Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2010, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 28.08.2010, Qupperneq 62
Sigríður segist vona að tónlistaruppeldi hefjist strax innan fjölskyldunnar áður en barn kemst á leikskóla, en sjálf hlaut hún ríkulegt tónlistaruppeldi í æsku. „Móðir mín var tónelsk og spilaði mikið á stofuorg- el og píanó heima. Við systkinin lærðum flest á píanó og eldri bræður mínir áttu stórt safn hljómplatna með klassískri tónlist og djassi, sem var mikið spilað, og svo söng ég í kór. Tónlistin togaði því í mig og eftir mennta- skóla tók ég inntökupróf við Tónlistarháskólann í Köln að tilstuðlan Ingólfs Guðbrandssonar, þar sem ég komst inn og sérhæfði mig í tónlistaruppeldi ungra barna,“ segir Sigríður sem helgaði lífsstarf sitt tónlistarnámi barna. Hún bendir á að í aðalnámsskrá leikskólanna frá 1999 sé tónlist tiltekin sem eitt sex meginnámssviða fyrsta skólastigs barna í leikskóla. „Þar segir skýrum stöfum að börn eigi að læra og upplifa söng, tónlist og hreyfingu, vinnu með hljóð- færi og hlustun í leikskóla. Námsskráin er til viðmið- unar skipulögðu leikskólastarfi og reyndar ekkert eft- irlit með hvort tónlistaruppeldinu sé sinnt, en öruggt má telja að börnum sé það mikilvægt. Í gegnum tónlist getur maður unnið svo endalaust mikið með börnum því þeim er eiginlegt að tjá sig í söng og eru forvitin um hljóðin í umhverfi sínu. Því læra þau mikið í gegnum tónlist, auk þess sem tilfinningarnar gleði og sorg koma fram í gegnum hana. Tónlist er því stór þáttur í lífi leik- skólabarna og nauðsynlegt fyrir kennara að hlusta eftir hvernig hún kemur frá börnunum og þekkja leiðir til að vinna með það áfram,“ segir Sigríður sem komist hefur að mörgu undrinu í tónlistartjáningu barna. „Margt er mjög merkilegt eins og sjálfsprottni söng- urinn, en það eru sömu stefin og finna má um allan heim og skrifaðar hafa verið um lærðar doktorsrit- gerðir. Sjálfsprottinn söngur er sterkt félagslegt afl og gjarnan notað til að stríða eða ná athygli. Þá duga ekki orðin lengur, heldur syngja börnin kannski „Na-na-na- bú-bú!“ til að stríða eða monta sig. Sjálfsprottinn söng má líka sjá hjá barni sem er komið í rólu og sönglar: Ég náði í róluna – ekki þú!“ Þá njóta börn sín vel með alls kyns grófa orðaleiki og sönglanda, eins og: „Alli-Palli, skíta ralli“, en slíkt kemur fljótt fram og reyndar eru til samfélög þar sem hinn sjálfsprottni söngur deyr ekki út eins og hjá okkur, heldur notar fólk hann allt lífið, meðan við verðum feimin við að tjá okkur á þann hátt og sjálfsprottni söngurinn víkur fyrir „réttum“ söng eftir fyrirmyndum viðurkenndra sönglaga.“ - þlg Þroskast með söng Sigríður segir sjálfsprottinn söng finnast alls staðar um heiminn, en með honum tjá börn tilfinningar sínar. Horn á höfði Barnaleiksýningin Horn á höfði var valin sú besta á síðastliðinni Grímuhátíð en hún var frumsýnd í Grindavík síðastliðinn vetur og hlaut frábærar viðtökur. Nú hefur Borgarleikhúsið tekið sýninguna upp á sína arma í samstarfi við GRAL, Grindvíska atvinnuleikara, og verður hún frumsýnd þar 18. september undir leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. Horn á höfði er ævintýri sem fjallar um strák að nafni Björn sem vaknar einn dag- inn með horn á höfði og upphefst mikið ævintýri þar sem Jórunn vin- kona