Fréttablaðið - 12.08.2010, Side 30
12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR4
Hönnunarverslunin Origami var
opnuð á Akranesi hinn 17. júní
síðastliðinn og fékk strax góðar
viðtökur frá bæjarbúum, raunar
svo góðar að verslunin tæmdist á
fyrsta degi. „Okkur þótti viðeig-
andi að opna á þjóðhátíðardag-
inn enda eingöngu með íslenska
hönnun í versluninni. Fólk var í
fríi, hafði tíma til að líta við og
búðin fylltist af fólki,“ segir Guð-
munda Sjöfn Magnúsdóttir, annar
eigandi verslunarinnar. Þar fást
föt sem hún og Tinna Rós hanna
undir nafninu Topi di pelo, ásamt
íslensku skarti og fylgihlutum sem
þær eru með í umboðssölu fyrir
aðra hönnuði. Þá eru þær með
saumaþjónustu og taka að sér alls
kyns saumaskap og viðgerðir.
Þær Guðmunda og Tinna Rós
fóru að vinna saman fyrir um það
bil ári en fóru varlega af stað. „Við
vorum báðar atvinnulausar og
byrjuðum á því að sauma upp úr
gömlum fötum þar sem við höfð-
um ekki úr öðru að moða,“ segir
Guðmunda sem er með sveins-
próf í kjólasaumi. Úr urðu þrenns
konar bolir sem ganga undir nöfn-
unum nippon, origami og sun rise.
„Þetta eru eins konar bútabolir og
við byrjuðum á því að hengja þá
upp á vegg í kaffihúsinu Skrúð-
garðinum hér á Akranesi. Það
vakti lukku og þeir seldust vel. Í
kjölfarið stofnuðum við Facebook-
síðu og fórum að bæta við okkur
hettupeysum, kjólum og leggings.
Síðar fórum við á frumkvöðla-
námskeið hjá Vinnumálastofnun
og fengum meðal annars aðstoð
við að gera viðskiptaáætlun og
ákváðum í kjölfarið að opna búð.
Nú notum við ný og gömul efni í
bland og erum þegar farnar að
leita að umboðsaðilum fyrir merk-
ið okkar í Reykjavík og víðar.“
Þær Guðmunda og Tinna eru
sífellt að prófa sig áfram með
nýja hluti og í kvöld milli 20 og
22 verða þær með kynningu á sér-
stökum brjóstagjafarpeysum.
vera@frettabladid.is
Byrjuðu á bútabolum
Þær Guðmunda Sjöfn Magnúsdóttir og Tinna Rós Þorsteinsdóttir opnuðu hönnunarverslunina Origami á
Akranesi fyrir skemmstu. Þær taka líka að sér saumaskap og hefur verið tekið fagnandi á Skaganum.
Þær Guðmunda og Tinna byrjuðu á því
að sauma boli upp úr gömlum efnum.
Í versluninni fást kjólar, bolir, leggings,
hettupeysur og skart.
Coco Chanel kom á árunum 1920 til 1930 með prjónaefni (jersey)
á markað en það hafði áður verið notað í sportfatnað og herra-
undirfatnað. Nýtt orð var haft yfir þennan stíl, nýfátækt eða fátæk-
legi lúxusinn.
Tíska aldanna
Tinna Rós og Guð-
munda Sjöfn fóru
hægt af stað en eru
nú sífellt að auka við
úrvalið.
M eirapró f
U p p lýsin gar o g in n ritun
í s ím a 5670300
NÝTT NÁMSKEIÐ HEFST 25/8
Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465
www.belladonna.is
Flott föt fyrir flottar konur, Stærðir 40-60.
50%
AUKA- AF
SLÁTTUR
af útsölu
vörum
(reiknas
t við kas
sa)
ÚTSALAN
ENN Í FULLUM GANGI
30%-50%
afsláttur af útsöluvörum
1.990 • 3.990 • 4.990 • 5.990
AÐEINS FJÖGUR
VERÐ Í BÚÐINNI
50—70%
AFSLÁTTUR
NÝ SENDING AF
SKOKKUM
BEINT Á ÚTSÖLUNA
Sími 534 0073
Erum með opið á lau. kl. 11—16
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
· Tekur 12 Kg · Hljóðlát
· Stórt op > auðvelt að hlaða
· Sparneytin
12 kg
Þvottavél
og þurrkari