Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2010, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 28.08.2010, Qupperneq 34
2 fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Júlía Margrét Alexandersdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is Sólveig Gísladóttir skrifar BÓKIN Uppspretta fjölda listaverka Listamenn framtíðarinnar geta sannarlega fundið sér margt til dundurs í bókinni 365 hugmyndir til að teikna og mála eftir Fionu Watt sem kom út hjá Forlaginu fyrir skemmstu. Þar er hægt að teikna íþróttamenn, blóm eða vélmenni, mála mörgæsir með fingrunum, stimpla skrímsli með grænmeti og vatnslita drauga- kastala. Bókin lumar á 365 hugmyndum að verkefnum sem gaman er að glíma við alla daga ársins og eru uppspretta fjölda listaverka. - ve Hin lífræna bylgja náði tökum á mér fyrstu mánuði af lífi dóttur minnar. Ekkert gervisull skyldi fara inn fyrir hennar varir, hvorki E-efni eða sykur. Því stóð ég yfir pottunum heilu og hálfu dagana, gufusauð grænmeti af miklum móð, maukaði og frysti í klakaboxum eins og atvinnu- móðir. Þannig var ég stolt af því að venja barnið mitt á að borða brokkolí, spínat, rófur og annað sem börnum þykir almennt ekki gott og taldi með því að ég væri að vinna mér í haginn fyrir framtíðina og gæti státað af barni lausu við matvendni, en annað kom á daginn. Tíminn leið, stúlkan varð tveggja ára og fór að hafa sjálfstæðar skoðanir á öllu, þar á meðal mat. Þannig varð sósa á tímabili uppáhaldsmaturinn en nokkrum mánuðum síðar var hún fallin í ónáð. Kjöt, fiskur og spagettí fellur allt í góðan jarðveg í dag en öllu öðru er tekið með miklum fyrirvara. Hún er skeptísk á allt sem hún hefur ekki smakkað áður og neitar þannig staðfastlega að borða jafn girnilega hluti og bláber, jarðarber og ferskjur. Ég er þess hins vegar nærri fullviss um að dótt- ir mín hafi verið bóndi í fyrra lífi því allar mjólkur- afurðir renna ljúflega niður. Hún hefur frá nokk- urra mánaða aldri elskað ost, hvaða nöfnum sem hann nefnist: Camembert, fetaostur eða gráðaostur. Þá er mysa hinn besti svaladrykkur. Sætindi vekja þó líka kátínu, til dæmis kex af ýmsum toga. Eitt slíkt vakti þó skemmtilegan mis- skilning milli móður og dóttur. Litla stúlkan fékk að ná sér í kex ofan í skúffu einn daginn, var það kex með hvítu kremi á milli sem margir kalla Sæmund á spariskónum. Henni þótti þetta merkilegt kex og spurði mömmu sína hvað þetta hvíta væri. „Þetta er krem,“ svaraði mamma hennar og fór að því sögðu fram í stofu. Eftir töluverða stund og óvenjumikla þögn fór móðirin að grennslast fyrir um litlu stelp- una. Hún kom þá að henni þar sem hún var búin að plokka í sundur kexið og klína hvíta kreminu sam- viskusamlega framan í sig. Stutta stund velti móð- irin fyrir sér hvort barnið væri gengið af göflunum en áttaði sig síðan á því hvað henni gekk til. Krem hefur nefnilega tvær merkingar og barnið þekkti aðeins aðra þeirra enda sólríkt sumar að baki með mikilli notkun sólarkrems. Sæmundur veldur misskilningi Við höfum aldrei rifist en finnum okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera þegar við erum saman,“ segir Björn Andri þegar hann og Adam Moussaoui eru heimsóttir í Garða- bæinn. Adam tekur undir það. „Einu sinni vildi Björn Andri gera eitthvað annað en ég. Þá gerðum við fyrst það sem hann vildi og svo það sem ég vildi. Svoleiðis leysum við málin bara.“ Þeir Björn Andri og Adam segjast hafa orðið bestu vinir þegar þeir byrjuðu á leikskólanum Lundabóli og oft verið líka saman utan skólans. Spurðir nánar út í viðfangsefnin koma smá vöflur á þá. „Við leikum okkur á leikvöllum og förum í sund og … bara eitthvað.“ Eru þeir kannski í tölvuleikjum? „Nei, mér finnst leiðinlegt í tölvu,“ upplýsir Adam og segir fótbolta í uppáhaldi. „Ég æfi fótbolta,“ segir hann. „Og ég handbolta,“ bætir Björn Andri við. Báðir drengirnir eru fæddir 28. apríl 2000. Björn Andri 18 mínútur yfir fjögur og Adam sjö mínútur yfir fimm. Samt hafa þeir aldrei haldið upp á afmælin saman enda er það svolítið flókið því Björn Andri býr í Stokkhólmi og Adam á Íslandi. „Ég flutti út til Stokkhólms þegar ég var fimm ára vegna þess að mamma var að fara í framhaldsnám í læknisfræði. Fyrst þegar ég byrjaði í sænskum leik- skóla kunni ég ekkert að tala en ég var svo heppinn að einn strákur á deildinni byrjaði að kenna mér sænsku með því að benda á hluti og síðan segja hvað þeir heita á sænsku, svo bara kom sænskan mjög fljótt. Ég tala samt alltaf íslensku heima.“ Hann kveðst búa í hverfi sem lík- ist Garðabæ og eiga vini úti en Adam sé samt betri en allir. „Við hittumst í hvert skipti sem ég kem til Íslands,“ segir hann. Þegar hann er spurður hvort gott sé að eiga heima í Stokkhólmi svarar hann stutt og laggott. „Mig myndi frekar langa að búa á Íslandi.“ Adam á heima í Sjálandshverfinu en stundum býr hann úti í Alsír hjá föður sínum og segir enn meira gaman þar en í Garðabæ. „Þar er alltaf hlýtt og ég þekki strák í næsta húsi við pabba sem ég leik mér við,“ lýsir hann. Hann kveðst samt alltaf vera í skóla í Garðabænum á veturna og segir bekkjarfélagana suma ágæta. „Björn Andri er samt besti vinur minn,“ tekur hann fram. „Ég bíð alltaf eftir að hann komi til Íslands.“ - gun Alltaf verið bestu vinirnir Björn Andri Pálsson og Adam Moussaoui fæddust með innan við klukkustundar millibili árið 2000. Þegar þeir hittust á leikskólanum Lundarbóli urðu þeir strax bestu vinir og hafa verið það síðan þó oft sé langt á milli því annar býr nú í Svíþjóð og hinn á Íslandi. Góðir félagar Björn Andri og Adam Moussaoui leika sér alltaf saman í sátt og samlyndi og líta hvor á annan sem sinn besta vin þó að þeir hittist sjaldan. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hugsaðu Þegar þig vantar skó Nýjar glæsilegar haustvörur Vertu velkominn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.