Fréttablaðið - 12.08.2010, Page 37
jazzhátíð reykjavíkur ●FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 3
Básúnunni verður gert hátt
undir höfði á Jazzhátíð Reykja-
víkur í ár.
Innan jazzins hefðu saxófónninn
og trompetinn líklega vinninginn
ef kosið væri um vinsælasta blást-
urshljóðfærið. Það er ekki gott að
segja hvað veldur en ekki er ólík-
legt að hinar sérkennilegu sleða-
ferðir sem einn básúnuleikari
þarf að leggja í til að ná lagi
spili þar inn í. Ótrúleg
hönnun að þurfa að
breyta í sífellu stærð
hljóðfærisins. En í stað-
inn býr básúnan yfir
sérstökum galdri og túlk-
unarmöguleikum. Og
einmitt vegna sleð-
ans og hversu
myndræn túlk-
un básúnu-
leikarans er
hrífst maður
kannski ein-
mitt frek-
ar af góðum
básúnuleik-
ara en trompetleikara sem hreyf-
ir einungis fingurna. Þó vitum við
að vinna brassleikara yfirleitt fer
aðallega fram með vörunum.
Básúnuleikarar eru þungamiðja
í hverri hljómsveit, hvort sem um
er að ræða jazzhljómsveit eða sin-
fóníuhljómsveit. Þar sitja íhugulir
tónlistarmenn sem geta litað hvað
hljóm sem er á einstakan máta.
Og þeir geta líka haft ótrúlega
hátt. Það er t.d. mikilvæg regla
að biðja básúnuleikara aldrei að
spila sterkar. Það getur beinlín-
is verið hættulegt.
Algengt er að hljóm-
sveitarstjórar og útsetjar-
ar komi úr röðum básúnuleik-
ara. Hvað veldur er ekki gott að
segja en kannski er hlut-
verk básúnuleikar-
ans í hljómsveit-
artónlist almennt
betur fallið til
að öðlast yfir-
sýn yfir heild-
armyndina af
hljómsveitinni
en önnur hlut-
verk. Tveir ís-
lenskir bás-
únuleikarar
verða áberandi
á Jazzhátíð
Reykjavíkur. Samúel Jón Samú-
elsson fer fyrir eigin stórsveit og
einnig hljómsveitinni Jagúar, en
Samúel er meðal mikilvirkustu
blásara íslenska tónlistarífsins um
þessar mundir. Björn R. Einarsson
er af annari kynslóð básúnuleikara
og verður blásið (bókstaflega) til
hyllingar á þessum merka tónlist-
armanni og hljómsveitarstjóra í
Kirkju óháða safnaðarins sunnu-
daginn 22. ágúst.
Og eins og til að setja básúnu-
punktinn yfir i-ið, eða sleðann í
skemmtilega stöðu hefur Jazz-
hátíð boðið einum áhugaverðasta
básúnuleikara Evrópujazzins til
landsins. Nils Wogram kemur
fram ásamt Nostalgia tríói sínu
föstudaginn 26. ágúst. Wogram er
þrátt fyrir ungan aldur margverð-
launaður tónlistarmaður. Hann hóf
nám í básúnuleik í heimabæ sínum
Braunschweig í Þýskalandi tólf
ára gamall og var farinn að spila
með jazzhljómsveit unga fólksins í
Neðra-Saxlandi sextán ára. Sautj-
án ára gamall vann hann til fyrstu
verðlauna fyrir einleik á básúnu í
keppninni „Jugend musiziert“ og
gekk í framhaldi af því til liðs við
þjóðarjazzhljómsveit Þýskalands
undir stjórn Peters Herbolzheim-
er.
Merkishljóðfærið básúnan
Meðal þeirra sem heimsækja Ís-
land á Jazzhátíð Reykjavíkur 2010
er píanistinn Don Randi og hljóm-
sveit hans Quest, sem kemur hing-
að fyrir tilstuðlan Geirs Ólafsson-
ar sem ætlar að bjóða upp á mikla
stórsýningu á Broadway laugar-
dagskvöldið 14. ágúst í samstarfi
við Jazzhátíð Reykjavíkur. Þar
verða meðal annarra söngvararn-
ir Ragnar Bjarnason, Egill Ólafs-
son og Kristján Jóhannsson gestir
Geirs, sem hyggst gera kvikmynd
um viðburðinn.
Don Randi hefur verið stórveldi
í stúdíóum Hollywood í áratugi
og þeir listamenn sem hafa notið
krafta hans eru Beach Boys, Frank
Sinatra og Michael Jackson svo að
fjölhæfni Randis er einstök. Hann
var líka í hópi tónlistarmanna sem
helstu upptökustjórar vestanhafs
voru með á sínum snærum á sjö-
unda áratugnum og gengu undir
nafninu Wrecking Crew en þeir
lutu stjórn manna á borð við Phil
Spector.
Björn Thoroddsen var við nám
og störf í Los Angeles á sínum
tíma og lá því beinast við að spyrja
Björn hvort hann þekkti kallinn?
„Þegar ég var úti var Don Randi
vel kynntur og í slagtogi með stóru
köllunum. Namedroppið getur
verið allur ameríski listinn alveg
frá Zappa til Lindu Ronstadt. Don
er alvöru tónlistarmaður og er einn
af stofnendum þekktustu klúbb-
anna í L.A. til dæmis Big Potatos.
Hann er einn af fyrstu sem spil-
aði fusion í denn. Það má segja að
við höfum verið með helstu frum-
kvöðla fusion-tónlistarinnar á
okkar Jazzhátíðum, þá Don Randy
og Larry Coryell. Hann verður ör-
ugglega með flott lið í bandinu. Ég
veit allavega um trommarann Tom
Brechtlein sem er heitur í Banda-
ríkjunum í dag.“
Björn kemur sjálfur fram á
Jazzhátíð Reykjavíkur með hinu
rómaða akústíska jazztríói Guit-
ar Islandcio á tveimur tónleikum
á Café Rósenberg og ætlar ekki að
sitja heima þar fyrir utan.
„Ég ætla að sjá eins mikið og ég
get. Django Bates og Don Randi
ætla ég ekki að missa af og mun
surfa á milli staða meðan ég er
ekki sjálfur að spila.“
Frá Hollywood
til Reykjavíkur
Það hefur löngum verið sagt að jazzpíanótríóið sé
hreinasta form jazzins. Hliðstæða við strengjakvart-
ett sígildrar tónlistar. Pétur Östlund lét hafa eftir sér
að tvær eftirlætis hljómsveitartegundir hans væru
stórsveitin og píanótríóið. Ástæðan væri einföld: Í
tríóinu væru hljóðfæraleikarar svo fáir að þeir yrðu
að vinna vel saman og í stórsveitinni væru þeir svo
margir að þeir yrðu að vinna vel saman.
Píanistar á jazzhátíð ársins eru fjölmargir og
koma fram í mörgum mismunandi kringumstæð-
um. Django Bates spilar bæði einn og í tríói. Slíkt
hið sama gerir franski píanistinn Jean Marie Mach-
ado sem föstudaginn 21. ágúst leiðir nokkra íslenska
kollega sína í gegnum lögin sín eftir einleikshluta
tónleika sinna í Þjóðmenningarhúsi. Sama kvöld
verður Stórsveit Reykjavíkur í Norræna húsinu
undir stjórn þýska píanistans og tónskáldsins Mariu
Baptist.
Annar þýskur píanisti, Achim Kaufman, verður
að störfum ásamt Valdimari Kolbeini Sigurjónssyni
og ameríska trommaranum Jim Black þriðjudaginn
17. ágúst.
Þá eru ótalin þau Sunna Gunnlaugsdóttir, Agnar
Már Magnússon, Ástvaldur Traustason og Kristján
Tryggvi Martinsson sem öll koma fram með eigin
tónlist og annarra á Jazzhátíð ársins.
