Fréttablaðið - 28.08.2010, Side 2

Fréttablaðið - 28.08.2010, Side 2
2 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Hvera- gerðis hefur samþykkt að dýra- eftirlitsmanni verði strax falið að vinna að fækkun villikatta og ómerktra katta í samræmi við reglur bæjarins þar um. Bæjar- ráð ákvað þetta eftir að Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri lagði fram sjónarmið sín í málinu. Kastljósið beinist þó ekki ein- göngu að villiköttum. „Bæjarráð ítrekar enn frem- ur að verði ekki þegar í stað við- horfsbreyting varðandi skrán- ingu katta og ágang þeirra hjá nágrönnum er ljóst að grípa þarf til enn harðari aðgerða til fram- tíðar litið,“ segir í samþykkt bæj- arráðsins. - gar Hvergerðingar vígbúast: Herferð gegn fjölda villikatta VIÐSKIPTI Alþjóðlegir fjárfestar hafa sýnt mikinn áhuga á danska hótelinu D‘Angleterre og lagt fram tilboð í það. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, segir þau óraun- hæf. „Þeir töldu sig geta fengið þetta á brunaútsöluverði. En okkur ligg- ur ekkert á. Bankinn ætlar að eiga hótelið þar til alvöru tilboð berst,“ segir Páll Benediktsson. „Við getum þess vegna átt hótelið í nokkur ár.“ Skilanefndin tók hótel- ið til sín ásamt öðrum eignum fjár- festingafélagsins Nordic Partners undir lok mars í vor. - jab Áhugi á hótel D‘Angleterre: Vilja glæsihótel fyrir slikk HÓTELIÐ D‘Angleterre hótelið í Kaup- mannahöfn. LÖGREGLUMÁL Tveir Suðurnesja- piltar undir tvítugu voru flutt- ir undir læknishendur eftir að BMW-bíll þeirra lenti utan vegar á Reykjanesbraut um klukkan átta í gærkvöldi. Öku- maðurinn rotaðist og var fluttur til Reykjavíkur til nánari skoð- unar en farþeginn er útskrifað- ur. Óhappið varð þar sem verið er að gera nýtt hringtorg ofan við Grænlandleiðs. Að sögn lögreglu eru framkvæmdirnar vel merktar og þar gildir 50 kílómetra hámarkshraði. Lög- regla telur ökumanninn unga hafa ekið of greitt. Bíllinn, sem fór utan í moldarbarð og yfir á öfugan vegarhelming, var dreg- inn á brott. - gar Varaði sig ekki á hringtorgi: Ungur piltur ók út af og rotaðist SPURNING DAGSINS H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4 ... og rjómi NÁM Þekkingarfyrirtækið Ment- or er í stöðugri þróun og hefur stækkað hratt á undanförnum misserum. Fyrirtækið fjölgar starfs- mönnum á Íslandi á næst- unni um rúm- lega fjörutíu prósent vegna þróunar erlendis. „Við erum til dæmis með tækifæri erlendis fyrir íþróttafélög,“ segir Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors. Fyrirtækið hefur þróað kerfi fyrir íþróttafélög og fyrstu íslensku skólarnir taka það í notkun í september. Starfsemi hófst í Sviss á árinu og í Þýskalandi er áhugi. Svíar hafa nýtt kerfið um tíma. - mmf/sjá Allt Mikil tækifæri erlendis: Starfsmönnum fjölgar mikið VILBORG EINARSDÓTTIR DÓMSMÁL Um aldamótin síðustu var heildarrefsitími í dómum sem íslenskir dómstólar kváðu upp á ári hverju, og bárust Fangelsis- málastofnun til fullnustu, 200 ár. Árið 2009 var árafjöldinn kom- inn í 330. Afbrotum hefur ekki fjölgað sem þessu nemur og aukinn alvar- leiki brotanna skýrir aukninguna ekki heldur segir Helgi Gunn- laugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við HÍ. Þyngingu dóma má rekja til e- töflumála á árunum 1996 og 1997. „Þegar e-pillan kom inn í íslenskt samfélag var mikill ótti við h a n a , d óm - stólar brugð- ust hart við og dómar þyngd- ust.“ Í fram- haldinu þyngd- ust aðrir dómar líka, enda þótti mörgum þeir vægir í saman- burði við fíkniefnadómana. Helgi stýrði íslenska hluta umfangsmikillar norrænnar rannsóknar á viðhorfum almenn- ings til refsinga sem Fréttablað- ið sagði frá í síðustu viku. Hann segir umræðuna í samfélaginu undanfarin ár, að dómskerfið fari of mildum höndum um afbrota- menn, ekki eiga við rök að styðj- ast. Hún hafi haft áhrif á dómstól- ana, sem hafi þyngt dóma jafnt og þétt. Niðurstöður rannsóknarinn- ar sýni að almenningur geri sér ekki grein fyrir refsiþyngd eða því hvernig refsiákvarðanir eru rökstuddar. Hann vanmeti dóm- stóla og vilji í reynd vægari dóma og aukin úrræði. - hhs / sjá viðtal á síðu 32 Heildarrefsitími íslenskra dómstóla hefur snaraukist frá aldamótum: Úr 200 árum í fangelsi í 330 ár HELGI GUNNLAUGSSON LÖGREGLUMÁL Rúmlega tvítug- ur íslenskur karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann er grun- aður um að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana þann 15. ágúst. Lögð var fram krafa um fjögurra vikna gæsluvarðhald og á