Fréttablaðið - 19.06.2010, Side 80

Fréttablaðið - 19.06.2010, Side 80
52 19. júní 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Tímaritið The National Enquir- er heldur því fram að leikkonan Sandra Bullock sé að íhuga hvort hún geti í raun fyrirgefið fyrr- um eiginmanni sínum hliðarspor hans. „Ég held hún hafi fyrirgef- ið Jesse og sakni þess að vera með honum, sérstaklega nú þegar Louis er kominn inn í líf þeirra. Sandra heldur að hún verði aldrei frjáls nema hún finni styrk til að fyrir- gefa Jesse. Það tekur sinn toll að halda í reiðina og Sandra er orðin þreytt,“ var haft eftir heimildar- manni sem telur að Sandra íhugi nú að fresta skilnaðinum þar til hún hafi hreinsað huga sinn. „Hana langar í eðlilegt fjölskyldulíf og hefur frestað skilnaðinum. Jesse veit þó að Sandra gæti skipt aftur um skoðun hvenær sem er.“ Upp komst um framhjáhald eig- inmanns Söndru stuttu eftir að hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni The Blind Side. Hugsar sinn gang HUGSAR SINN GANG Samkvæmt heim- ildarmanni á Sandra Bullock að hafa frestað skilnaði sínum við Jesse James. NORDICPHOTOS/GETTY True Blood-leikarinn Stephen Moyer svaraði tuttugu spurn- ingum í grein í karlaritinu Playboy fyrir skemmstu og tal- aði meðal annars um samband sitt við mótleikkonu sína Önnu Paquin. Hann viðurkenndi einnig að hafa misst ökupróf- ið sautján ára gamall eftir að hafa verið tekinn fyrir ölvunar- akstur. „Þegar ég var þrettán ára gamall og foreldrar mínir fóru eitthvert út þá stal ég bíl þeirra, náði í besta vin minn og keyrði um eins og brjálæð- ingur. Þegar ég var fimmtán ára var ég farinn að prófa rallíakstur og ég var búinn að kaupa mér bíl áður en ég fékk bílprófið. Þremur vikum eftir að ég fékk prófið var ég hand- tekinn fyrir ölvunarakstur og missti prófið í heilt ár,“ sagði hinn ökuglaði leikari. Í viðtalinu sagðist hann jafn- framt treysta kærustu sinni fullkomlega og að samband þeirra byggist mikið á trausti. „Ég hef aldrei treyst neinum eins vel og ég treysti Önnu. Þegar við vorum í fyrsta skipti í sundur þá fannst mér eins og einhver hefði rifið hluta af mér burt.“ Þrettán ára ökuníðingur Leikarinn úr Gossip Girl, Chace Crawford, var handtekinn í Texas fyrir stuttu og ákærður fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum. Leik- arinn sat í bíl ásamt vini sínum þegar lögreglu bar að garði. Við leit í bílnum fannst jóna og voru piltarnir handteknir í kjölfarið og verði Crawford fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsisdóm. Foreldrar leikarans eru miður sín vegna fréttanna og vilja nú að Crawford taki sér hlé frá skemmt- analífinu. „Hann er af mjög góðu fólki kominn og foreldrar hans voru miður sín að sjá fréttirnar af handtöku hans. Chace hafði þó ekki verið að reykja jónuna og hún tilheyrði vini hans, foreldrar hans trúa því en þeim finnst samt leið- inlegt að hann skuli vera tengdur þessu máli. Þau eru mjög ströng og bjuggust ekki við þessu af syni sínum,“ var haft eftir ónefndum heimildarmanni. Ósáttir foreldrar HANDTEKINN Chace Crawford gæti átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsisvist verði hann fundinn sekur um að hafa eiturlyf í fórum sínum. NORDICPHPOTOS/GETTY ÁSTFANGINN Stephen Moyer segist treysta kærustu sinni, leik- konunni Önnu Paquin, fullkomlega. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY > SKRIFA HANDRIT Vinkonurnar Jennifer Aniston og Court- eney Cox eru víst svo öfundsjúkar út í velgengni kvikmyndanna um Sex And The City að þær hafa ákveðið að skrifa saman handrit að kvikmynd um vinina sex, Rachel, Monicu, Ross, Chandler, Joey og Poebie. Orðróm- urinn hefur ekki verið staðfestur en Aniston á þó einnig að hafa sýnt því áhuga að leikstýra kvikmyndinni. Þrjár stórmyndir voru frumsýndar nú fyrir stuttu og mættu stjörnurnar í sínu fínasta pússi til að fagna nýútkomnum kvikmyndum. Sjálfstætt framhald kvikmyndar- innar Karate Kid með Jaden Smith og Jackie Chan í aðalhlutverkum var frumsýnd síðustu helgi. Hin ungi Jaden mætti í fylgd með for- eldrum sínum og systur á rauða dregilinn. Hasarmyndin The A-Team var einnig frumsýnd en hún skart- ar meðal annars Jessicu Biel og Bradley Cooper í aðalhlutverk- um. Þriðja myndin sem var frum- sýnd var Jonah Hex en kynbomban Megan Fox fer með aðahlutverkið í þeirri mynd ásamt Josh Brolin. Fagurklæddar stórstjörnur HRESSIR SAMAN Jaden Smith, sonur leikarans Will Smith, ásamt samleikara sínum Jackie Chan. Kvikmyndin Karate Kid fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. NORDICPHOTOS/GETTY FALLEGAR MÆÐGUR Hin unga en ofur svala Willow, systir Jaden, ásamt stoltri móður, Jada Pinkett Smith, á frumsýn- ingu Karate Kid. NORDICPHOTOS/GETTY ÁSTFANGIN Josh Brolin fer með aðal- hlutverkið í kvikmyndinni Jonah Hex. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni Diane Lane. NORDICPHOTOS/GETTY RAUÐKLÆDD OG TÆLANDI Kynbomban Megan Fox leikur á móti Josh Brolin í Jonah Hex. Hún mætti í þessum glæsi- lega rauða kjól á frumsýninguna. FLOTTUR FÝR Leikarinn Adrien Brody lét sig ekki vanta á frumsýningu kvikmynd- arinnar The A-Team. NORDICPHOTOS/GETTY MINNIE DRIVER MÆTTI Í ÞESSUM ÞRÖNGA, SVARTA KJÓL Á FRUMSÝN- INGU THE A-TEAM.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.