Fréttablaðið - 12.08.2010, Page 27

Fréttablaðið - 12.08.2010, Page 27
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 TÍSKUHÖNNUÐURINN MARC JACOBS mun líklega hanna tískulínu fyrir konur sem nota stærðina 14 og þar yfir. Hann yrði þá fyrsti hátískuhönnuðurinn sem þorir að taka þetta mikilvæga skref. SUMAR ÚTSALA Gerið gæða- og verðsamanburð 20-50% AFSLÁTTUR Lök, hlífðardýnur, sængurverasett, heilsukoddar, viðhaldskoddar, íslenskir PU leðurgaflar, náttborð, útlitsgallaðar dýnur og fleira. 6 mán aða vaxtal ausar greiðs lur SAGA Queen rúm, nú aðeins 129.900 ÞÓR Queen rúm, nú aðeins 149.900 Ný se nding SAGA OG ÞÓR Hágæða heilsudýnur VALHÖLL/FREYJA Góð rúm á frábæru verði Ný sending Queen rúm, nú aðeins kr. 99.900Queen rúm nú aðeins kr. 179.900 Verðhrun í stórum stöfum Í minni stöfum minnst 60% afsláttur VERÐ- HRUN 60–80% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM OG SKÓM Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is ÚTSALA www.gabor.is Sérverslun með „Ég er í Cheap Monday-buxum og köflóttri, gulri og svartri skyrtu yfir Bítlabol,“ segir menntaskóla- neminn Þorgerður Edda Eiríks- dóttir sem segist halda talsvert mikið upp á Bítlana. „Ég get alveg sagt að þetta séu svolítil uppá- haldsföt. Mér finnst þessi skyrta líka þægileg og bolurinn flottur.“ En hvernig myndirðu lýsa stíln- um þínum? „Hann er afslappað- ur, svolítið „vintage“ og rokkaður núna upp á síðkastið,“ segir Þor- gerður og bætir við að hún breyti oft um stíl. „Ég er ekkert endilega föst í einhverjum ákveðnum stíl. Ég á tímabil þar sem ég er bara í blómapeysum og núna er smá rokktímabil.“ Þorgerður segist fylgjast mikið með tísku. „Já, mér finnst mjög gaman að fylgjast með og ég skoða blöð og tískusíður,“ upplýsir Þor- gerður sem segir talsverðan tíma fara í áhugamálið. Hún segir áhug- ann þó hafa aukist eftir að hún byrjaði í framhaldsskóla en hún gengur í Menntaskólann í Reykja- vík. „Það eru allir svo fínir í skól- anum svo það er gaman að vera fínn. Stelpur mæta alltaf í kjól og háhæluðum skóm en í grunnskóla mættu þær oftast í einhverjum joggingbuxum og hettupeysu.“ Þorgerður fór í enskuskóla til Englands í tvær vikur í sumar. Hvernig finnst þér munurinn á tískunni í Englandi og hér heima? „Það er ekki alveg sama tískan. Þeim fannst fötin sem við göngum í mjög skrýtin,“ segir Þorgerður og útskýrir það nánar: „Þau voru oft að spyrja okkur um plastskóna sem eru vinsælir hér heima en þar var enginn í svoleiðis skóm. Allir bresku krakkarnir sem við sáum voru líka alltaf í skólabúningi.“ martaf@frettabladid.is Bretarnir í skólabúningi Þorgerður Edda Eiríksdóttir segist ganga í gegnum mismunandi tískutímabil og er ekki föst í einum stíl. Henni finnst stelpurnar í Menntaskólanum í Reykjavík vel til hafðar og finnst því gaman að vera fín þar. Þorgerður Edda Eiríksdóttir er í Bítlabol undir köflóttu skyrtunni en hún segist halda mikið upp á hljómsveitina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.