Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2010, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 19.06.2010, Qupperneq 86
58 19. júní 2010 LAUGARDAGUR GOLF Í næstu viku fer fram hið árlega Stjörnugolfmót sem þeir Björgvin Vilhjálmsson og Ágúst Guðmundsson hafa staðið fyrir allt frá því árið 2004. Mótið var reyndar sameinað stjörnugolfmóti Hermanns Hreiðarssonar í fyrra en þeir Björgvin og Ágúst hafa nú ákveðið að halda áfram á þann hátt sem þeir byrjuðu. „Við ákváðum að keyra á þetta af gömlum vana og láta gott af okkur leiða,“ segir Björgvin en allur ágóði af mótinu mun renna til kaffistofu Samhjálpar. „Aðsóknin á kaffistofu þeirra hefur aukist mikið síðustu ár og þau vantar pening til þess að halda starfseminni áfram. Þarna fá þeir sem minna mega sín að borða. Heimsóknirnar hafa aukist frá 27 þúsund árið 2008 upp í 40 þúsund árið 2009. Það segir sig því sjálft að það góða fólk sem þarna starf- ar þarf á auknum framlögum að halda.“ Þeir Björgvin og Ágúst safna tekjum með því að selja fyrirtækj- um inn í mótið. Þeir hafa fengið ágætis viðbrögð en betur má ef duga skal. „Það kostar 50 þúsund að kom- ast að með tveggja manna lið. Svo er spilað með Texas scramble fyr- irkomulagi. Svo verður eitthvað af þekktu fólki sem tekur einn- ig þátt. Við höfum verið með allt upp í 90 manns á vellinum þegar best lætur. Í ár munu Simmi og Jói sem og Stebbi og Eyfi spila með, svo einhverjir séu nefndir,“ segir Björgvin en fjöldi þjóðþekktra ein- staklinga hefur lagt þeim félögum lið á undangengnum árum. „Það gengur ágætlega að skrá í mótið. Auðvitað finnum við aðeins fyrir kreppunni en mörg fyrirtæki sem hafa verið með okkur undan- farin ár eru enn með okkur. Það er samt enn pláss fyrir fleiri og við tökum fagnandi á móti þeim sem vilja vera með okkur,“ segir Björgvin jákvæður en leikið verð- ur á hinum glæsilega Urriðavelli í Heiðmörk sem er einn besti völlur landsins. „Þetta mót hefur alla tíð verið vel heppnað og við höfum einn- ig verið heppnir með veður. Við höfum náð að safna allt upp í 2 milljónum króna. Þetta er nokkur vinna fyrir okkur en hún er algjör- lega þess virði þegar við gefum frá okkur peninga. Þá líður okkur vel,“ segir Björgvin en fyrirtæki geta skráð sig á netfangið stjornugolf@ visir.is. henry@frettabladid.is Golfað fyrir gott málefni Stjörnugolfmótið fer fram á Urriðavelli næstkomandi miðvikudag. Að þessu sinni er safnað fyrir kaffistofu Samhjálpar. Enn laus pláss í mótinu. LÁTA GOTT AF SÉR LEIÐA Þeir Ágúst Guðmundsson og Björgvin Vilhjálmsson verða með Stjörnugolfmótið sitt í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓTBOLTI Garðar Jóhannsson er samningslaus og laus allra mála hjá þýska félaginu Hansa Rostock. Hann er að leita sér að öðru félagi ytra en Stjarnan er meðal þeirra liða sem hafa haft samband við hann. „Það var óformlega í gegnum vin minn en hugur minn er að vera áfram hérna úti. Ef það gengur ekki þá kem ég kannski heim,“ sagði Garðar við Frétta- blaðið í gær. „Ég ætla að reyna til þrautar að fá einn samning enn. Ég er búinn að koma mér vel fyrir í Þýskalandi og strákurinn minn er að byrja í skóla í haust. Hann er nú þegar orðinn betri í þýsku en ég,“ sagði Garðar sem ætlar að gefa sér tvær vikur í að finna sér félag úti. „Minn hugur liggur hér,“ segir framherjinn sem spil- aði með Stjörnunni, KR og Val á Íslandi áður en hann fór út. - hþh Vill vera áfram í Þýskalandi: Stjarnan hafði samband Á LAUSU Garðar leitar að félagi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Sölvi Geir Ottesen hefur samið við danska félagið F.C. København til þriggja ára. Sölvi var hjá SønderjyskeE í Danmörku áður, en varnarmaðurinn var eftirsóttur um alla Evrópu. „Ég kem fullur metnaðar til klúbbsins og vonast til að vinna fleiri titla með félaginu. Það hefur verið mikið í umræðunni hvert ég væri að fara en eina félagið sem ég vildi fara til innan Danmerkur var FCK,“ sagði Sölvi sem mun spila í treyju númer 5 hjá meisturunum. „Hann er búinn að vera einn besti leikmaður SønderjyskeE undan- farin ár. Hann er mjög sterkur, góður skallamaður og barátta hans er aðdáunarverð. Ég er mjög ánægður með að fá Sölva,“ sagði Carsten Jensen, yfirmaður íþróttamála hjá FCK. - hþh Sölvi Geir Ottesen: Fer til dönsku meistaranna EFTIRSÓTTUR Sölvi valdi að vera áfram í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Rachel Furness verður í aðalhlutverki með norður-írska landsliðinu á Laugardalsvellinum í dag en hún ætti að þekkja íslenska boltann og íslenskar aðstæður vel eftir að hafa spilað með Grindavík í Pepsi-deild