Fréttablaðið - 12.08.2010, Síða 64
44 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
Laugardalsvöllur, áhorf.: 3327
Ísland Liechtenstein
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 9–4 (4–1)
Varin skot Árni 0 – Bicer 3
Horn 5–4
Aukaspyrnur fengnar 23–14
Rangstöður 1–2
Ísland (4-3-3): Árni Gautur Arason,
Grétar Rafn Steinsson, (74., Arnór Sveinn
Aðalsteinsson), Sölvi Geir Ottesen, (49.,
Ragnar Sigurðsson), Kristján Örn Sigurðsson,
Indriði Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson
(65., Guðmundur Kristjánsson), Ólafur Ingi
Skúlason, (77., Matthías Vilhjálmsson),
Eiður Smári Guðjohnsen (65., Veigar Páll
Gunnarsson), Arnór Smárason (84., Ólafur
Páll Snorrason), Rúrik Gíslason, Heiðar
Helguson.
1-0 Rúrik Gíslason (20.)
1-1 Michael Stocklasa (69.)
1-1
Anthony Buttimer, Írland.
Vináttulandsleikir:
Bandaríkin-Brasilía 0-2
- Neymar, Pato.
Suður Kórea-Nígería 2-1
Y. Bit-Garam og C.H. Jin - P. Odemwingie.
Finnland-Belgía 1-0
Vincent Kompany, sjálfsmark.
Svíþjóð-Skotland 3-0
Zlatan Ibrahimovic, Emir Bajrami og Ola Toivonen.
Úkraína-Holland 1-1
O. Aliyev - J. Lens.
Danmörk-Þýskaland 2-2
D. Rommendahl, M. Junker - M. Gomez, P. Helmes.
Svartfjallaland-Norður-Írland 2-0
R. Dalovic 2.
Írland-Argentína 0-1
Angel Di Maria.
England-Ungverjaland 1-2
Jagielka sjálfsmark, Gerrard 2.
Noregur-Frakkland 2-1
Erik Huseklepp 2 - Hatem Ben Arfa.
Mexíkó-Spánn 1-1
Javier Hernandez - David Silva.
ÚRSLIT
Kr. 86.900 Aguamarina
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með
1 svefnherbergi í 11 nætur. Verð m.v. 2 í studio kr. 109.980.- á
mann. Sértilboð 17. ágúst.
Ótrúleg kjör!
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum í spennandi
sumarleyfi sferðir til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar
Íslendinga, Costa del Sol. Fjölbreytt gisting í boði á ótrúlegum
kjörum. Costa del Sol býður allt það helsta sem maður getur
óskað sér í fríinu. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins
á þessum vinsæla áfangastað í sumarfríinu.
Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða og herbergja í
boði - verð getur hækkað án fyrirvara.
Costa del Sol
Síðustu sætin 17. ágúst á einstöku tilboði
Kr. 109.900
Hotel Roc Flamingo ★★★ með „öllu inniföldu“
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskyldu-
herbergi með „öllu inniföldu“ í 11 nætur. Verð mv. 2 í herbergi kr.
137.380.- Sértilboð 17. ágúst.
Kr. 49.900 Flugsæti 17. – 28. ágúst.
Netverð á mann.
Frá kr. 49.900
Taktu þátt í laufl éttum
leik. Vertu vinur okkar
á
Facebook og þá áttu m
öguleika á 50.000 krón
a inn-
eign í ferð til Costa d
el Sol í ágúst eða sep
tember.
FÓTBOLTI Ísland og Liechtenstein
gerðu jafntefli, 1-1, í leiðinlegum og
lélegum vináttulandsleik á Laugar-
dalsvelli í gær.
Ólafur Jóhannesson landsliðs-
þjálfari talaði um að spila ekki
fyrirsjáanlegan sóknarleik en það
gekk frekar illa í fyrri hálfleik. Þó
var talsvert líf í ungu strákunum
á vængjunum, þeim Rúrik og Arn-
óri. Eiður reyndi að búa til hluti í
sókninni en spilið var oftar en ekki
of þröngt, og jú fyrirsjáanlegt, og
varnarmenn Liechtenstein lentu
ekki í stórkostlegum vandræðum.
Ísland var reyndar heppið að
lenda ekki undir eftir átta mínútur
þegar Mario Frick slapp einn í gegn-
um vörn íslenska liðsins. Blessunar-
lega var skot hans slakt og fór fram
hjá marki Íslands.
Eftir um 20 mínútna leik reyndi
Eiður sendingu í gegnum vörn gest-
anna. Boltinn fór af varnarmanni og
þaðan beint á Rúrik sem var einn á
auðum sjó. Smá heppni en Rúrik var
ekki að velta sér upp úr því og lagði
boltann laglega í stöngina og inn.
Mótspyrna gestanna var ekki
mikil og það verður að viðurkenn-
ast að liðið er arfaslakt. Þess vegna
voru það talsverð vonbrigði að
íslenska liðið skyldi ekki skapa sér
meira í hálfleiknum og aðeins leiða
1-0 í hálfleik. Flestir vonuðust til
þess að íslenska liðið myndi girða
sig í brók í síðari hálfleik. Af því
varð nú heldur betur ekki og síð-
ari hálfleikur var álíka lélegur og
sá fyrri.
