Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2010, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 28.08.2010, Qupperneq 30
30 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR É g var búinn að ákveða og lofa sjálfum mér að leggja í hann fyrir jól 2009, svo ég lagði í hann á Þorláksmessu. Ég varð að standa við loforð- ið,“ segir Baldur Kristjánsson ljós- myndari, en fyrsti áfangastaður í heimsreisunni hans var London, þar sem hann beið heila nótt eftir flugi áfram til Indlands. Sú bið sló tóninn fyrir ferðalagið með heilræðum frá lifuðum norskum sjóara. „Hann sagði að að ég væri ungur og ætti eftir að upplifa margt en að gullna reglan væri að „happy people meets happy people“. Ef þú brosir framan í heiminn þá brosir heimurinn framan í þig. Sú setning varð eins konar lykilsetning ferða- lagsins,“ segir Baldur og bætir við að hann hafi aldrei orðið einmana þessa tæpa átta mánuði sem hann var á ferðalagi, enda hitti hann og kynntist mörgum bakpokaferða- löngum og innfæddum sem sýndu honum alla jafna mikinn áhuga. „Myndavélin var hinn besti ferðafélagi og var líka góð leið til að kynnast fólki og brjóta ísinn. Ég var alltaf að smella myndum af fólki í kringum mig og leitin að góðu myndefni leiddi mig á staði sem ég hefði örugglega ekki komið á ef ég hefði farið eftir ferðahandbókum á mestu túristastaðina,“ segir Baldur, en að fara ekki eftir ferðahandbók- um og kaupa bara miða aðra leiðina í lestar og flugvélar voru nokkurs konar siðareglur ferðalagsins. Allt var mjög tilviljanakennt. Myndavélin gerði það að verkum að Baldri var tekið opnum örmum hvert sem hann fór og oftar en ekki fékk hann að kynnast siðum og venj- um innfæddra í fjölskyldumatar- boðum. Tólf lönd. Óteljandi staðir. Fullt af ævintýrum. „Ég hitti svo marga bakpokaferða- langa á hostelum og þar skiptumst við á ferðasögum á kvöldin. Ég ætl- aði að vera nokkuð skipulagður og koma í veg fyrir að ég myndi missa af einhverju skemmtilegu en gafst mjög fljótt upp á því. Það reyndist skemmtilegra að láta tilfinninguna ráða för,“ segir Baldur og bætir við að þegar upp er staðið sé það fólk- ið sem maður hittir á leið sinni um heiminn sem stendur upp úr frekar en staðirnir. „Skemmtilegustu sög- urnar sem ég segi úr ferðinni eru af fólki en ekki fornri höggmyndalist eða flottum mannvirkjum. Þannig eru sögurnar úr ferðinni ekki síður merkilegar en myndirnar.“ En hvað tekur við eftir svona ferðalag? „Núna hefur það alger- an forgang að gera því efni sem ég sankaði að mér í ferðinni góð skil. Það er af nógu að taka og mikilvægt að finna því góðan farveg í máli og myndum. Það eru ýmis teikn á lofti en línur munu skýrast á næstu dögum.” Á vefsíðunni www.baldurkristj- ans.tumblr.com er hægt að lesa frekar um ævintýri Baldurs, skoða myndir og horfa á myndbandadag- bók hans frá ferðalaginu góða. Brosti framan í heiminn Mataeitrun í Nepal. Hirðljósmyndari í Indlandi. Baldur Kristjánsson ljósmyndari er nýkominn til landsins eftir átta mánaða flakk um heiminn þar sem ævintýrin eltu hann. Tilviljanir réðu áfangastöðum og myndavélin var leið hans til að kynnast inn- fæddum. Álfrún Pálsdóttir settist niður með ljósmyndaranum, sem segir gott skap og breitt bros vera besta veganestið. KAMBÓDÍA „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu hryllileg fjöldamorðin í Kambódíu voru fyrr en ég fór á „Killing Field“ í Phnom Penh. 2,2 milljónir manna voru myrtar og stór hluti þeirra voru börn. Þessi litla stelpa sem horfði á mig í gegnum girðing- una á einum „Killing Field“ leyfði mér að smella mynd af sér.“ INDLAND „Myndavélin var minn besti vinur á ferðalaginu og auðveld leið til að kynnast fólki. Hér er ég með litlum indversk- um strák sem var algjörlega heillaður af stafrænu tækninni. Hann tók nokkrar myndir og var með þetta allt á hreinu, mynd- uppbyggingin góð og headspace-ið hæfilegt.“ TÍBET „Tíbet-ferðin voru mestu vonbrigðin miðað við væntingar. Fólkið þar og landslagið var frábært en eina leiðin til að komast inn í landið var með skipulögðum túr þar sem allt var niðurnjörvað og stíft. Hér er ég í höfuðborginni á meðan restin af hópnum var að skoða enn eitt hofið sem ég nennti ekki að sjá. Ég ætlaði að taka mynd af mér með höfuðborgina í baksýn þegar þessi fjölskylda kom og vildi endi- lega fá að vera með mér á myndinni, mér til mikillar gleði.“ TÍBET „Þegar ég lít á þessa mynd nokkrum mánuðum eftir að ég tók hana finnst mér eins og hún sé stíliseruð. En svo er ekki. Þetta er síðasti dagurinn í Tíbet og allur hópurinn kominn með nóg af því að vera stoppaður á klukkutíma fresti af kínversku löggunni fyrir langa vegabréfaskoðun. Við fengum bílstjórann til að keyra með okkur þar sem engar löggur voru og það var langbesti dagurinn. Þessi mynd er ein af mínum uppáhalds.“ NEPAL „Þegar ég kom til Nepal kom ekki annað til greina en að fara uppí Himalaya-fjöllin í þrettán daga göngu að Everest Basecamp. Hér er ég á níunda degi í 5.550 metra hæð uppi á tindi sem heitir Kala Patthar. Mount Everest speglast í sólgleraugunum. Þarna opnaði ég Toblerone súkkulaði sem ég hafði sparað alla ferðina. Besta súkkulaði- stykki sem ég bragðað.“ Hirðljósmyndari forsetans „Ég var nýbúinn að fagna áramótun- um á Goa á Indlandi þegar ég fékk tölvupóst frá sendiherranum á Ind- landi sem hafði frétt af mér í landinu. Hann spurði mig hvort ég væri til í að mynda opinbera heimsókn forseta- hjónanna um Indland. Ég fór frá því að vera skeggjaður, í stuttbuxum og sandölum og lét sérsauma á mig jakkaföt, rakaði mig og fylgdi forset- anum hvert fótmál í Mumbaí, Delí og Bangalore. Þarna er ég að kveðja forsetahjónin og lúxusinn,“ segir Bald- ur en skemmtilegt er frá því að segja að þessi opinbera heimsókn Ólafs Ragnars og Dorritar Moussaieff til Indlands var aðeins nokkrum dögum eftir að forsetinn synjaði Icesave-lög- unum með eftirminnilegum hætti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.