Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 16
16 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR
Í haustvindinum/ blakta drif-hvít sængurver/ grannkonu minnar/ rétt eins og óskrif-uð blöð/ sem biðja mig um ný
ljóð.“ Svo hljóðar ljóðið Síðdegi í
september úr nýrri ljóðabók Vig-
dísar Dagbjartsdóttur ljóðskálds,
sem kemur út á morgun á áttatíu
ára afmæli Vilborgar. Bókin er
helguð minningu Þorgeirs Þor-
geirsonar, eiginmanns Vilborgar,
sem lést fyrir sjö árum. „Þetta eru
alls konar ljóð, sem ég hef skrif-
að á þeim tíma síðan hann kvaddi.
Ég yrki ekki skipulega, heldur sem
ljóðin þegar þau koma til mín. Síð-
degi í september er til dæmis
skrifað um snúrurnar hérna á
móti,“ segir hún og bendir yfir í
næsta hús við Bókhlöðustíginn.
Vill þýða fyrir yngstu börnin
Vilborg segist vera með hálfgerða
áráttu gagnvart textaskrifum,
hún þurfi að vera sískrifandi og
lesandi. „Ég var starfandi kenn-
ari í 46 ár, barnakennari í Reykja-
vík, þannig að ég var alltaf í mik-
illi vinnu. Svo fékkst ég bæði við
að skrifa og sjá um barnasíðu í
Þjóðviljanum í meira en áratug.
Ég þýddi líka ákaflega mikið. Ég
hef gaman af því, sérstaklega
fyrir yngstu börnin; ég hef áhuga
á barnamáli.
Stundum þegar ég fer til tann-
læknis eru þar bækur fyrir
yngstu börnin, svona bendibækur.
Ég fletti þeim og furða mig oft á
hvað það er lítið vandað til þeirra,
tungumálsins. Það skiptir svo
miklu máli. Þannig að hjá tann-
lækninum dunda ég mér við að
finna betri orð í bækurnar. Þetta
er hálfgerð árátta. En mig langar
mikið til að þýða meira af bókum
fyrir yngstu börnin, það biður mig
bara enginn um það.“
Menningarumfjöllun í svelti
Vilborg les líka mikið og hefur
nægan tíma til þess. „Það er ekk-
ert að mér fyrir utan að ég er dálít-
ið fótafúin. Ég á mikið af bókum
og þarf sjaldan að fara á bóka-
safn. Ég hef gaman af því að rifja
upp kynnin við bækur sem ég las
fyrir löngu. Svo er ég líka farin
að leita meira í fornsögurnar. Ég
reyni að fylgjast með yngri höf-
undum, sérstaklega ljóðabókum.
Ég sakna hins vegar þeirra tíma
þegar tímaritaútgáfan stóð í blóma
og það komu út mörg rit um bækur
og menningu. Ég er lítið fyrir netið
og kýs frekar bækur og blöð.“
Menningarumfjöllun er hins
vegar ábótavant að hennar mati.
„Hún er eiginlega bara í svelti,
sérstaklega gagnrýnin. Áður var
góð og umfangsmikil bókmennta-
gagnrýni í dagblöðunum og tíma-
ritunum. En komi einhver gagn-
rýni nú til dags hverfur hún innan
um auglýsingar. Það er ofboðslegt
flæði af yfirborðslegum hlutum,
bæði í bókmenntum og sjónvarpi.
Auðvitað hefur Sjónvarpið ekki
mikla peninga, en þessar lélegu
glæpamyndir kosta varla minna
en menningarlegri myndir.
Ég er svo fyrir löngu hætt að
líta í áttina að þessum glæpasög-
um. Ég fór í Háskólabíó og horfði
á Karlar sem hata konur og ég las
bókina. Ég gerði þetta af skyldu-
rækni, til að setja mig inn í þetta.
Og þvílíkt rusl! Þeir sem horfa
mest á sjónvarp eru börn og gam-
almenni en sjónvarpsefni gengur í
sífellt vaxandi mæli út á að meiða
og misþyrma fólki. Eins og maður
hafi gaman af því. Og þetta verð-
ur alltaf ofboðslegra. Ég skil þetta
ekki.“
Fráleitt að kæra nímenningana
Vilborg er pólitískt þenkjandi og
hefur verið frá því að hún var
unglingur á Norðfirði þegar sósí-
alistar komust til valda. Pólitíkin
hefur ekki koðnað með árunum.