kvenna í sumar. Vinkona hennar Sarah McFadd- en hefur spilað með Grindavík und- anfarin ár og fékk hana til að koma til Íslands. Rachel Furness tryggði Grindavík 1-0 sigur á Haukum í síðasta deildarleik sínum á þriðju- daginn var. „Fyrir tímabilið var stefnan sett á að halda okkur uppi en nú hefur gengið það vel að við horfum ofar í töfluna. Ég er enn að komast inn í leik liðsins þannig að það var mjög mikilvægt að vinna þennan leik,“ sagði Rachel Furness en hún var að hita upp fyrir leik- inn í dag. „Ég vonast alltaf eftir marki í öllum leikjum en þetta verður erf- iður leikur. Ég mun reyna að nýta mín færi fái ég að spila,“ sagði Rachel Furness sem lék mjög vel í fyrri leiknum sem Ísland marði 1-0 á lokamínútunum. „Það var jafn leikur og við vörð- umst vel. Okkur fannst við hafa verið smá óheppnar að fá ekkert út úr leiknum en það var mikil reynsla að fá að mæta háklassa leikmönnum í íslenska liðinu. Við lærðum mikið þetta kvöld,“ sagði Rachel Furness. „Það er góður andi í liðinu og við trúum því að við getum náð einhverju út úr þessum leik. Hér áður fyrr var ekki búist við neinu af okkur í leikjum á móti þjóðum eins og Íslandi og Frakklandi en þetta er allt breytt núna. Við erum að reyna að bæta okkur og höfum trú á því að við getum farið að keppa við þau bestu í heimi,“ sagði Furness. „Ég hef ekki einbeitt mér mikið að íslenska liðinu en ég veit að miðjumennirnir eru líkamlega sterkir og fljótir þannig að ég myndi segja að miðja Íslands væri hættulegust fyrir okkur,“ sagði Furness sem þykir Frakkar vera með sterkara lið en Íslands. „Það er erfitt að spá fyrir um hver vinnur riðilinn. Við erum búnar að tapa tvisvar fyrir Frökk- um og töpuðum naumlega fyrir Íslandi í fyrri leiknum og miðað við þá leiki þá býst ég við að Frakk- ar komist upp úr riðlinum.“ - óój Norður-Írinn Rachel Furness spilar með Grindavík í Pepsi-deildinni og mætir íslenska landsliðinu í dag: Við lærðum mikið af fyrri leiknum ÆFÐU Í GÆR Norður-Írar á æfingu á Laugardalsvellinum. Sarah McFadden spilar með Grindavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Þrír leikir fara fram í Pepsi-deild karla á morgun og hefjast þeir allir klukkan 19.15. Margra augu verða á leik KR og ÍBV á KR-vellinum en Eyjamenn gætu komist á toppinn verði úrslit kvöldsins þeim hagstæð. KR-ingar hafa aðeins náð í 2 stig úr fjórum heimaleikjum sínum í sumar og sitja sem fyrr í 10. sæti deildar- innar. Þeir hafa hafa hins vegar unnið þrjá síðustu deildarleiki lið- anna á KR-velli og Eyjamenn hafa ekki skorað í 364 mínútur á vell- inum eða síðan í 2-0 sigri sínum haustið 2003. Valsmenn geta líka komist á toppinn í kvöld eins og Eyjamenn þegar Valsmenn sækja Stjörnu- menn heim á gervigrasið. Loka- leikur kvöldsins er síðan þegar Fylkismenn taka á móti Breiða- bliki í Árbænum. - óój Pepsi-deild karla á morgun: ÍBV eða Valur á toppinn? Rockwood Premier 2317G 12 fet. Verð: 2.998.000kr Verð: 2.798.000kr Rockwood 191XR OFF ROAD 10 fet. Verð: 2.698.000kr Rockwood Premier 1904 10 fet. Ríkulegur staðalbúnaður í Rockwood fellihýsum Opnunartími: Mán - Föst. kl: 10-18 Laug - Sun. kl: 12-16 • Galvaníseruð grind • Evrópskar þrýstibremsur • Upphitaðar 12 cm springdýnur • Tjakkar með sandskeifum á öllum hornum • Góð fjöðrun, fjaðrir sem henta vel á íslenskum vegum • Útdraganleg trappa við inngang • Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk) • Handbremsa og varadekk m/hlíf • 50 mm kúlutengi • 220v tengill (blár skv. reglugerð) • Útvarp með geislaspilara, hátalarar inni og úti • Radial dekk / 13” álfelgur • Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými • Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic • SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti • 2 gaskútar • Gasviðvörunarkerfi • Öflug Truma combi 4 miðstöð m/heitu vatni • Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu • Skyggni (markísa) • Skyggðir gluggar • Flugnanet f. gluggum og hurð • Gardínur f. gluggum og svefnrými • 2ja feta geymsluhólf • Stórt farangurshólf • Voldugir öryggisarmar fyrir þak og tjald • 3 x 12 volta loftljós og 1 x útiljós • 1 x færanlegt lesljós með viftu • 110 amp rafgeymir • Heitt og kalt vatn, tengt • Rafmagnsvatnsdæla • 86 lítra vatnstankur • Klósett með hengi Fossháls 5-7 110 Reykjavík Sími 551 5600 Fax 551 5601 utilegumadurinn.is Rockwood fellihýsi fyrir Íslenskar aðstæður Torfæru útgáfan frá Rockwood fyrir þá sem vilja komast lengra. m/ útdraganlegri hlið. • upphækkað á 15” dekkjum • sér styrkt grind og sterkari hjólabúnaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.