Íslenska liðið var sem fyrr fyrir-
sjáanlegt og hægt í sínum sóknarað-
gerðum. Færin létu því á sér standa
og voru í raun engin í síðari hálfleik.
Það er eiginlega ekki hægt að lýsa
þessu öðruvísi en að þetta hafi verið
grátlega lélegt.
Til að bæta gráu ofan á svart jöfn-
uðu gestirnir leikinn með sínu eina
skoti á markið í leiknum. Mark-
ið gerði Michael Stocklasa eftir að
íslenska vörnin hafði sofnað á verð-
inum í aukaspyrnu.
Jafntefli því niðurstaðan sem
er langt frá því að vera ásættan-
legt enda gerir maður þá kröfu að
Ísland leggi lið eins og Liechtenstein
á heimavelli. Þetta er mjög slakt lið
og íslenska liðið á alltaf að klára
þetta dapurt lið.
Áhyggjuefnin fyrir Ólaf Jóhann-
esson eftir leikinn eru mörg. Þetta
var síðasti æfingaleikurinn fyrir
undankeppni stórmóts og það var
ekki að sjá á flestum leikmönnum
liðsins að þeir væru að spila fyrir
sæti í leiknum gegn Noregi. Kannski
er ástæðan sú að flestir þeirra eru
hvort eð er með áskrift í hópnum,
sama hvernig þeir spila. Þeir telja
sig þar af leiðandi ekki þurfa að
leggja sig fram.
Aðaláhyggjuefnið er einmitt þetta
áhuga- og andleysi sem skín af leik-
mönnum liðsins. Baráttan var engin
og leikmenn lögðu afar lítið inn af
því sem þeir eiga. Ólafur virðist
eiga í vandræðum með að ná til
leikmanna því þeir berjast ekki
fyrir hann né landsliðið lengur. Það
á aldrei að vera ásættanlegt.
Ef ekki verður stórkostleg hugar-
farsbreyting í þessum hópi þá verð-
ur liðið búið að ljúka keppni snemma
í næstu undankeppni.
henry@frettabladid.is
Átakanlegt andleysi hjá Íslandi
Íslenska A-landsliðið varð sér til skammar með andlausum leik gegn Liechtenstein í gær. Baráttan var
engin og liðið virtist ekki hafa nokkurn áhuga á verkefninu. Leikurinn lofar ekki góðu fyrir framhaldið.
ANGISTARSVIPUR Þessi svipur Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara segir allt sem
segja þarf. Íslenska liðið olli miklum vonbrigðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI „Við verðum bara að taka
þessu, þetta er partur af því að
vera í fótboltanum. Þetta er ekki
alltaf dans á rósum,“ sagði Aron
Einar Gunnarsson, miðjumað-
ur Íslands og Coventry, eftir von-
brigðin á Laugardalsvelli í gær.
„Ég hef engar áhyggjur, við
verðum bara að mæta grimm-
ari í næsta leik. Við vorum ekki
nægilega ákveðnir í okkar aðgerð-
um. Við ætluðum að keyra á þá en
gerðum það ekki. Þetta er enginn
heimsendir. Þetta var bara æfinga-
leikur og það eru sterkir karakter-
ar í þessum hóp, við rífum okkur
upp úr þessu.“
Það var ekki að sjá á spila-
mennsku Íslands að leikmenn væru
að berjast fyrir sæti sínu í liðinu
fyrir næsta leik sem er í forkeppni
Evrópumótsins. „Við sáum að U21
liðið var að gera vel fyrr í dag og
það eru margir þar sem geta komið
til greina frá því liði. Við verðum
að bara að sanna okkur og sýna
með okkar félagsliði,“ sagði Aron.
Ólafur Jóhannesson, landsliðs-
þjálfari, var allt annað en glaður
eftir leik. „Þetta var léleg frammi-
staða og langt frá því sem við ætl-
uðum okkur. Frammistaðan var
mjög döpur og við fengum ekki
færi,“ sagði Ólafur sem kunni ekki
skýringar á þessari spilamennsku
landsliðsins.
„Við þurfum að gera betur en
þetta í öllum leikjum og ég tala nú
ekki um í þessari undankeppni sem
framundan er. Við förum ekkert á
svona frammistöðu. Þessi leikur
skilar manni fleiri spurningum
en svörum. Það er ekki gott þegar
stutt er í keppni.“
Ólafur segir erfitt að taka eitt-
hvað jákvætt úr þessum leik en
hrósaði frammistöðu U21 lands-
liðsins fyrr um daginn. „Við eigum
nokkuð marga unga og góða leik-
menn og framtíðin er björt. Margir
af þeim leikmönnum hafa verið í og
við hópinn minn undanfarið og þeir
verða það örugglega áfram“ sagði
Ólafur Jóhannesson. - egm
Landsliðsþjálfarinn var ósáttur við leikinn í gær:
Skilar fleiri spurn-
ingum en svörum
ÓSAMSTÍGA Þrír íslenskir leikmenn fara upp í skallabolta án þess að vita hvar boltinn
er í landsleiknum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON