Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 12. ágúst 2010 43 KÖRFUBOLTI Shaquille O´Neal hefur skrifað undir tveggja ára samning við Boston Celtics. Árin tvö verða þau síðustu á litríkum ferli Shaq sem hófst hjá Orlando Magic. Miðherjinn stóri hefur þegar unnið fjóra NBA-meistaratitla og hann vonast til þess að ljúka ferlinum með titli hjá Celtics. „Þegar ég kom í deildina á sínum tíma þá ætlaði ég að keppa við Bill Russell um titla. Ég mun ekki ná því en það væri gaman að ná helm- ingnum af því sem hann náði,“ sagði Shaq en Russell vann ellefu titla á sínum tíma. Shaq hefur verið duglegur að flakka á milli liða á síðustu árum en hann lék með Cleveland í fyrra og tókst ekki að færa LeBron titil eins og takmarkið var. „Er ég enn jafn hungraður? Svo sannarlega. Ég er ekki til í að eyða mínum tíma né annarra í vitleysu. Þegar allt kemur til alls snýst þetta um að vinna,“ sagði Shaq. Tröllið fær 1,3 milljónir dollara á ári hjá Celtics en hann var upprunalega að leita að samningi sem myndi færa honum allt að 10 milljónir dollara. Á endanum gaf hann þann draum upp á bátinn og leikur fyrir mun minni pening hjá Boston. Þjálfari liðsins, Doc Rivers, segir að Shaq muni ekki fá að spila 30 mínútur í leik. Aðeins 20-25 og Shaq var sáttur við það. „Ég veit að ég á bara 730 daga eftir á ferlin- um og ég vil enda ferilinn með strákum sem vilja vinna titla. Þetta var gott lið án mín og ég vonast til að gera það enn sterkara,“ bætti Shaq við. Forráðamenn Boston segja að Shaq muni styrkja liðið mikið þó svo hann sé ekki sami leikmaðurinn og hann var. - hbg NÚMER 36 Shaq er hér með Doc Rivers, þjálfara Boston. FÓTBOLTI Margrét Lára Viðars- dóttir lifir enn í voninni um að ná hinum mikilvæga lands- leik Íslands og Fraklands í und- ankeppni HM sem fer fram á Laugardalsvelli á menningarnótt eftir rúma viku. Margrét Lára hefur glímt við erfið meiðsli og missti meðal ann- ars af síðasta landsleik. „Margrét Lára er ekki hundrað prósent og það er alveg óvíst hvort hún spil- ar á sunnudaginn. Við stefnum á að láta á það reyna. Hún hefur ekki snert bolta í nokkrar vikur,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, en hún er ekki alltof bjartsýn á þróun mála hjá landsliðsframherjanum. „Þetta er erfitt fyrir hana því hún er að hugsa mikið um þenn- an landsleik. Hún veit það samt að hún þarf að reyna að komast í gegnum þennan leik á sunnudag- inn ef hún ætlar að eiga mögu- leika á að spila þar. Þetta er því svolítið próf fyrir landsleikinn,“ sagði Elísabet um leikinn hjá Kristianstad á móti Tyresö á sunnudaginn. - óój Margrét Lára Viðarsdóttir: Reynir að spila á sunnudag MEIDD Margrét Lára sinnir aðdáendum landsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SUND Jakob Jóhann Sveinsson, bringusundsmaður úr Ægi, náði fjórtánda besta tímanum í undan- úrslitum 200 metra bringusunds sem fram fór í gær á Evrópu- meistaramóti í Ungverjalandi. Jakob bætti tíma sinn frá því í undanrásunum í morgun og hækkaði sig um eitt sæti. Jakob Jóhann synti á 2:13.48 mínútunum í undanúrslitunum en síðasti maður inn í átta manna úrslit synti á 2:12.11. Íslandsmet Jakobs er síðan í Róm í fyrra þegar hann synti á 2:12.39 mínútum en það var áður en sundbúning- arnir voru bannaðir. Jakob varð í 18. sæti í 100 metra bringsundi og hann á síðan eftir að keppa í 50 metra bringu- sundi á mótinu en það fer fram á föstudaginn. - óój Jakob Jóhann Sveinsson: Fjórtándi í 200 metra bringu Boston Celtics nældi sér í tröllið Shaquille O´Neal fyrir lítinn pening en sá stóri ætlar sér titil í Boston: Shaq klárar ferilinn hjá Boston Celtics FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? BETRA VERÐ Í MÚRBÚÐINNI Gott verð fyrir alla - alltaf! Rakaþéttikvoða 7 kg 4.995 kr.Flex flísalím 25 kg 3.350 kr. Reykjavík Klettháls 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 9-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14 Akureyri Furuvellir 15. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14 Húsavík Garðarsbraut 50. FLÚÐUM VEMAR handlaugartæki 3.975 Salerni með stút í gólf og setu 19.900 Gólfflísar 33x33cm 1.650 kr. pr. m2 8.3 mm Plastparket, beyki 1220x195x8.3mm 1.275 kr. pr. m2 Rakaþolplast, verð aðeins 13.490 kr. pr. 100m2 rúlla. Vottuð vara! Rakavarnar- og byggingaplast Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is - Í öll anddyri - Hvaða stærð sem er - Afgreidd á 2 dögum • •B U R S TA G E R Ð I N ÍS L E N S K U R I Ð N A Ð U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.