Fréttablaðið - 12.08.2010, Síða 66
12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR46
PGA-meistaramótið í golfi hefst
í dag á hinum alræmda Whistl-
ing Straits-golfvelli í Wisconsin í
Bandaríkjunum. Völlurinn er af
mörgum talinn einn sá allra erfið-
asti í Bandaríkjunum og líkist að
mörgu leyti breskum strandarvelli,
því vallarstæðið er við Michigan-
vatnið.
Sem fyrr beinast allra augu að
Tiger Woods. Óhætt er að segja að
kylfingurinn magnaði hafi leikið
langt undir getu frá því hann hóf
keppni á ný eftir að hafa sveigt
„lítillega“ af beinu brautinni í
einkalífinu. Þótt þeirri ferð hafi
lokið með árekstri á einkalóðinni
í Flórída, játningum tuga kvenna
sem sögðust hafa átt næturgam-
an með Tiger og síðar skilnaði
við Elínu, hélt ógæfuferðin áfram
þegar hann sneri aftur á golfvöll-
inn. Kannski skiljanlega. Það er í
það minnsta auðvelt að ímynda sér
að einbeitingin sé ekki alveg í lagi
eftir það sem á undan hefur gengið.
Sumir vilja meina að hann nái sér
ekki á flug aftur fyrr en á næsta
ári enda margsannað að „golf er að
stórum hluta leikið á fimmtán sentí-
metra velli – á milli eyrnanna.“
(Bobby Jones).
Nú er svo komið að Tiger er
ekki öruggur með sæti í Ryder-liði
Bandaríkjanna. Af þeim tólf sem
skipa liðið komast átta sjálfkrafa
inn samkvæmt stigagjöf, sem mið-
ast við árangur í mótum, en Corey
Pavin fyrirliði velur hina fjóra. Sam-
kvæmt stigagjöfinni er Tiger ekki í
liðinu og hefur Corey Pavin fyrirliði
neitað að láta nokkuð uppi um það
hvort hann velji hann í liðið.
Það er því morgunljóst að mikið
er undir hjá Tiger um helgina og
Tennisolnbogi
Magni M. Bernhardsson,
kírópraktor með sérhæfingu í
golfmeiðslum og öðrum íþrótta-
meiðslum.
golfogveidi@frettabladid.is
74270
G
O
LF
&
H
EI
LS
A
Hollráð Hinna
Grundvallarreglur golfsins
Einföldustu golfreglur virðast flækjast fyrir mörgum kylfingum. Hinrik
Gunnar Hilmarsson, sem annast hefur eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu
hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, ráðleggur kylfingum að hafa eftirfarandi ávallt í
huga:
Það má segja að grundvallaratriði golfreglnanna séu þrjú.
1. Leika boltanum eins og hann liggur.
2. Leika völlinn eins og hann er.
3. Ef hvorugt er hægt, gera þá það sem er réttlátast.
■ Í raun fjalla golfreglurnar um undantekningar frá tveimur fyrstu atriðun-
um og útskýringar á því þriðja. Kynna sér skilgreiningarnar – þær geta
svarað spurningum sem við höfum til dæmis um lausung, hreyfðan bolta
og svo framvegis.
■ Aldrei snerta eða lyfta bolta í leik á leið nema láta skrifarann vita og
merkja boltann. Sé það ekki gert kostar það leikmanninn eitt högg í víti.
■ Ef leikmaður hittir sjálfan sig, kylfusvein eða útbúnað sinn fær leikmaður-
inn eitt högg í víti.
■ Ef leikmaður snertir yfirborð torfæru
áður en hann slær högg þá fær
leikmaðurinn tvö högg í víti. Þetta
á við ef leikmaðurinn snertir sand í
glompu eða vatn í vatnstorfæru til
dæmis í baksveiflunni.
■ Ef boltinn hreyfist eftir að leikmaður
hefur hafið leik og hefur tekið sér
stöðu skal leggja boltann til
baka og leikmaður fær eitt
högg í víti. Leggi leik-
maður boltann ekki til
baka fær leikmaður-
inn tvö högg í víti.
Þetta eru algeng
atriði sem leik-
menn klikka oft á
en allir kylfingar
þurfa að tileinka
sér strax frá
upphafi.
Langur og erfiður völlur
Iowa
Whistling Straits
Illinois
Michigan
M
in
ne
so
ta
Indiana O
hi
o
M
ic
hi
ga
nv
at
n
Chicago
Detroit
Milwaukee
Wisconsin
Sautjánda holan gengur undir heitinu Klemmda taugin. Flötin er
varin með glompum og vinstra megin er Michigan-vatnið.
Átjánda holan er kölluð Hin djöfullega. Brautin er tvískipt.
Of stutt upphafshögg þýðir að erfitt er að ná inn á flöt í
tveimur. Of langt og þá getur lækurinn gleypt hana.
Whistling Straits golfvöllurinn er gríðarlega langur eða 6.865 metrar. Til saman-
burðar er Grafarholtsvöllurinn 6.057 metrar af hvítum teigum. Lokaspretturinn,
eða 15. til 18. hola, þykir einn sá erfiðasti í golfi. Völlurinn líkist helst breskum
strandarvelli þar sem glompur, hátt gras og vindur leika stórt hlutverk.
