Fréttablaðið - 12.08.2010, Síða 16
16 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
HEILSA „Ríkið setur smokka í hæsta
skattþrep sem gerir það að verkum
að það er 25,5 prósenta virðisauka-
skattur á þeim,“ segir Halldór Guð-
mundsson, annar eigandi Líkama og
lífsstíls, umboðsaðila One smokka á
Íslandi. Halldór er þeirrar skoðunar
að smokkar ættu
að vera án virðis-
aukaskatts eða í
mesta lagi skatt-
lagðir eins og
matvæli og aðrar
nauðsynjavörur.
Álfheiður
Ingadóttir heil-
brigðisráðherra
segir beiðni frá
Sóttvarnaráði
hafa legið á borði
heilbrigðisráðu-
neytisins frá því
árið 2004, varð-
andi aðgang ungs
fólks að ókeypis
smokkum.
„Klamidía er í
sókn hér á landi
og það kemur í
ljós í könnun frá
því í sumar að það eru ekki nema
tuttugu prósent ungmenna sem
nota smokk,“ segir Álfheiður. „Allt
frá árinu 2004 hefur Sóttvarnaráð
lagt þetta til við ráðherra án þess
að það hafi leitt til niðurstöðu. Við
höfum kallað eftir upplýsingum frá
fjármálaráðuneytinu og Landlækni
varðandi þetta mál.“
Samkvæmt upplýsingum frá
fjármálaráðuneytinu voru tekjur
ríkisins árið 2009 af innflutningi á
smokkum um 25,6 milljónir, fyrir
álagningu heild- og smásala.
Haraldur Briem sóttvarnalæknir,
segir vel fylgst með smitleiðum kyn-
sjúkdóma af Landlæknisembætt-
inu. „Það myndi draga gríðarlega
úr tíðni ýmissa kynsjúkdóma ef
Íslendingar væru duglegri að nota
smokkinn,“ segir Haraldur. „Það
er verið að skoða þessi mál í fullri
alvöru. Hvort mögulegt sé að auka
aðgengi að smokkum og lækka verð-
ið á þeim. Einnig verður að sann-
færa ungt fólk í eitt skipti fyrir
öll um mikilvægi þess að nota þá.“
Haraldur segir gríðarlegan kostnað
fylgja því að greiða niður smokka,
en það hafi verið rætt innan emb-
ættisins.
Stefán R. Birgisson, deildarstjóri
hjá Halldóri Jónssyni ehf., umboðs-
aðila Durex á Íslandi, er ekki sam-
mála því að verð á smokkum sé
fyrirstaða hjá ungu fólki. „Notk-
unin hefur haldist stöðug á síðustu
árum,“ segir Stefán. „Smokkar eru
ekki feimnismál lengur og að meðal-
tali kostar stykkið um 150 krónur.“
Samkvæmt könnun Fréttablaðs-
ins eru smokkar ódýrastir í net-
versluninni Smokkur.is, 1.199 krón-
ur stór pakki. sunna@frettabladid.is
1999 2001 2003 2005 2007 2009
Útgjöldin
> Gistinætur Íslendinga á tjaldsvæðum
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
168.591
196.474
206.326
215.551
232.071
340.180
„Ég hef einstakt lag á
því að fá í fötin mín hina
ýmsu bletti og það er eitt
húsráð sem hefur reynst
mér afskaplega vel,“
segir Gabriella Unnur
Kristjánsdóttir, laganemi
og varaformaður Stúdentaráðs HÍ. „Til
að ná mjög erfiðum blettum úr fötum
skal bleyta blettinn vel, strá svo slatta
af salti yfir og láta standa í sólarhring.
Næst er flíkin sett í þvottavél og kemur
undantekningalaust blettalaus út.
