Fréttablaðið - 12.08.2010, Page 40
12. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● tölvur
golla
í skólann!
Þú færð golla töskurnar um allt land!
Það borgar sig að fara sér hægt
þegar kaupa á tölvu því margt
þarf að hafa í huga svo kaupin
verði farsæl.
„Áður en tölvukaup fara fram þarf
notandinn fyrst og fremst að gera
sér grein fyrir í hvað hann ætlar
að nota tölvuna. Flestir nota tölv-
ur sínar samhliða til heimabrúks,
náms og vinnu og því mikilvægt
að vinnsluminnið sé gott. Ef setja
á inn ljósmyndir og vídeó, ásamt
því að horfa á kvikmyndir, er lág-
mark að tölvan búi yfir 4 gíga-
bæta vinnsluminni. Á tilboð-
um má oft sjá tölvur með eins til
tveggja gígabæta minni, en slíkt
dugar aðeins ef menn ætla sér að
vera bara í ritvinnslu,“ segir Sig-
urður Haraldsson, kerfisstjóri hjá
Fjármálaeftirlitinu og tölvukenn-
ari hjá Tölvuskólanum iSoft.
„Skjáupplausn þarf einnig að
vera góð. Ef hún er lítil getur
verið mjög pirrandi að skoða ljós-
myndir og horfa á kvikmyndir,
og leiðigjarnt að þurfa að skrolla
langt niður til að lesa fréttasíð-
urnar. Í dag gegna tölvur einn-
ig félagslegu hlutverki og mikil-
vægt að kynna sér líka vel upp-
lausn vefmyndavéla og hljóðnema
áður en kaupin fara fram,“ segir
Sigurður og bætir við að gott sé
að athuga hvort skjákort tölvunn-
ar sé með sér vinnsluminni svo
það eyði ekki vinnsluminni tölv-
unnar.
„Diskapláss skiptir einnig máli
og gott að hafa sæmilega stóran
harðan disk, en á honum geymir
maður öll gögn tölvunnar. Í dag
eru þó flakkarar orðnir tiltölulega
ódýrir og auðvelt að flytja gögn
á milli. Þá er stærð örgjafa líka
mikilvæg og alltaf betra þegar
örgjafi er með tveimur kjörnum
(Dual Core), en langflestar tölvur
eru búnar slíkum búnaði í dag.“
Sigurður segir að með kaupum
á viðurkenndum merkjum tryggi
kaupandinn sér endingarbetri
vöru og betri þjónustu.
„Að síðustu skal nefna endingu
batterís sem skiptir miklu ef fólk
ætlar sér að vera með tölvuna á
ferð og flugi. Tíminn líður hratt
í tölvunni og lágmark að batterí
þoli minnst fjóra til fimm tíma í
vinnslu. Þá fylgir flestum tölv-
um Windows 7 Home-stýrikerf-
ið, en sumir skólar gera kröfu um
Windows 7 Professional og þurfa
nemendur að gera sér grein fyrir
því áður en þeir festa kaup á nýrri
tölvu.“ - þlg
Farsælast að
vanda valið
Sigurður Haraldsson er kerfisstjóri hjá FME og tölvukennari hjá Tölvuskólanum iSoft.
Hann hefur víðtæka þekkingu og reynslu af tölvum og tölvunotkun nemenda sem
og fyrirtækja og starfaði árum saman sem kerfisstjóri Menntaskólans við Hamrahlíð.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Samkomulag um að afstýra banni
á Blackberry-símanum í Sádi-Ar-
abíu er í augsýn. Breska ríkisút-
varpið hefur þetta eftir þarlendum
embættismönnum.
Sádi-Arabía ætlaði að banna
símann síðasta föstudag vegna
þess að hann sendir dulkóðuð
skilaboð sem ekki er hægt að fylgj-
ast með. Embættismenn sögðu að
samkomulagið fælist í því að land-
ið hefði aðgang að kerfi sem réði
dulmálið.
Líklegt er að sérstakur netþjónn
verði settur upp í landinu sem
hluti af samkomulaginu. Þarlend-
ur embættismaður sagði að verið
væri að kanna hvernig þess hátt-
ar netþjónn myndi virka.
Tilkynnt var um að þjónustu-
starfsemi við Blackberry hefði
legið niðri í nokkrar klukkustundir
á föstudag en um 700 þúsund not-
endur Blackberry eru í Sádi-Arab-
íu. - mmf
Samkomulag í augsýn
Um 700 þúsund notendur Blackberry
eru í Sádi-Arabíu.
Venjulegt fólk getur verið betra
í sumum tímafrekum verkefnum
sem nauðsynlegt er að rannsaka
heldur en ofurtölvur samkvæmt
nýrri rannsókn.
Í rannsókninni, sem birt var í
blaðinu Nature, var venjulegt fólk
betra en tölvuforrit gert af vís-
indamönnum í að finna út lögun
flókinna próteina. Í mörgum fræði-
greinum eru vísindamenn farnir
að láta venjulegt fólk með nægan
tíma vinna erfiðisvinnu þeirra með
góðum árangri. Í grein Nature lék
fólk leikinn Foldit sem gengur út á
að byggja upp flókin prótein í þrí-
vídd en þurfa ekki að þekkja nokk-
uð til raungreina. Leikmenn höfðu
betur en tölvan í fimm af tíu skipt-
um en tölvan sigraði tvisvar sinn-
um. David Baker, sem hannaði
leikinn, þótti mikið til leikmann-
anna koma. - mmf
Venjulegt fólk
sigrar tölvuna
Þrátt fyrir að tölvur hafi sigrað manns-
hugann í skák er ekki þar með sagt að
svo sé á öllum sviðum. NORDICPHOTOS/GETTY
● ÞRÁÐLAUSAR TÖLVUR Í FRAMTÍÐINNI
Í lok júlí samþykktu Samtök
um þráðlaust rafmagn staðal
sem kallast Qi fyrir þráðlausa
rafmagnshleðslu tækja sem
nota upp undir fimm vött af
orku. Staðallinn er upphafið
að þróun sem gæti leitt til
þráðlausrar hleðslu rafmagns
fyrir fartölvur með tímanum.
Í ágúst fengu samtökin svo
vottun fyrir þjónustu um
þráðlausa hleðslu sem
þýðir að nú geta fyrirtæki
hafið þróun og sölu vara
með Qi merki á. Samtök-
in taka þó fram að staðall er
ekki nóg til að gera viðskiptavini ánægða.
Á komandi dögum munu samtökin hefja prófanir á þjónustunni sem
þýðir að fyrstu vörur sem styðja staðalinn munu koma á markað í haust.
- mmf