Skorkortið
Hola Par Metrar
1 4 373
2 5 542
3 3 166
4 4 447
5 5 547
6 4 325
7 3 202
8 4 464
9 4 408
Út 36 3.473
10 4 330
11 5 565
12 3 131
13 4 369
14 4 341
15 4 474
16 5 520
17 3 204
18 4 457
Inn 36 3.392
Samtals 72 6.865
Karlaflokkur
1 Hlynur Geir Hjartarson GK 5179.38
2 Kristján Þór Einarsson GKJ 4905.00
3 Sigmundur Einar Máss. GKG 4501.88
4 Þórður Rafn Gissurarson GR 4070.00
5 Birgir Leifur Hafþórsson GKG 4000.00
6 Arnar Snær Hákonarson GR 3695.38
7 Guðmundur Á. Kristjánss. GR 3418.75
8 Axel Bóasson GK 3295.00
9 Guðjón H. Hilmarsson GKG 2821.62
10 Tryggvi Pétursson GR 2440.62
Tiger þarf að hysja upp um sig
Fjórða risamót ársins hefst á Whistling Straits golfvellinum í Wisconsin í dag. Tiger Woods er spáð glimr-
andi gengi þrátt fyrir ömurlega frammistöðu allt frá því að upp komst um framhjáhald hans og gjálífi.
vikur hefur Tiger Woods verið í efsta sæti heimslistans
í golfi. Tveir kylfingar gætu velt honum úr sessi um
helgina, Phil Mickelson og Lee Westwood.
Tennisolnbogi er bólgur í liðbönd-
um vöðva sem festast á utan-
verðan olnbogann. Tennisolnbogi
finnst venjulega á vinstri hendi hjá
rétthentum golfara vegna stirðleika
og rangrar beitingar. Einkennin eru
aumur utanverður olnbogi, verkur
sem leiðir út í framhandlegg og
versnar við átak. Ef ekkert er gert
getur það leitt til þrálátra meiðsla.
Hvað er til ráða?
Farðu í sveiflugreiningu og
fáðu úr því skorið hvort þú sért
með svokallaðan kjúklingavæng
(chicken winging), en þá er vinstri
handleggur boginn (á rétthentum
golfara) í framsveiflunni. Einnig er
talið að það að slá síendurtekið
fyrir aftan boltann geti ýtt enn
frekar undir þessi einkenni.
Nuddaðu kælikremi eða settu
kælipoka á olnbogann eftir golf-
iðkun til að minnka bólgumyndun
og settu hitapoka eða hitakrem
fyrir golf til að fá gott blóðstreymi
til umræddra vöðva. Sumir nota
spelku á olnbogann til að fá stuðn-
ing sem er gott á meðan verið er
að vinna í að laga olnbogann en
dugar ekki sem langtímalausn.
Mikilvægast er að finna orsökina
og lagfæra það sem er að, þannig
næst langtímaárangur og þar af
leiðandi spilar maður betra golf.
Kvennaflokkur
1 Valdís Þóra Jónsdóttir GL 7282.50
2 Ólafía Þ. Kristinsdóttir GR 5885.00
3 Signý Arnórsdóttir GK 4382.50
4 Tinna Jóhannsdóttir GK 4362.50
5 Ingunn Gunnarsdóttir GKG 3679.17
6 Eygló Myrra Óskarsdóttir GO 3269.17
7 Þórdís Geirsdóttir GK 3193.75
8 Nína Björk Geirsdóttir GKJ 3052.50
9 Berglind Björnsdóttir GR 2662.50
10 Heiða Guðnadóttir GKJ 2591.25
Eimskipsmótaröðin
2010
Næsta mót í Eimskipsmótaröðinni
verður haldið á Strandarvelli á Hellu
dagana 28. og 29. ágúst.
Hlynur Geir
Hjartarson
Valdís Þóra
Jónsdóttir
74 er sætið sem Tiger Woods skipar nú á peningalistanum.
Síðustu þrettán ár hefur hann lægst verið í fjórða sæti listans
en í níu af þessum þrettán árum í efsta sæti hans.
þrátt fyrir allt sem á undan hefur
gengið spá veðbankar honum glimr-
andi gengi þótt flestir spái þeir Phil
Mickelson sigri og Tiger öðru sæt-
inu. Ef ég væri fyrir veðmál þá færi
þúsund kallinn minn á Spánverj-
ann vindlasjúgandi, Miguel Angel
Jimenez, enda ólíkt skemmtilegra
að vinna 150 þúsund en 15. Fyrir
alvöru spilafíkla er David Hutsell
(ekki spyrja mig) líklega málið en
þúsund kall á hann gæfi 2 milljónir
í aðra hönd.
Aftur að Tiger. Í fyrradag lék
hann æfingahring á Whistling
Straits með þjálfaranum Nick
Foley, sem meðal annars hefur
þjálfað Hunter Mahan og Sean
O‘Hair. Það er skref í rétta átt hjá
Tiger, sem hefur verið þjálfara-
laus undanfarið með þessum líka
árangri. Mahan sigraði einmitt á
Bridgestone-mótinu í Ohio um síð-
ustu helgi en Tiger gerði upp á bak,
þið fyrirgefið orðbragðið.
PGA-meistaramótið er venjulega
talið fjórða stórmótið. Hin eru að
sjálfsögðu Masters, Opna banda-
ríska og Opna breska. Í annað
skiptið á sex árum fer mótið fram
á Whistling Straits-vellinum, en
sem áður sagði þykir hann gríðar-
lega erfiður. Árið 2004, þegar mótið
var haldið þar síðast, hafði stórmót
í golfi aldrei farið fram á jafnlöng-
um velli. Þá sigraði Vijay Singh
þrátt fyrir að hafa leikið á 76 högg-
um á lokadegi mótsins. Það verður
spennandi að fylgjast með mótinu
næstu daga. Bein útsending hefst á
Stöð 2 klukkan átta í kvöld.
trausti@frettabladid.is