Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2010, Qupperneq 87

Fréttablaðið - 19.06.2010, Qupperneq 87
LAUGARDAGUR 19. júní 2010 59 KÖRFUBOLTI Los Angeles Lakers tryggði sér NBA-meistaratitilinn annað árið í röð og í sextánda sinn frá upphafi með 83-79 sigri á Bost- on Celtics í fyrrinótt í hreinum úrslitaleik um titilinn. Leikurinn fer ekki í bækurnar fyrir falleg- an körfubolta en var engu að síður æsispennandi og skemmtilegur þar sem Lakersmenn áttu frábær- an endasprett. Boston Celtics mætti til leiks án miðherja síns Kendrick Perkins og með 22 stiga tap á bak- inu frá því í sjötta leiknum en tók engu að síður frumkvæðið í leikn- um. Boston var 40-34 yfir í hálfleik og náði mest þrettán stiga forskoti í upphafi þriðja leikhluta. Lakers, með Kobe í fararbroddi, hélt sér á lífi í fráköstunum og Bryant tók síðan til sinna ráða í lokaleikhlutan- um þar sem hann skoraði 10 af 23 stigum sínum. „Ég vildi þetta svo mikið,“ sagði Kobe sem hitti aðeins úr 6 af 24 skotum sínum. Hann þakkaði líka félögum sínum eftir leik. Ron Art- est skilaði mikilvægum 20 stigum og þakkaði meðal annars sálfræð- ingi sínum eftir leikinn og þá var Pau Gasol með 19 stig og 18 frá- köst. „Þetta er sætasti sigurinn af því að þetta er á móti Boston og þetta er sá erfiðast af þeim öllum,“ sagði Bryant og þegar hann var spurð- ur út í hvað þetta þýddi fyrir hann persónulega. „Ég er kominn með einum hring meira en Shaq, þið getið tekið það í bankann,“ svaraði Kobe í sigurvímunni. „Það féllu mörg tár í klefanum,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Boston sem hugsanlega stjórnaði liðinu í síðasta sinn. Phil Jackson vann þarna sinn ellefta meistaratitil sem þjálfari og það er enn möguleiki á að hann snúi aftur og nái fjórðu þrennunni á ferlinum en hann gerði Bulls að meisturum þrjú ár í röð 1991- 1993 og 1996-1998 og einnig vann Lakers-liðið titilinn þrjú ár í röð undir hans stjórn á árunum 2000- 2002. „Þetta er búið, þetta var ekki vel spilað en við kláruðum þetta. Vörnin okkar var frábær,“ sagði Jackson sem vildi lítið segja um framtíðarplön sín. - óój Phil Jackson gerði ellefta liðið að NBA-meisturum í fyrrinótt þegar Lakers vann Boston í hreinum úrslitaleik: Kobe með einum hring meira en Shaq SIGURSTUND Kobe Bryant og Derek Fis- her með bikarana en þeir voru að vinna fimmta titilinn saman. MYND/AP KÖRFUBOLTI Allt talið um að Kobe Bryant væri að nálgast Michael Jordan eftir að hann vann fimmta NBA-meistaratitilinn í fyrrinótt fór illa í son hans Marcus Jordan. Jordan vann sex meistaratitla á sínum ferli og vann öll úrslitaein- vígi sín á ferlinum. Kobe er nú kominn með fimm meistaratitla eftir sjö úrslitaeinvígi. Marcus, sem er yngri sonur Jordan, tjáði sig um þetta tal á twitter-síðunni sinni. „Eng- inn og ég meina enginn ætti nokkurn tímann að bera Kobe Bryant saman við föður minn. Hann kemst ekki nálægt pabba mínum,“ skrifaði Marcus á twitt- er-síðuna sína. Jordan var kos- inn besti leikmaður úrslitanna í öll sex skiptin en Kobe hlaut nú þá viðurkenningu í annað skipt- ið, í fyrstu fimm titlunum var Shaquille O’Neal kosinn bestur. Marcus spilar körfu með Central Florida háskólanum en það er víst engin hætta á því að hann sjálfur verði mikið borinn saman við föður sinn sem er af flestum talinn vera besti körfu- boltamaður allra tíma. - óój Sonur Michaels Jordan: Kobe á ekkert í pabba minn JORDAN Vann alla titlana fyrir Phil Jack- son eins og Kobe. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY FRJÁLSAR Íslenska landsliðið í frjálsum verður í eldlínunni á Möltu um helgina þar sem liðið keppir í 3. deild Evrópubikar- keppninnar. Ólíkt því sem var í fyrra eru öll þau bestu með en alls skipa íslenska hópinn 32 keppendur. Þar á meðal eru Ásdís Hjálms- dóttir, Bergur Ingi Pétursson, Kristín Birna Ólafsdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson. Íslenska liðið keppir við þret- tán þjóðir í 2. deildinni en liðið endaði í 6. sæti í 3. deild Evrópu- bikarsins í fyrra sem þá fór fram í Sarajevo í Bosníu. Tvær efstu þjóðirnar fara upp í 2. deild. - óój Evrópubikarkeppni í frjálsum Öll þau bestu með á Möltu AÐ KASTA KÚLUNNI VEL FH-ingurinn Óðinn Þorsteinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verður þú næsti verðlaunahafi Íslands á Ólympíuleikum? Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ólympíufjölskylda ÍSÍ halda upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn 23. júní. Þennan dag árið 1894 var Alþjóðaólympíunefndin stofnuð. Þetta er því sérstakur dagur í sögu íþrótta og er markmiðið að bjóða fólki að koma saman, hreyfa sig, læra nýjar íþróttagreinar og kynnast ólympískum hugsjónum og gildum. Allir sem taka þátt og prófa einhverjar íþróttagreinar fá viðurkenningu frá Alþjóða Ólympíuhreyfingunni. DAGSKRÁ Egilshöll 13:00 til 15:00 UMF Fjölnir býður upp á íþróttastöðvar í Egilshöllinni. Stöðvarnar eru byggðar upp sem þrautir úr flestum íþróttum félagsins og verður hægt að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttum. Ólympíufarar verða á staðnum og veittar verða viðurkenningar fyrir þátttöku Laugaból – íþróttasvæði Ármanns 13:00 til 15:00 Fimleikadeild Ármanns býður alla velkomna í kynningu. Breiðholt ÍR býður opnar æfingar fyrir alla í frjálsum íþróttum og knattspyrnu dagana 21. – 25. júní. Laugardalur 20:00 - 22:00 Komið og prófið öðruvísi íþróttir. Við íþróttasvæði Ármann /Þróttar - Laugarból Kynning á hafnarbolta í boði Hafnarboltafélags Reykjavíkur Hjólaskíðakennsla í boði skíðagöngufélagsins Ullar Skylmingamiðstöðin undir stúkunni á Laugardalsvelli Komdu og kannaðu hvað þú getur gert með sverðinu. Landsliðsfólk tekur á móti og leiðbeinir. Sundlaugin í Laugardal – innilaugin Sýningarleikur í sundknattleik hefst um 21:00 og á eftir gefst almenning tækifæri á að prófa. Miðnæturhlaup Powerade hefst kl: 22:00 stundvíslega Þetta frábæra hlaup hentar fólki á öllum aldri, bæði byrjendum og lengra komnum og hægt er að velja um þrjár vegalengdir. Skráning á staðnum frá kl: 18:00 og á www.marathon.is - 3 km skemmtiskokk án tímatöku kostar – 1.000 kr. - 5 km skemmtiskokk með tímatöku kostar – 1.500 kr. - 10 km skemmtiskokk með tímatöku kostar – 1.500 kr. Allir sem taka þátt í hlaupinu fá svo frítt í sund á eftir. Frekari upplýsingar um daginn er hægt að finna á www.isi.is TAKTU ÞÁTT 23. JÚNÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.