Fréttablaðið - 12.08.2010, Side 21

Fréttablaðið - 12.08.2010, Side 21
FIMMTUDAGUR 12. ágúst 2010 21 Sumir undrast, hvers vegna fiskur er ekki ódýrari úti í búð en raun ber vitni. Menn hugsa þá sem svo, að það kosti grásleppukarlana varla mikið að sækja sjóinn til dæmis frá Ægi- síðunni í Reykjavík og koma afl- anum í land. Hvers vegna fæst soðningin ekki við kostnaðar- verði? Það stafar af því, að rétt fiskverð ræðst af framboði og eftirspurn. Fiskimennirnir geta fengið heimsmarkaðsverð fyrir aflann. Þeir væru að fleygja peningum, ef þeir seldu fiskinn á kostnaðarverði, langt undir heimsmarkaðsverði. Fiskur er munaðarvara úti í heimi. Fisk- verð er því hátt og á trúlega eftir að hækka enn frekar, eftir því sem fiskstofnar og fiskafli halda áfram að rýrna sumpart vegna ofveiði. Mishátt bensínverð Sama máli gegnir um bens- ín og bensínverð. Norðmönnum dettur ekki í hug að selja bensín heima fyrir á niðursettu verði. Mörg önnur olíuframleiðslulönd freistast samt til að selja olíu og bensín heima fyrir á kostnaðar- verði, langt undir heimsmarkaðs- verði. Lengst gengur ríkisstjórn Venesúelu undir herforingja- stjórn Hugos Chavez forseta. Þar kostar bensínlítrinn röskan túkall – tvær og fjörutíu – við dæluna. Vatn kostar meira. Bens- ínsalan á gjafverði í Venesúelu er glapræði, þar eð hægt væri að fá heimsmarkaðsverð fyrir bensín- ið og nota mismuninn til að bæta lífskjör almennings. Líbía og Sádi-Arabía eru litlu skárri. Þar kostar bensínlítrinn 17 krónur og 19 krónur, brot af heimsmark- aðsverði. Tölurnar eru frá 2008. Afleiðingin er of mikil bensín- notkun, of stórir bílar, of mikil umferð, óhreint andrúmsloft. Mismunun Bensínverð undir heimsmarkaðs- verði jafngildir niðurgreiðslu á bensíni. Niðurgreiðslan mismun- ar fólki með því að binda hjálp- ina við bensínotkun frekar en að leyfa fólkinu að ráða því sjálft, hvað það gerir við peningana. Niðurgreiðsla bensíns skilar fólki minni lífskjarabótum en jafngild- ur styrkur í beinhörðum pening- um myndi gera. Hægt væri að reiða fram sömu hjálp með því að leggja gjald á bensín til að hækka bensínverð heima fyrir upp í heimsmarkaðsverð og nota tekjurnar af gjaldinu til að lækka virðisaukaskatt og vöruverð á móti. Væri það gert, myndu fæst- ir nota allan muninn til að kaupa sér dýrara bensín, heldur myndi fólk þá heldur draga úr akstri, nota strætisvagna, ganga, búa nær vinnustöðum sínum og nota afganginn til að kaupa sér ýmis- legt annað. Væri niðurgreiðslan reidd fram með því að nota tekjurn- ar af bensíngjaldi til að efla heilbrigðisþjónustu og skóla- hald, væri niðurgreiðslu bensíns umbreytt í framlög til heilbrigð- is- og menntamála. Hvort tveggja er þarft og æskilegt, enda hefur almannavaldið brýnu hlutverki að gegna í heilbrigðis- og mennta- málum. Niðurgreiðsla bensíns er aftur á móti óþörf og óæski- leg, þar eð hún stuðlar að dreifðri byggð, kraðaki og mengun. Á réttri leið Nokkur olíulönd hafa látið sér segjast og hækkað olíuverð með gjaldheimtu til hagsbóta fyrir almenning. Til þess þurfti kjark. Í Nígeríu var lengi vel ekki við það komandi að hækka bensínverð, eða réttar sagt draga úr niðurgreiðslu bensíns. Yfirvöld óttuðust, að almenningur myndi mikla fyrir sér hækkun bensínverðs án þess að reikna með lífskjarabótinni, sem skynsamleg notkun bensín- gjaldsins gæti leitt af