hana var fallist í Héraðsdómi Reykjaness. Úrskurðurinn var í kjölfarið kærð- ur til Hæstaréttar. Maðurinn hefur staðfastlega neitað sök. Maðurinn var handtekinn í fyrra- kvöld. Í kjölfar handtökunnar var gerð ítarleg húsleit á heimili hans og hald lagt á muni sem þar var að finna og tengjast hugsanlega rann- sókninni. Lögreglan greinir ekki nánar frá þessum nýju gögnum að öðru leyti en því að þau séu árang- ur vettvangsvinnu tæknideildar lögreglunnar. Mikil leynd hvílir yfir gögnunum og hefur lögmaður mannsins ekki fengið vitneskju um á hvaða atriðum gæsluvarðhalds- krafan var byggð. Maðurinn hafði áður verið í haldi lögreglu yfir nótt, en var þá sleppt að yfirheyrslum loknum. Niðurstöður úr lífsýnum sem send voru til Svíþjóðar liggja ekki fyrir. Hugsanlegt er þó að einhverj- ar bráðabirgðaniðurstöður liggi fyrir jafnvel í næstu viku, að sögn lögreglu. Það var aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst sem Hannes heitinn var einn heima eftir að hafa ekið kær- ustu sinni niður í miðbæ Reykja- víkur. Alla jafna hefðu systir hans og mágur verið í húsinu hjá honum, þar sem þau bjuggu hjá honum tíma- bundið. Þessa nótt gistu þau hins vegar á heimili elstu systurinnar og gættu barns hennar. Í hádeginu á sunnudag kom kær- asta Hannesar að honum látnum á svefnherbergisgangi á heimili hans. Honum höfðu verið veittir mikl- ir áverkar, þar á meðal fjölmörg stungusár. Hann var einnig með áverka á höndum, sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast. Lögreglan telur að hann hafi verið sofandi þegar ráðist var að honum. Jafnframt að ekki hafi verið tilvilj- un að farið var inn á heimili hans á þessum tíma og honum ráðinn bani með þessum hætti. jss@frettabladid.is Í HANDJÁRNUM Þrír lögreglumenn leiddu manninn í járnum inn í dómsal í Héraðsdómi Reykjaness. Hann var fluttur á Litla- Hraun að dómsúrskurði upp kveðnum. Í baksýn eru tvær systur og frændi Hannesar Þórs heitins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN Í varðhaldi en neitar að hafa myrt Hannes Karlmaður, grunaður um að hafa myrt Hannes Þór Helgason, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Ný gögn í málinu eru komin fram. Sigríður, ertu algjör kálhaus? „Nei, en það liggur við að það vaxi salat út úr eyrunum á mér!“ Sigríður Melrós Ólafsdóttir, myndlistar- maður og sýningarstjóri, borðar salat daglega, ræktar það úti í garði, tekur það með sér í vinnuna og selur svo salat á markaði um helgar. Hún segist vera salatkona. GRÆNLAND, AP Breska olíufélagið BP hefur tekið ákvörðun um að bjóða ekki í olíuborunarleyfi úti fyrir strönd Grænlands. Grænlenska stjórnin hafði þó áður gefið til kynna að varla væri vilji til þess hvort eð er að veita BP slíkt leyfi. Ástæðan er umhverfisslysið mikla í Mexíkóflóa síðastliðið vor, þegar olíuborpallurinn Deep- water Horizon eyðilagðist og gríðarmikið magn af olíu lak út í hafið. - gb Ímynd BP illa sködduð: Borar ekki út af Grænlandi ORKUMÁL Stjórn Orkuveitu Reykja- víkur samþykkti í gær að hækka gjaldskrár fyrirtækisins um 28,5 prósent hjá meðalnotanda. Orku- reikningur fjölskyldu sem býr í 130 fermetra húsi hækkar um 2.400 krónur á mánuði eða um 28.800 krónur á ári vegna hækkunarinnar. Áhrif á vísitölu neysluverðs verða 0,39 prósent, að sögn OR. Stjórnin ákvað jafnframt að fela for- stjóra að lækka rekstrarkostnað um tvo milljarða króna eða um það bil 25 prósent. Í samtali við Fréttablað- ið segir Haraldur Flosi Tryggva- son, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, að líklega þurfi bæði að segja upp starfsfólki og lækka laun til þess að ná þessu markmiði. Þá er í undirbúningi að selja eignir, sem ekki eru nauðsynlegar vegna kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Sóley Tómsdóttir, fulltrúi VG, í stjórn OR segir að ákvörðun stjórn- arinnar sé illa undirbúin. Ábyrgð- inni á „þessu stórpólitíska verkefni“ sé að miklu leyti varpað á stjórnend- ur fyrirtækisins. Í bókun Kjartans Magnússonar, fulltrúa sjálfstæðismanna, segir að sýnt hafi verið fram á að hækka hefði mátt gjaldskrá á þremur til fimm árum og tryggja greiðsluhæfi fyrirtækisins án þess að leggja of þungar byrðar á almenning. -pg / sjá síðu 12 Gjaldskrárhækkun OR um 28,5% kostar meðalheimili 2.400 krónur á mánuði: Ætla einnig að skera niður rekstrarkostnað um 25 prósent HARALDUR FLOSI Stjórnarformaður Orkuveitunnar fékk samþykktar róttækar tillögur á fundi Orkuveitunnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.