Fréttablaðið - 12.08.2010, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010
HP dv6-2155
WE029EA
15.6” HD LED Brightview (1366x768)
Intel Core i5 430M
4GB
640GB 5400 rpm
1GB skjákort, NVIDIA GeForce™ GT 230M
2ja ára HP ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu.
219.900
HP dm3-1125
VX850EA
13,3” HD LED Brightview (1366x768)
AMD Athlon Neo X2 Dual Core Ultrathin L335
4 GB
500 GB 7200 rpm
512 MB skjákort, ATI Mobility Radeon™ HD 4330
2ja ára HP ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu.
159.900
Tegund
Vörunúmer
Skjár
Örgjörvi
Vinnsluminni
Harður diskur
Skjákort/stýring
Ábyrgð
HP dv6-2133
WJ241EA
15.6” HD LED Brightview (1366x768)
AMD Athlon II Dual Core M320
4 GB
500 GB 7200 rpm
1GB skjákort, ATI Radeon™ HD 4650
2ja ára HP ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu.
159.900
Tegund
Vörunúmer
Skjár
Örgjörvi
Vinnsluminni
Harður diskur
Ábyrgð
Tegund
Vörunúmer
Skjár
Örgjörvi
Vinnsluminni
Harður diskur
Ábyrgð
OK-búðin opnaði á vormán-
uðum en þar er að finna breitt
vöruúrval í stílhreinu um-
hverfi.
Opin kerfi opnuðu nýja verslun í
húsnæði félagsins að Höfðabakka
9 í maí og fékk hún nafnið OK
búðin. Hún er liður í þeirri stefnu-
mörkun félagsins að leggja aukna
áherslu á einstaklingsmarkað, við
hlið hins hefðbundna reksturs þar
sem áhersla hefur verið á sölu og
þjónustu við fyrirtæki og stofn-
anir. Viðtökurnar hafa verið fram-
ar vonum.
„Þetta er tölvubúð einstaklings-
ins og fagmannsins enda erum við
með all frá heimilis- og skólatölv-
um upp í kröftugar fyrirtækja- og
grafíkvinnslutölvur,“ segir Sævar
Haukdal, viðskiptastjóri neyt-
endavöru hjá Opnum kerfum. „Við
leggjum höfuðáherslu á tölvubún-
að og prentara frá HP. Því til við-
bótar bjóðum við tölvu- og hugbún-
að og fylgihluti frá Apple, Cisco
og Microsoft“. Sævar segir mikla
áherslu lagða á tilbúinn notenda-
búnað en síður á ósamsettar vörur
en þannig er rekstraröryggi bún-
aðarins betur tryggt.“
Verslunin er stílhrein og öll
hin glæsilegasta og tók hönnun
hennar mið af því sem þekkist
hjá HP, Apple og Microsoft enda
rík áhersla á upplifun viðskipta-
vinarins. Sævar segir að ákveðið
hafi verið að opna á tiltölulega ró-
legum tíma og fara hægt af stað
en að það hafi í raun verið brjálað
að gera allt frá fyrsta degi. Eru
Íslendingar ekki líka sérsaklega
tölvuvædd þjóð? „Jú en auk þess
hefur HP-vörumerkið skapað sér
virtan sess og um leið og það er
gert sýnilegra tekur fólk við sér.“
Sævar á von á því að mikið verði
um að vera næstu vikurnar enda
skólavertíðin að hefjast. „Þetta er
stærsti einstaki sölutíminn á far-
tölvum enda mikið um að fram-
halds- og háskólanemar kaupi þær
fyrir skólann. Þá erum við með
mikið úrval af prenturum og öðru
sem kemur skólafólki vel.“
Íslendingar eru mjög
fljótir að taka við sér
Verslunin er stílhrein og er rík áhersla lögð á upplifun viðskiptavina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Samhliða því að reka OK búðina reka Opin kerfi einn-
ig vefverslunina www.okbudin.is. Þar er hægt að nálg-
ast alla vöruflokka og vöruúrval búðarinnar á auð-
veldan hátt, bera saman vörur, ganga frá pöntun og
fá vörurnar sendar heim að dyrum. Á www.okbudin.
is má sjá yfirlit yfir tilboð sem eru í gangi á hverjum
tíma, nýjar vörur og það sem fréttnæmt er. Sækja má
vörur beint á lager Opinna kerfa að Höfðabakka 9 eða
fá þær sendar heim. Heimsending með Íslandspósti er
kaupanda að kostnaðarlausu ef pantað er fyrir 7.500
kr. eða meira. Pöntunum af landsbyggðinni er komið
daglega til flutningsaðila.
Vefverslunin www.okbudin.is er einnig þjónustuvef-
ur þar sem viðskiptavinir geta nálgast ýmsar upp-
lýsingar um viðskipti sín við búðina, yfirlit yfir pant-
anir og tilboð, afrit af reikningum, þjónustubeiðnir
og fleira.
Vefurinn er í stöðugri þróun. Nýjum eiginleikum er
bætt við reglulega og nýlega var útlit vefjarins fært í
nútímalegra horf og aðgengi hans bætt til muna. Við
hvetjum alla til að kynna sér vefinn á www.okbudin.
is. Það kostar ekkert að skrá sig og byrja að skoða!
www.okbudin.is: Einföld og
þægileg leið til að versla
Á www.okbudin.is er hægt að nálgast alla vöruflokka og vöru-
úrval búðarinnar á auðveldan hátt.