Saltið dregur í sig vökva og tekur litinn
úr blettinum með. Gullið húsráð sem
móðir mín kenndi mér.“
GÓÐ HÚSRÁÐ
SALTIÐ Á BLETTINA
■ Gabriella Unnur Kristjánsdóttir er
gjörn á að fá bletti í fötin.
NEYTENDUR Fríhöfnin í Leifsstöð er
oft á tíðum lokaáfangi leiðangra
Íslendinga úr landi. Algengt er að
fólk birgi sig upp af sælgæti við
heimkomuna í trausti þess að vör-
urnar séu ódýrari en í almennum
verslunum, enda án virðisauka-
skatts og aðflutningsgjalda. Laus-
leg könnun Fréttablaðsins á kíló-
verði á sælgæti í fríhöfninni borið
saman við verð í lágvöruverðs-
verslunum Bónuss, leiddi í ljós
að fríhöfnin er í flestum tilvikum
dýrari.
Samanburður á verði Síríus Nóa
kropps og Freyju djúpa sýndi
fram á slíkt hið sama. 400
gramma
poki af Nóa
kroppi kost-
ar 749 krónur
í fríhöfninni
en 498 krónur
í Bónus. 180
gramma poki
af Freyju djúp-
Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli er ekki í samkeppni við íslenskan markað:
Sælgæti oft dýrara en í Bónus
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Kaffivél fyrir kröfuharða
Verð frá kr. 119.000*
ENA kaffivélarnar frá JURA eru ekki nema tæpir 24 cm á breidd. Í þær má
setja uppáhalds kaffibaunirnar þínar og stilla styrkleika kaffisins að eigin
óskum. ENA kaffivélarnar hafa hlotið evrópsku neytendaverðlaunin sex
sinnum og eru með mest seldu vélum í Evrópu í dag.
Bjóðum einnig fjórar gerðir af sérvöldum kaffibaunum frá JURA
Smokkar settir í
hæsta skattþrepið
Virðisaukaskattur á smokkum er 25,5 prósent. Beiðni frá Sóttvarnaráði um
niðurgreiðslu á smokkum hefur legið hjá ráðuneytinu síðan 2004. Um 20 pró-
sent ungmenna nota smokk, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar.
ÁLFHEIÐUR
INGADÓTTIR
HARALDUR BRIEM
„Bestu kaupin mín en jafnframt þau ópraktískustu eru Júníform-kjólarnir
mínir sem ég nota mjög mikið. Ég keypti fyrsta kjólinn minn stuttu eftir
að ég átti mitt fyrsta barn og var á leið á árshátíð. Þetta var í fyrsta
skipti sem ég fór úr heimagallanum með ælu- og mjólkurblettunum
á og var því nokkuð lengi að hafa mig til. Þegar ég mætti síðan
á árshátíðina var ég ægilega montin með mig en var síðan strax
spurð að því hvenær ég ætti von á mér. Ég var svo glöð í kjólnum
mínum að ég fór að gráta og skellihlæja á sama tíma. Annars hafa
flest kaup mín verið ópraktísk. Nýlega keypti ég til dæmis tvisvar
sinnum vindsæng og í hvorugt skiptið hélt hún lofti til morguns.
Kannski fengum við hjónin okkur bara of mikið af grillkjöti
kvöldið áður.“
NEYTANDINN: Edda Hermannsdóttir, hagfræðinemi
Grét og skellihló á sama tíma
Lauslegur verðsamanburður á kílóverði á sælgæti
Vara Bónus - kílóverð Fríhöfn - kílóverð Mismunur
M&M 1.939 kr. kg 1.679 kr. kg 260 kr.
Kit Kat 1.595 kr. kg 1.833 kr. kg 283 kr.
Haribo stjörnumix 1.496 kr. kg 1.499 kr. kg 3 kr.
Nóa Kropp 1.223 kr. kg 1.873 kr. kg 650 kr.
Freyju Djúpur 1.656 kr. kg 1.772 kr. kg 116 kr.