Af öðrum stórsveitum má nefna stórsveit Sam-
úels J. Samúelssonar sem heldur tónleika á Venue
24. ágúst og svo má ekki gleyma BigBanG stórsveit
núverandi og fyrrverandi nemenda tónlistarskóla
Seltjarnarness sem ætlar (ef veður leyfir) að leika
fyrir okkur á Ingólfstorgi laugardaginn 28. ágúst.
Minnsta stórsveitin eða stærsta smásveitin á
Jazzhátíð Reykjavíkur er án efa hin rómaða belg-
íska lúðrasveit La Fanfare du BelgistaN. Þó lúðra-
þyturinn komi frá uppdiktuðu héraði í austurhluta
Belgíu er enginn skáldskapur að þessi hópur fimm
blásara og tveggja slagverksmanna skilar óbrengl-
uðum BelgistaN-hljómnum til heimsbyggðarinn-
ar. Djöfullegir dansar, villtir og dularfullir ryþ-
mar í bland við dáleiðandi laglínurnar æra jafnt þá
sem aðhyllast arabíska-, sígauna- eða jazzmúsík.
Sérviskulegt hljóðfæravalið ýtir enn frekar undir
svimandi hamingjusaman trans. Leitið þá uppi á
Jazzhátíð Reykjavíkur en þess má geta að þeir ætla
líka að heimsækja höfuðstað Norðurlands og leika á
Græna hattinum 26. ágúst.
Stórar og litlar hljómsveitir
Það verður varla haldin jazzhátíð
án söngs þó að jazzlistin sé ekki
síður instrumental. Söngvarar
hafa í gegnum tíðina tileinkað sér
tækni blásaranna sem í staðinn
hafa gjarnan hermt eftir söngvur-
um við hendingamótun og túlkun.
Margir feikimagnaðir söngvarar
hafa heimsótt okkur í gegnum tíð-
ina og má þar nefna Theo Bleck-
man, sem hélt ógleymanlega tón-
leika í Fríkirkjunni 2008, Kurt
Elling, New York Voices og Jon
Hendricks.
Söngvarar Jazzhátíðar Reykja-
víkur 2010 koma úr ýmsum áttum.
Það er okkar eigið fólk sem heldur
uppi merkjum jazzsöngsins þetta
árið. Kristjana Stefánsdóttir heiðr-
ar hefðina í Gerðubergi með tón-
leikum og söngnámskeiði. Kristj-
ana kemur einnig við sögu sem
gestur þegar píanistinn Agnar
Már Magnússon hyllir stórpíanist-
ann Bill Evans, en þar verða líka
Ragnheiður Gröndal og Ragnar
Bjarnason. Martin Roy Wade er
eini erlendi gesturinn úr söng-
heimum þetta árið og syngur með
Sveiflusextetti Hauks Gröndal.
Ekki má þó gleyma níu söngkonum
úr IKI-hópnum sem ætla að bjóða
upp á spennandi raddsprengjur á
óvenjulegum stöðum. Þetta eru
ungar söngkonur frá Norðurlönd-
unum. Ellen Kristjánsdóttir býður
upp á nýtt prógram á Sódómu og
annars staðar er fjallað um stór-
sýningu á Broadway. Þá eru ótald-
ar Hrund Ósk Árnadóttir sem hyll-
ir Billie Holiday og Stina August
sem er búsett í Kanada en kemur
fram með nokkrum okkar bestu
jazzleikara. Svo má ekki gleyma
Moses Hightower sem syngja blíð-
lega en jafnframt karlmannlega ís-
lenskan ryþmablús.
Söngvarar á Jazzhátíð
Básúnuleikarinn Nils Wogram kemur fram ásamt Nostalgia tríói sínu. Björn R. Einarsson verður hylltur í Kirkju
óháða safnaðarins 22. ágúst.
Don Randi með Geir Ólafs og fleirum sem spila á Broadway á laugardagskvöldið.
Kristjana Stefánsdóttir verður með tón-
leika og söngnámskeið í Gerðubergi.
Samúel Jón
Samúelsson
fer fyrir eigin
stórsveit.
La Fanfare du BelgistaN er belgísk lúðrasveit.