Fréttablaðið - 19.06.2010, Page 78

Fréttablaðið - 19.06.2010, Page 78
50 19. júní 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is OKKUR LANGAR Í … Það er gömul saga og flestum kunn að konur elska skó og þá sér í lagi hælaháa skó. Sjálf hef ég mjög gaman af því að kaupa mér skó en af praktískum ástæðum hafa flatbotna skór oftast orðið fyrir valinu þar sem ég vil geta ætt áfram þegar ég geng um bæinn og einnig til að forðast auma fætur. En þrátt fyrir praktísku hliðina á því að ganga um í flatbotna skóm þá leyfi ég mér oft að dreyma um sykursætt par af hælaskóm frá Kron by Kron Kron. Hælaskór eiga sér ansi langa sögu og komu víst fyrst fram á sjónar- sviðið á tímum Faróanna. Þá þóttu hælaskór tákn um samfélagslega stöðu manna og því hærri sem hælarnir voru því virðulegri voru menn. Hælaskór áttu sér einnig praktískari hlið því slátrarar á Ítalíu áttu að hafa klæðst slíkum skóm til að forðast að vaða í blóði og innmat allan daginn. Í Feneyjum þóttu hælaskór einnig afskaplega nytsamleg- ir og komu þeir í veg fyrir blauta fætur íbúa þar í borg. Á tímabili varð hælatískan þó eilítið öfgafull og voru skórnir orðnir það háir að konur þurftu að styðja sig við þjóna sína þegar þær fóru út úr húsi til að forðast fall. Á áttunda áratug síðustu aldar voru hælaskór vinsælir jafnt hjá konum sem körlum og þá með þykkum klossuðum hæl sem fór vel við útvíðu hippabuxurnar. Hælaskór þóttu lengi vel táknrænir fyrir kúgun kvenna þar sem þeir heftu för konunnar, breyttu vexti hennar og þóttu kyngera hana meira en góðu hófi gegndi. Nýfemínistar voru þó á öðru máli og héldu því fram að hælaskór táknuðu einmitt andstæðuna, þeir voru tákn um vald konunnar og rétt hennar til að klæðast því sem hana langaði til. Lengi var talið að hælaskór hefðu skaðleg áhrif á lík- amlega heilsu kvenna þar sem fóturinn er þvingaður í einkennilega stöðu. Nýleg rannsókn sýnir þó fram á að þær konur sem klæðast hælum eru með sterkari grind- arbotna en konur sem kjósa flatbotna skó. Af þessu má auðveldlega draga þá ályktun að kost- ir og gallar hælaskósins verði ávallt þrætuefni en eitt er þó óumdeilanlegt og það er fegurð hælaskósins. Öfgafullir tískustraumar DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA SARA MCMAHON > ÓHEPPILEG SAMSETNING Bandaríska söngkonan Christina Aguilera þótti einstaklega ósmekk- lega til fara þegar hún tróð upp í sjónvarpsþættinum Today. Söngkonan klæddist afskaplega stuttum, glans- andi stuttbuxum við glimmer sokka- buxur og himinháa hæla. Hárið og förðunin þóttu engu betra enda hárið úfið og förðunin of mikil. Hönnuðurinn Thakoon Panichgul er þekktur fyrir að blanda saman ólík- um straumum og stefnum í hönn- un sinni og skapa þannig kvenleg- ar en jafnframt þægilegar flíkur. Hönnun Thakoons er í miklu uppáhaldi hjá forsetafrú Banda- ríkjanna, Michelle Obama, sem hefur klæðst hönnun hans við ýmis tilefni. Haustlínan frá Thakoon þótti dökk en einstak- lega smekkleg. GLAÐLEGUR KJÓLL Þessi guli kjóll minnir mann frekar á sumar en haust. Smáatriðin gera hann einstakan og öðru- vísi. NORDICPHOTOS/GETTY SUTT OG LAGGOTT Flottur bolur við skemmtilegar stuttbuxur. Loðskórnir setja sinn svip á heildarútkomuna. NORDICPHOTOS/GETTY GEGNSÆTT Flott vesti yfir gegnsæjum bol. NORDICPHOTOS/GETTY HLÝLEGT Mikið var um fallega pelsa sem þennan í haust- línu Thakoons. NORDICPHOTOS/GETTY ÞÆGILEGAR EN KVENLEGAR FLÍKUR FRÁ THAKOON: DÖKKIR TÓNAR OG GRÁIR SVART OG FÍNLEGT Haustlínan fyrir árið 2010 var frumsýnd á tískuviku í New York í febrúar. Mikið var um svarta tóna og gráa. NORDICPHOTOS/GETTY Ilmvatn frá Söruh Jessicu Parker sem ilmar eins og sumar. Umbúð- irnar eru einnig ljómandi fallegar og skemmtilegar. Hippalega tösku sem er í senn litrík og rúm- góð. Fæst í Spúútnik í Kringlunni. Fínan klút til að hressa upp á dressið. Kattarmynstrið ætti líka að höfða til allra dýravina. Fæst í Zöru í Kringlunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.