljótlega eftir að þau voru stofnuð, líklegast árið 1979,“ rifjar Ragnhildur upp. „Við vorum nátt- úrulega langt á eftir hér – þau heita Samtökin ‘48 í Danmörku. Á þessum tíma voru lesbíur ekki í umræðunni. Fólk hafði spurnir af einstaka homma, sem þá þótti jafn- an líka svolítill furðufugl. „Venju- legt“ og opinberlega samkynhneigt fólk var ekki til. „Það var enn þá talað um kynvillinga þá og þegar samtökin reyndu að auglýsa sam- komur sínar í Ríkisútvarpinu voru þær bannaðar og borið við að orðið lesbía væri útlenska. Það var líka vesen fyrir samtökin að fá sali leigða. Maður þarf ekki annað en að fara á Gay Pride til að sjá hvern- ig þetta hefur umturnast.“ Verst að lifa í óttanum Í kringum tvítugsaldurinn sá Ragnhildur fyrir sér að lífið gæti átt eftir að verða talsvert strögl. Lengi vel var það hennar eina huggun að hún væri þó alla vega ekki hommi, enda hafa þeir allt- af verið fordæmdari en lesbíur. „Barneignir voru auðvitað eitthvað sem maður þorði varla að leiða hugann að. Hvað þá að það yrði hægt að búa með konunni sinni og börnum opinberlega. En með hverju skrefinu sem ég tók kom í ljós að ég þurfti ekki að ganga á neina veggi. Ég ímyndaði mér að ég myndi missa vinnuna, einhverj- ir vina minna myndu ekki tala við mig framar, jafnvel að fjölskyldan myndi snúa við mér bakinu. Ekkert af þessu rættist.“ Hún heldur sjálf að þeim fari hratt fækkandi sem feli sambönd sín fyrir umheimin- um. „Hugsaðu þér að búa með ást- inni þinni og finnast þú þurfa að fela það fyrir öllum. Ég get varla ímyndað mér neitt verra. Ég vona að það séu ekki margir í þeirri aðstöðu lengur.“ Stelpurnar koma í heiminn Þær Ragnhildur og Hanna Katrín Friðriksson kynntust þegar þær störfuðu báðar sem blaðamenn á Morgunblaðinu á tíunda áratugn- um. Þær urðu fljótt par og það leið ekki heldur á löngu uns þær voru farnar að gæla við þá hugmynd að eignast barn. Það varð hins vegar ekki af því fyrr en árið 2000, þegar Hanna Katrín var í MBA-námi í Kaliforníu. Þar varð hún ófrísk að Elísabetu og Margréti, sem komu í heiminn í mars árið 2001. Tveim- ur mánuðum fyrr hafði kærustu- parið gengið í staðfesta samvist, sem hafði verið gert mögulegt með lögum árið 1996 og var stærsta skref sem tekið hefur verið jafn- réttisátt fyrir samkynhneigða hér á landi. Eftir fæðingu dætranna voru þær Ragnhildur og Hanna Katr- ín nú reiðubúnar að fara að mæta mótlætinu. Það hefur hins vegar ekki enn þá skollið á þeim að neinu ráði og alls ekki bitið á þeim. Stelp- urnar hafa heldur aldrei mætt for- dómum. „Það var einna helst í leik- skólanum að þær voru öfundaðar fyrir að eiga tvær mömmur. Það var bara plús,“ segir Ragnhildur. Kerfið fær stóran plús Það er tiltölulega nýskeð að börn alist upp í opnum samböndum tveggja kvenna eða tveggja karla. Sú staðreynd, að stelpurnar finni svo lítið fyrir andstreymi, hlýtur bara að vera ágætiseinkunn fyrir íslenska kerfið. Eða hvað? „Kerfið hefur verið stórkostlegt, hvort sem litið er á leikskólakerfið, heilbrigð- iskerfið eða skólakerfið. Það hefur ekki einu sinni gerst að þær hafi komið heim og sagst hafa fengið að heyra þetta eða hitt slæmt í skól- anum.“ Ýmsu hafa þær Hanna Katrín og Ragnhildur þó þurft að hugsa fyrir, sem aðrir foreldrar þurfa ekki að leiða hugann að. Til að mynda varð Ragnhildur ekki sjálfkrafa skráð foreldri stúlknanna, þótt þær byggju í staðfestri samvist. Hún þurfti því að stjúpættleiða dætur sínar. „Það var óneitanlega svolítið sérkennilegt að fá barnaverndaryf- irvöld í heimsókn, til að ganga úr skugga um að börnin byggju á góðu heimili fósturforeldris.