Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 44
24 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR
➜ ALGENG DÆMI
LAG ALGENGUR MISSKILNINGUR: RÉTT TEXTABROT:
Purple Haze með Jimmy Hendrix. „Excuse me while I kiss this guy.“ „Excuse me while I Kiss the sky.“
Beast of Burden, Rolling Stones. „I’ll never leave your pizza burning.” „I’ll Never Be Your Beast of Burden.“
Killing me Softly, Lauryn Hill. „Strummin’ my brain with his fingers.“ „Strummin’ my pain with his fingers.“
Smoke on the Water, Deep Purple. „Slow talking Walter, the fire-engine guy“ „Smoke on the Water, Fire in the Sky.“
I´m a Believer, Monkees „When I needed sunshine on my brain.“ „When I needed sunshine I got rain.“
Summer of 69, Bryan Adams. „I got my first real sex dream.“ „I got my first real six string:“ (Sungið um gítar)
Óborganlegur skilmisingur
Að syngja með þekktum dægurlögum er eitthvað sem flestir hafa stundað. En stundum svíkur eyrað heilann og textinn hljómar
ekki alveg eins og textahöfundurinn hafði hugsað hann. Júlía Margrét Alexandersdóttir fékk nokkra Íslendinga til að rifja upp
hvaða dægurlagatexta þeir hefðu misskilið.
HALTU ÞIG FJARRI!
Ég hélt að „Stairway to heaven“
væri sungið „Stay away from
heaven“ og söng það alltaf
þannig – hástöfum.
Andrés Jónsson almannateng-
ill.
ÞREYTULEGAR GRÆNMETISÆTUR
Ég hélt alltaf að Paul og félagar í Wings væru að
syngja „I´m looking tired“ og fannst það fullkom-
lega eðlilegt. Þetta var einhvern veginn þannig lag
og Paul og Linda náttúrlega bæði grænmetisætur,
sem mér finnst einmitt oft líta frekar þreytulega út.
Síðar komst ég að því að þau sungu víst Mull of
Kintyre.
Nanna Rögnvaldardóttir matgæðingur.
NAUTUM FYRIRGEFIÐ
Lengi vel fór ég þannig með
Faðir vorið að í stað þess að
ég lofaði að fyrirgefa vorum
skuldunautum, sagði ég „svo
sem vér og fyrirgefum vorum
skuldugu nautum.“
Jóna Ingibjörg kyn- og hjúkrun-
arfræðingur.
MINNTI Á BRENNIVÍN
Ég söng með laginu Vertu ekki
að plata mig: „Ég sá hana í
horninu á Mánabar, hún minnti
mig á brennivín.“ Réttur er text-
inn auðvitað: „hún minnti mig á
Brendu Lee.“
Regína Ósk söngkona.
DJÖFULL Á HIMNUM
Þegar ég var krakki
heyrði ég oft lagið
„Devil in Disguise“
með Elvis Presley í
útvarpinu. Mér heyrð-
ist hann vera að synga
“You´re the Devil in
the Sky, Oh yes you
are“ í viðlaginu. Af
einhverjum ástæð-
um leiðréttist þessi
misskilningur ekki fyrr
en ég var að nálgast þrítugt.
Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur.
KOMDU KALL
Ég man ekki eftir neinum dægurlagatext-
um sem ég misskildi en hins vegar einn
sem tengist sálmi. Gömul kona sagði eitt
sinn við mig: „Þegar ég dey, þá vil ég láta
syngja yfir mér: Kallinn er kominn.“ Hún átti
auðvitað við útfararsálminn fallega, Kallið
er komið. Þetta var samt ekki út í hött hjá
þeirri gömlu því líklega var hún að hugsa
um manninn með ljáinn!
Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur.
ÞVÆLDIST HÉR INN
Ég man ekki sjálf eftir að hafa misskilið
texta en góður vinur minn var trúbador
um tíma og tók gjarnan lagið Blindsker.
„Ég sest niður með kaffið, set Bowie á
fóninn. Þitt uppáhaldslag var „Wild is
the Wind“ varð í hans meðförum: „Þitt
uppáhaldslag var „Þvældist hér inn.“
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona.
GEKK UM LÓUGIL
Ég hef misskilið alveg
haug af textum í gegnum
tíðina. Ég hélt alltaf að
„Ó, María, mig langar
heim“ væri í raun og
veru kvenmannsnafnið
„Ómaría“ alveg eins og
Ómar. Í laginu „Ég er á
leiðinni“ er til dæmis
sungið: „Mér gengur
nógu illa að skilja sjálfan
mig.“ Ég söng alltaf: „Ég
geng um Lóugil til að
skilja sjálfan mig!“ Hvar
ætli þetta Lóugil sé á
landinu?
Freyr Eyjólfsson útvarps-
maður.
LEIKUR Í HANGANDI RÓSUM
Í laginu Vor í Vaglaskógi er þessi hending:
„Leikur í ljósum lokkum og angandi rósum.“
Ég skipti laginu þannig að ég söng „Leikur í
ljósum, lokkum og hangandi rósum“ og hélt
að þetta væri einhvers konar dans innan-
dyra í ljósum og gat þess vegna ekki skilið
hvað þetta með lokkum og hangandi rósum
þýddi. Jú, svo sem með hangandi rósir, en
lokka einhvern til sín eða?
Örn Árnason leikari.
Rockwood Premier 2317G 12 fet. Rockwood 191XR OFF ROAD 10 fet.
Verð: 2.998.000kr Verð: 2.798.000krVerð: 2.698.000kr
Rockwood Premier 1904 10 fet.
Ríkulegur staðalbúnaður í Rockwood fellihýsum
Opnunartími:
Mán - Föst. kl: 10-18
Laug - Sun. kl: 12-16
• Galvaníseruð grind
• Evrópskar þrýstibremsur
• Upphitaðar 12 cm springdýnur
• Tjakkar með sandskeifum á öllum
hornum
• Góð fjöðrun, fjaðrir sem henta vel á
íslenskum vegum
• Útdraganleg trappa við inngang
• Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk)
• Handbremsa og varadekk m/hlíf
• 50 mm kúlutengi
• 220v tengill (blár skv. reglugerð)
• Útvarp með geislaspilara,
hátalarar inni og úti
• Radial dekk / 13” álfelgur
• Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými
• Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic
• SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti
• 2 gaskútar
• Gasviðvörunarkerfi
• Öflug Truma combi 4 miðstöð
m/heitu vatni
• Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu
• Skyggni (markísa)
• Skyggðir gluggar
• Flugnanet f. gluggum og hurð
• Gardínur f. gluggum og svefnrými
• 2ja feta geymsluhólf
• Stórt farangurshólf
• Voldugir öryggisarmar fyrir þak
og tjald
• 3 x 12 volta loftljós og 1 x útiljós
• 1 x færanlegt lesljós með viftu
• 110 amp rafgeymir
• Heitt og kalt vatn, tengt
• Rafmagnsvatnsdæla
• 86 lítra vatnstankur
• Klósett með hengi
Fossháls 5-7 • 110 Reykjavík • Sími 551 5600 • utilegumadurinn.is
Rockwood fellihýsi fyrir Íslenskar aðstæður
Torfæru útgáfan frá Rockwood
fyrir þá sem vilja komast lengra.
m/ útdraganlegri hlið.
• upphækkað á 15” dekkjum
• sér styrkt grind og sterkari hjólabúnaður.