sér. Yfir- völdin tóku sér tak. Verð á bensín- lítra í Nígeríu hefur fjórfaldazt frá 1998 eins og í Indónesíu og er nú hærra en í Bandaríkjunum, en það er þó þriðjungi lægra en í Gönu í næsta nágrenni. Umferðin í Accra, höfuðborg Gönu, hefur alltaf verið léttari en í Lagos í Nígeríu, þar sem mikill fjöldi fólks þurfti að eyða tveim til þrem klukkustund- um á dag á lúshægri leið sinni til og frá vinnu eftir „hraðbrautum“ með fjórar eða fimm akreinar til hvorrar áttar. Bílarnir siluðust áfram á gamla bensínverðinu. Nú er umferðin greiðari. Það er fram- för. Rússar hafa þrefaldað bensín- verð við dæluna frá 1998. Bens- ínlítrinn þar austur frá kostar nú helmingi meira en í Bandaríkj- unum, en helmingi minna en hér heima. Lítrinn kostar nú (2008) tæpar 70 krónur í Bandaríkjun- um á móti röskum 200 krónum hér (2010). Í Mexíkó hefur bensín- verðið tvöfaldazt frá 1998. Í Alsír og við Persaflóa hefur bensín- verðið staðið í stað langt undir réttu verði. Íranar hafa sexfald- að bensínverðið hjá sér frá 2006. Engin vettlingatök þar. Hvað kostar bensínið? Þorvaldur Gylfason Prófessor Í DAG Niðurgreiðsla bensíns er aftur á móti óþörf og óæskileg, þar eð hún stuðlar að dreifðri byggð, kraðaki og mengun. Mjólkurmálið kallar á endurskoðun búvörulaga Þung rök hníga að því að það muni ekki duga til að breyta því frumvarpi sem nú liggur fyrir, eða fella það – einokun á mjólkurmarkaði mun ekki hverfa við það. Mér virðist því óhjákvæmilegt að nú verði farið í allsherj- ar endurskoðun á búvörulögunum að undangenginni nýrri stefnumótun þar sem hagsmunir neytenda verða metnir til jafns við aðra hagsmuni (að almannahagsmun- ir verði ekki túlkaðir sem hagsmunir bænda eingöngu), og að virtu atvinnufrelsi og jafnræðissjónarmiðum. Heildarendurskoðun getur tekið sinn tíma, og hún kallar að sjálfsögðu á víðtækt samráð. Í millitíðinni þarf að finna pólitíska lausn gagnvart því frumvarpi sem nú liggur fyrir og ná tímabundinni sátt í málinu. blog.eyjan.is/olinath Ólína Þorvarðardóttir Hvað hefði einkarekið fyrirtæki gert? Ætla má, vegna vinsælda Spaugstofunnar, að auglýs- ingatekjur sem af miklu áhorfi leiða, séu umtalsverðar. Það hljómar því ekki sem viðskiptaleg ákvörðun að slá Spaugstofuna af. Það er umhugsunarefni hvort einkarekin sjónvarps- stöð hefði hætt að sýna vinsælasta sjónvarpsþáttinn sinn vegna fyrirmæla um hagræðingu í rekstri. Ákvörðunin sýnist dæmigerð ákvörðun opinbers fyrirtækis sem slær af það sem vitað er að verður óvinsælast og veldur mestri óánægju og bera fyrir sig hagræðingarkröfu. Nema að sjónvarpsstjórinn sé gegnum tíðina búinn að fá slíkar kvartanir frá valdhöfum hvers tíma vegna þáttarins að honum þyki kjörið tækifærið að hætta við þáttinn, losna þar með við kvartanirnar og jafnvel þóknast valdhöfunum. doggpals.blog.is Dögg Pálsdóttir AF NETINU DUNLOP Fóðruð og heilsteypt með grófum sóla. Létt og hlý. Þola -20°C. thermal lined stígvél Verð: 6.800 kr. (Stærð: 19-28) Verð: 7.800 kr. (Stærð: 29-37) MÍMIR pollagalli - sett MÍMIR pollagalli - sett Flísfóðraður & vatnsheldur. Léttur og lipur. Flísfóðraður & vatnsheldur. Léttur og lipur. Verð: 11.500 kr. (Stærð: 86-116) Verð: 11.500 kr. (Stærð: 86-116) PU efni PU e fni PU efni NÝ SALATLÍNA FRÁ SÓMA SEM BYGGÐ ER Á LANGRI REYNSLU AF SAMLOKUGERÐ A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.