Nemar á framhalds- og háskólastigi keyptu
námsbækur fyrir 40 milljónir í gegnum heima-
síðuna www.skiptibokamarkadur.is, á fyrsta
starfsári síðunnar. Áætlað er að um 10.000
notaðar bækur hafi gengið kaupum og sölum
um síðuna, en andvirði nýrra bóka er um 80
milljónir. Því má gera ráð fyrir að nemendur
hafi saman sparað um 40 milljónir við bóka-
kaup með því að nota síðuna.
Árlegur bókakostnaður fyrir nemendur í
framhalds- og háskólanámi getur farið upp
í 60 þúsund séu bækurnar keyptar nýjar í
verslunum. Einnig getur það munað töluverðu
fyrir námsmenn að fá eitthvað fyrir gömlu
námsbækurnar sínar í stað þess að leyfa þeim
að safna ryki uppi í hillu.
■ Veraldarvefurinn:
Hagstæð skólabókakaup á netinu
SMOKKAR Sóttvarnaráð bað stjórnvöld fyrst um að niðurgreiða smokka 2004.
Verð á smokkum í verslunum og á Netinu
Verslun Vara Verð
Apótekarinn Durex Featherlite, 12 stk. 1.742 kr.
Bónus Durex Xtra Safe, 12 stk. 1.198 kr.
Lyf og heilsa Durex Featherlite, 12 stk. 1.881 kr.
Femin.is Durex Featherlite, 12 stk. 1.998 kr.
Femin.is One Super Sensitive, 12 stk. 1.710 kr.
Smokkur.is One Super Sensitive, 12 stk. 1.199 kr.
EDDA HERMANNSDÓTTIR
um kostar 298 krónur í Bónus en
319 krónur á Keflavíkurflugvelli.
Guðlaugur Gauti Þorgilsson,
rekstrarstjóri í Bónus, segir að
markmiðið sé að
vera með lægsta verð á landinu.
„Við erum með tvo einstaklinga í
vinnu hjá okkur sem skanna mark-
aðinn í sífellu,“ segir hann.
Hlynur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri fríhafnarinnar á
Keflavíkurflugvelli, segir verð í
versluninni vera lægra en gengur
og gerist í landinu. „Við reynum að
stilla verðið þannig að virðisauk-
inn fari í vasa viðskiptavinarins,“
segir Hlynur. „Þar sem vörurnar
okkar eru lausar við hann getum
við ekki verið í neinni samkeppni
við markaðinn.“
- sv
Neytendasamtökin komast ekki að sömu niðurstöðu og Póst- og fjarskipta-
stofnunin (PFS) um hvort símafyrirtækin fari að reglum um nýtt verðþak og
nýjum reglum Evrópugjaldskrárinnar sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn.
Samkvæmt úttekt PFS uppfylla öll símafyrirtækin fjögur skilyrði nýju regln-
anna, en Neytendasamtökin telja ekkert þeirra gera það. „Í flestum tilfellum er
um mínútuverð að ræða, en þar geta litlar upphæðir fljótlega
orðið stórar þegar mínútur og viðskiptavinirnir margfaldast.
Gjaldskrám þessara fyrirtækja verður því að breyta,“ segir í
umfjöllun Neytendasamtakanna.
Í nýjum Evrópureglum segja samtökin verðþak á svokölluðum
reikisímtölum og SMS-skilaboðum innan Evrópu mikilvægast fyrir
neytendur. „Þakið á við þegar hringt er úr
farsíma, hringt er í farsíma, eða sent SMS-
skilaboð úr farsíma sem er staddur utan
heimalands síns en innan Evrópu. PFS
segir í úttektinni að öll símafyrirtæki
á Íslandi séu með gjaldskrár sínar í
samræmi við nýtt verðþak. Svo virðist
þó ekki vera í öllum tilvikum.“
■ Álitamál á fjarskiptamarkaði
NS og PFS rýna í gjaldskrárnar