“ Í nýju lögunum er gert ráð fyrir að fæðist börn í sambandi teljist eiginkona móðurinnar foreldri. Þessi galli er því nú úr sögunni. Ekkert vandamál Það er augljóst á því hvernig þær Ragnhildur og Hanna Katrín tala, að þeim finnst þær aðstæður sem þær lifa í hreinlega ekki vera nokk- urt vandamál, sem tekur því að tala um. „Kannski hjálpaði það til að það höfðu verið svo miklar hindr- anir áður að þessar sem við höfum staðið frammi fyrir eru svo litlar í samanburðinum,“ segir Ragnhild- ur. „En auðvitað hefur maður þurft að ýta aðeins á eftir gæfunni sjálf- ur. Margir segja að það hjálpi til hvað við erum lítið samfélag. En svo eru önnur lítil samfélög, eins og til dæmis Færeyjar, sem eru eins og langt aftur í miðöldum þegar að þessu kemur. Þar hefur kirkjan svo miklu meiri ítök en hér.“ Sögðu sig úr þjóðkirkjunni Talandi um kirkjuna. Þær Ragn- hildur og Hanna Katrín skráðu sig úr íslensku þjóðkirkjunni þegar Karl Sigurbjörnsson biskup lét þau orð falla, árið 2006, að hjóna- bandinu yrði kastað á sorphaugana ef samkynhneigðir fengju að gift- ast. Þær hafa verið í Fríkirkjunni í Reykjavík síðan. En hversu mikilvægt er það fyrir samkynhneigða að geta gift sig innan þjóðkirkjunnar? „Það er auðvitað mikilvægt, því þjóðkirkj- an er samofin fjölskyldunni og fjölskylduhefðum. Hún er samofin lífinu, frá skírn og til enda. Þjóð- kirkjan hefur alltaf skipt mig máli, þó hún skipti mig minna máli í dag. En það er ekki fyrir mína tilstuðl- an. Ég lít svo á að það hafi verið hún sem fjarlægðist mig, ekki ég hana.“ Kvenréttindin mesta baráttumálið Burtséð frá því hvernig Kirkju- þingið síðasta tókst á um málið voru skilaboð Alþingis Íslend- inga, sem hefur völdin, skýr. Þar voru breytingar á hjúskaparlögun- um samþykktar einhljóða. „Það er auðvitað með ólíkindum að þessi lagasetning skuli fljúga í gegnum þingið. Nú hafa samkynhneigðir öll sömu réttindi og aðrir. En það er ekki þar með sagt að það þurfi ekki að passa upp á þau. Það er eins með þetta og kvenréttindin, sem hefur komið reglulega mikið bakslag í. Þegar Samtökin ‘78 voru stofnuð fyrir 32 árum var jafnrétti kynj- anna bara „ef ekki á næsta ári, þá því þarnæsta“. En það hefur ekk- ert batnað frá því þá, það er bara þannig.“ Og það er sú réttindabarátta sem er þeim Ragnhildi og Hönnu Katr- ínu efst í huga í uppeldinu. „Við erum tvær konur með tvær dætur og hljótum að leggja áherslu á að þær fái sömu tækifæri og strákar. Konur af minni kynslóð hafa klikk- að á að uppfræða dætur sínar því af barnaskap héldu þær að þetta væri bara komið. Nú er þess vegna vaxin upp heil kynslóð af konum sem lætur sig kvenréttindi ekk- ert varða. Hvað voru þær konur að hugsa, sem fóru í gegnum lífið á lægri launum með færri tækifæri, að ala dætur sínar svona upp?“ Trúði aldrei að lífið yrði svona Þegar Ragnhildur Sverrisdóttir var um tvítugt hélt hún að hefðbundið fjölskyldulíf gæti aldrei orðið hennar hlutskipti. En á undanförnum þrjátíu árum hafa hlutirnir smám saman breyst til hins betra. Síðasta lagaskrefið í þá átt var tekið á Alþingi í síðustu viku, þegar hjónaband samkynhneigðra var lagt til jafns við hjónaband karls og konu. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir heimsótti Ragnhildi Sverrisdóttur og Hönnu Katrínu Friðriksson á heimili þeirra og dætranna tveggja í Fossvoginum. LOGALANDSFJÖLSKYLDAN Þegar dætur þeirra Ragnhildar og Katrínar fengu spurnir af því að blaðamaður væri á leið í heimsókn til að spjalla við mömmur þeirra um þau tímamót að hjónaband samkynhneigðra sé nú jafnrétthátt hjónabandi karls og konu sagði önnur þeirra: Nú! Hefur það ekki alltaf verið svoleiðis?“ Enda ekkert sjálfsagðara í þeirra huga en að mömmur þeirra megi gifta sig, alveg eins og foreldrar allra annarra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.