Þrátt fyrir gigt lét hún sig hafa það
í búsáhaldabyltingunni að arka á
Austurvöll og láta í sér heyra. „Ég
fór gjarnan klukkan tvö og var til
klukkan fimm. Ég var svo slæm í
fætinum að ég þurfti að styðja mig
við hækju en notaði hana til að slá í
staur og vera með læti. Ég gerði nú
ekki annað af mér. En mér fannst
nauðsynlegt að gera hávaða til að
þingmenn vissu af fólkinu úti.“
Hún hefur líka verið virk á
öðrum vettvangi. Á dögunum hélt
hún til dæmis erindi á styrktar-
samkomu fyrir nímenningana sem
ákærðir eru fyrir árás á Alþingi.
Henni er mikið niðri fyrir þegar
það ber á góma. „Mér finnst óskap-
lega rangt að ákæra nímenning-
ana. Hámark væri að segja að þeir
hefðu brotið gegn valdstjórninni,
sem er þó líka tæpt. En að ætla
sér að ákæra þetta unga fólk fyrir
árás á Alþingi, nánast fyrir land-
ráð, er yfirgengilegt. Ég sé ekki að
dómarinn geti annað en vísað mál-
inu frá og mér finnst að saksókn-
ari hefði átt að draga ákæruna til
baka. Það er mjög sorglegt hvern-
ig þetta mál hefur þróast. Ég hélt
ræðu niðri á Austurvelli og lagði
mikla vinnu í að kynna mér alla
málavexti. Mín skoðun er sú að
saksóknari hefði átt að draga
ákæruna til baka, þetta hafi ekki
verið nógu grundað. Myndefni af
staðnum styður það.“
Happ að hér varð vinstri stjórn
Hún telur eigi að síður það hafa
verið happ að hér komst á vinstri
stjórn. „Ekki hefði ég viljað að
hægri mennirnir hefðu komist í þá
aðstöðu að hjálpa sínu liði að kom-
ast undan. Þótt maður eigi ekki að
ætla öðrum svo ljótt er ég hrædd
um að það hefði orðið raunin. Það
er grundvallaratriði að hér komst
á vinstri stjórn. Hins vegar eru
aðstæður svo yfirþyrmandi erfið-
ar að engin stjórnvöld geta hjálpað
okkur út úr þessu, við verðum að
gera það sjálf. Hver og einn verð-
ur að hjálpa þessari stjórn með
því að axla þær byrðar sem hann
getur. Við verðum öll að leggjast
á eitt til að komast upp úr þessu.
Þetta eru óheyrilegir hlutir sem
hafa gerst.“
Hún var full efasemda þegar
gengi Besta flokksins fór á flug.
„Það vantaði vissulega húmor í
kosningabaráttuna en ég verð að
viðurkenna að mér leist ekki á
blikuna þegar ég sá fylgið vaxa;
hugsaði bara með mér út í hvað
við værum að fara. En mér finnst
þau hafa vaxið jafnt og þétt. Þetta
er gott fólk og vel menntað sem við
eigum að skipa okkur í fylkingu
með og hjálpa. Ég vorkenni þeim
að þurfa að taka á sig þá vinnu
sem þau þurfa að gera, hún er
bæði erfið og ekki jafn skemmti-
leg og sú vinna sem þau hafa verið
í. Þetta er strit og ég var mjög
ánægð þegar Dagur Eggertsson
gekk í að aðstoða þau – við eigum
öll að gera það.“
Lífið er gott
Vilborg er mikið afmælisbarn og
hlakkar til morgundagsins, þar
sem efnt verður bæði til afmælis-
veislu og útgáfuhófs. „Mér finnst
alltaf gaman að eiga afmæli og
það ætlar margt gott fólk að fagna
þessum áfanga með mér. Það er
gaman að verða gamall. Ég man
enn þá og get lesið og hlustað, ég
er ekki á lyfjum, ekkert að mér
nema gigt – en að öðru leyti er ég
stálslegin. Lífið er gott.“
Það er gaman að verða gamall
Þegar sængurver grannakonu Vilborgar Dagbjartsdóttur skálds kölluðu á ljóð, svaraði hún við kallinu. Á morgun heldur hún
upp á áttræðisafmæli sitt sem og útgáfu nýrrar ljóðabókar, Síðdegis. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við Vilborgu.
VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR „Það er gaman að verða gamall. Ég man enn þá og get lesið og hlustað, ég er ekki á lyfjum, ekkert að mér nema gigt – en að öðru leyti er ég stálslegin.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þú segir: Á hverjum degi
styttist tíminn
sem við eigum eftir
skref fyrir skref
færumst við nær
dauðanum
- en ég þræði dagana
eins og skínandi perlur
upp á óslitinn
silfurþráðinn
Á hverju kvöldi
hvísla ég glöð
út í myrkrið:
Enn hefur líf mitt
lengst um heilan dag
Úr Síðdegi.
➜ VIÐHORF
Ég fór í Háskólabíó og horfði á Karlar sem hata konur og
ég las bókina. Ég gerði þetta af skyldurækni, til að setja
mig inn í þetta. Og þvílíkt rusl!