Fréttablaðið - 17.07.2010, Qupperneq 50
30 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
SARA MCMAHON
Hippalegt leðurarm-
band, færi vel við
blómakjólana sem eru
svo vinsælir. Fæst í
Warehouse.
Flottan kjól í anda
tíunda áratugarins,
flottur við hvaða
tilefni sem er. Fæst í
Warehouse.
Röndóttan klút sem
fæst í verslun-
inni Sautján í
Kringlunni. OKKUR
LANGAR Í
…
Leggi fólk leið sína í Kringluna, Smáralind eða á gamla, góða Lauga-
veginn þessa dagana mun það reka augun í lokkandi plaköt í búðar-
gluggum sem auglýsa útsölur. Ég hef afskaplega gaman af útsölum því
sé vel leitað má oftast finna sitthvað skemmtilegt á góðum prís.
Ég hef þó veitt því eftirtekt að ég á það til að ráfa óvart í þann hluta
verslunarinnar sem geymir „nýju vörurnar“ í stað þess að halda mér
í „útsölu“ hlutanum eins og til stóð. „Nýju vörurnar“ hafa jafn mikið
aðdráttarafl og útsölu-plakötin í búðargluggunum og ég virðist dragast
að þessu sem mý að mykjuskán.
Reynslan hefur sýnt að þó ég fari gagngert í
bæinn til að kaupa eitthvað
á útsölu þá læðist oftast eitt-
hvað nýrra og dýrara með
ofan í pokann. Ég réttlæti
kaupin á dýrari flíkinni með
því að segja við sjálfa mig
að fyrst ég sparaði gríðar-
legan pening á útsölukaup-
unum má ég verðlauna mig
með einni „nýrri“ flík. Svo
geng ég út úr versluninni,
gef mér eins og eitt gott
klapp á bakið fyrir að hafa
sparað á útsölukaupunum og
held létt í spori heim á leið.
Í mínum augum eru útsöl-
ur afskaplega gefandi því
bæði fara þær vel með
pyngjuna og maður verð-
ur svo hræðilega hreykinn
af sjálfum sér fyrir að hafa
fæðst með þetta mikla pen-
ingavit.
Útsölur fyrir andlega heilsu
Sumarlínan 2010 frá franska hönnuðinum Alexis Mabille vakti
nokkra athygli fyrir skemmtilegar línur og snið. Mabille starf-
aði áður sem hönnuður hjá Dior og vann þá fyrir hönnuðinn
John Galliano. Mabille frumsýndi fyrstu línuna undir eigin
nafni árið 2005 og vakti hún rífandi lukku meðal tískuspekúl-
anta.
Á MILLI ÞESS FÁGAÐA OG ÞESS ÓÚTREIKNANLEGA:
FRAMSÆKIN
FRÖNSK HÖNNUN
> AFTUR TIL FORTÍÐAR
Skinny-jeans, kærastabuxur, útvíðar
gallabuxur, og rifnar rokkaragalla-
buxur eru út! Í gallabuxnatískunni
er horft aftur til fortíðar og er
gamla Levi‘s 501 sniðið farið að
ryðja sér aftur til rúms. Klassískar,
beinsniðnar buxur eru sem sagt
það sem koma skal.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
FRÁ TOPPI
TIL TÁAR
Flottur
bleikur
skyrtu-
kjóll með
skemmti-
legri slaufu
um hálsinn.
BLÁTT HÁR
Fyrirsæta klæðist
blárri kápu og
með hár í stíl.
EINS OG KVIK-
MYNDASTJARNA
Samfestingur í anda
gömlu kvikmynda-
stjarnanna, skreytt-
ur með perlum og
hvítum kraga.
FLOTTUR JAKKI Þessi
fallegi jakki er úr vor- og
sumarlínunni 2010.
ÍBURÐUR
Æðislegur
kjóll með
íburðarmiklu
hálsmáli frá
Mabille.
KVENLEGT
Þessi
kvenlegi
kjóll
dregur fram
línurnar á
smekklegan
hátt.