hans hjálpar honum að komast að því af hverju honum hefur vaxið horn. Skoppa og Skrítla á tímaflakki Sýningin um Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu gekk fyrir fullu húsi á síðasta leikári og þær snúa aftur eftir áramót. Tvíeykið lit- skrúðuga hefur notið mikilla vin- sælda hjá yngri kynslóðinni en í sýningunni fá Skoppa og Skrítla óvænta gjöf frá Lúsí vinkonu sinni – púsluspil. Gunnar Helgason leik- stýrir stykkinu en sýningar eru í janúar og febrúar á Litla sviðinu. Ævintýrið um töfraflautuna, Chaplin, Nornir og töframenn Litli tónsprotinn er tón lei k a rö ð á vegum Sinfóníu- hljómsveitarinn- ar sem miðast við yngstu tónlistar- unnendurna og hefur notið mik- illa vinsælda. Í vetur verður meðal annars flutt ævintýrið um Töfraflautuna í styttri útgáfu en allir tónleikar í röðinni eru klukku- tíma langir og eru á laugardögum. Þá mun Sinfóníuhljómsveitin leika undir tveimur frábærum Chapl- in-myndum sem höfða til barna, Hundalífi og Iðjuleysingjanum. Nornir og töframenn er svo yfir- skrift fjölskyldutónleika þar sem tónlist Johns Williams úr Harry Potter er meðal annars leikin og Wagner dregur fram Valkyrjur sínar. Ballið á Bessastöðum Fjörugt barnaleikrit sem byggt er að hluta á hinum vinsælu barna- bókum, Ballið á Bessastöðum og Prinsessan á Bessastöðum, eftir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur, verður frumsýnt á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í lok janúar. Leikrit- ið fjallar um forseta á Bessastöðum sem heldur í ævintýralega för með gestkomandi prinsessu en við sögu kemur einnig hrekkjóttur bakara- draugur. Bragi Valdimar Skúla- son, höfundur barnaplötunnar vin- sælu Gilligill, sér um tónlistina en Ágústa Skúladóttir leikstýrir. Sindri silfurfiskur Sýningin Sindri silfurfiskur er gullfalleg leikhúsupplifun fyrir yngstu kynslóðina sem frumsýnd var síðastliðið haust í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Sýningin var til- nefnd til Grímunnar og var einnig boðið á BIBU-barnaleikhúshátíðina í Svíþjóð síðasta vor. Notast er við sérstaka ljósatækni í sýningunni sem býr til ótrúlegan neðansjáv- arheim sem fjallar um Sindra silf- urfisk og ævintýri hans. Sýningar hefjast í byrjun janúar. Barnadagskrá í Salnum Salurinn hefur staðið fyrir öflugri tónlistardagskrá fyrir börn síð- ustu vetur og er engin undantekn- ing þar á nú. Ýmsir viðburðir eru á boðstólum og má þar meðal ann- ars nefna sérstaka Hrekkjavöku- tónleika í október í tilefni hrekkja- vöku. Karnival dýranna eru svo tónleikar sem Salurinn býður upp á snemma í haust og jólaballett eftir Elínu Gunlaugsdóttur verður frum- fluttur af dönsurum Listdansskóla í desember. Eftir áramót má meðal annars nefna að klassískt diskótek verður haldið í febrúar. Dagskrá fyrir litla menningarvita Fram undan er spennandi menningarvetur fyrir alla fjöl- skylduna, ekki síst yngstu meðlimina. Fréttablaðið skaut- aði yfir nokkra barnvæna menningarviðburði vetrarins. Sindri silfurfiskur er gullfalleg barnasýning fyrir allra yngstu kynslóðina í Kúlunni. 6 fjölskyldan tónlist léttir lundina ... FJÖLSKYLDUFERÐ Haustin eru einn besti skipulagstími ársins og tilvalið að kaupa miða á menningarviðburði fyrir alla fjölskyld- una nú þegar og byrja haustið með stæl. FRAMHALD AF FORSÍÐU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.