Fréttablaðið - 28.08.2010, Síða 88

Fréttablaðið - 28.08.2010, Síða 88
56 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarlið- ið Liverpool þarf að misstíga sig ansi hressilega ætli liðið að sitja eftir í Evrópudeild UEFA en dregið var í eina tólf riðla í gær. Liverpool þarf að fara til Rúm- eníu, Ítalíu og Hollands á móti liðum sem öll ættu að teljast tals- vert veikari en enska liðið. Lið þeirra Kolbeins Sigþórsson- ar og Jóhanns Bergs Guðmunds- sonar, AZ Alkmaar, mætir tveim- ur sterkum austantjaldsþjóðum í sínum riðli. Rúrik Gíslason og félagar hans í OB eru í frekar skemmtilegum riðli með Stuttgart, Getafe og Young Boys. - hbg > Einn leikur í Pepsi-deildinni Það er nóg af íslenskum fótbolta í boði um helgina og 18. umferð Pepsi-deildar karla hefst klukkan 16.00 á Voda- fone-vellinum í dag. Þá munu Haukar taka á móti Kefla- vík. Haukar eru sem fyrr á botni deildarinnar en eygja enn veika von um að bjarga sér frá falli. Frábær sigur liðsins á Breiðabliki ætti að gefa liðinu byr undir báða vængi í dag. Keflvíkingar hafa átt erfitt uppdráttar síðustu vikur og ekkert fallið með liðinu. Keflvíkingar ætla þó örugglega að koma sér í gang með sigri í dag. Fylkismaðurinn Tómas Joð Þorsteinsson var talsvert í sviðsljósinu í leik Fylkis og KR á fimmtudag. Tómas fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins og missti í kjölfarið stjórn á skapi sínu og stjak- aði við Örvari Sæ Gíslasyni dómara á leið sinni af vellinum. Það gæti reynst honum dýrt. „Þetta var uppsafnaður pirringur. Bæði að vera að tapa 4-1 á heimavelli gegn KR og svo hefur gengið illa í síðustu leikjum. Gremjan var því uppsöfnuð hjá mér. Þegar ég fæ gult spjald þá reiddist ég aðeins. Ætlaði svo að skila boltanum á staðinn þar sem átti að taka aukaspyrnuna en hendi boltanum of ákaft fyrir smekk dómarans. Hann gefur mér því rautt spjald,“ segir Tómas Joð sem reiddist enn meir þegar hann sá rauða spjaldið. „Þegar ég sé rauða spjaldið þá sé ég fyrir mér að það sem Óli þjálfari hefur sagt í tvo til þrjá mánuði að spila með haus- inn kaldan. Þá finnst mér tilgangslaust af minni hálfu að láta reka mig af velli þegar leikurinn var nánast búinn. Mér fannst það líka tilgangslaust hjá dómaranum. Ég sé það reyndar núna að það var rangt af mér að bregðast við á þennan hátt. Þegar þarna var komið við sögu þurfti lítið til að senda mann fram af brúninni og ég fór fram af henni,“ segir Tómas svekktur út í sjálfan sig. Hann segist ekki endilega búast við löngu banni en er þó ekki alveg viss. „Ég er ekkert of stressaður yfir því. Miðað við hvernig þetta er hér heima býst ég við 2-3 leikja banni. Ég sé ekki ástæðu til þess að gefa mér lengra bann. Kannski vilja dómarasamtökin gera fordæmi úr mér þar sem ég snerti dómara. Þetta verður bara að koma í ljós. Miðað við hvað mótið er stutt er blóðugt að fá 4-5 leikja bann,” segir Fylkismaðurinn Tómas Joð Þor- steinsson. TÓMAS JOÐ ÞORSTEINSSON: FÉKK RAUTT SPJALD GEGN KR OG STJAKAÐI SÍÐAN VIÐ DÓMARANUM Í KJÖLFARIÐ Býst ekki endilega við mjög löngu leikbanni A-riðill: Juvent us, Man. City, Salzburg, Lech Poznan B-riðill: Atletico Madrid, Bayer Leverkusen, Rosenborg, Aris Thessaloniki C-riðill: Sporting Lisbon, Lille, Levski Sofia, Gent D-riðill: Villarreal, Club Brugge, Dinamo Zagreb, PAOK E-riðill: AZ Alkmaar, Dynamo Kiev, BATE Borisov, FC Sheriff F-riðill: CSKA Moskva, Palermo, Sparta Prag, Lausanne G-riðill: Zenit St. Petersburg, Anderlecht, AEK Aþena, Hadjuk Split H-riðill: Stuttgart, Getafe, OB, Young Boys I-riðill: PSV Eindhoven, Sampdoria Metal- ist Kharkiv, Debreceni J-riðill: Sevilla, PSG, Borussia Dortmund, Karpaty Lviv K-riðill: Liverpool, Steaua Búkarest, Napoli, Utrecht L-riðill: Porto, Besiktas, CSKA Sofia, Rapid Vín Dregið var í riðla fyrir Evrópudeild UEFA í gær: Þægilegt hjá Liverpool HANDBOLTI Kiel og Hamburg höfðu algera yfirburði í þýsku úrvals- deildinni í fyrra. Snemma stungu þau önnur lið í deildinni af og héldust í hendur nánast allt til enda tímabilsins. Að lokum fór svo að Kiel varði titilinn sem var mikið áfall fyrir Hamburg sem hefur eytt háum fjárhæðum í liðið sitt. Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, býst við Hamburgarliðinu enn sterkara á þessari leiktíð sem og Íslendingaliðinu Rhein-Neckar Löwen. „Það er mikil tilhlökkun að fara aftur af stað. Það er vissulega allt- af gott að fara í frí en undirbún- ingstímabilið finnst mér aldrei skemmtilegt. Mér finnst það frek- ar leiðinlegt. Ég bíð því spennt- ur eftir að spila einhverja leiki,“ segir Alfreð en Kiel hefur titil- vörn sína á heimavelli á morgun þegar liðið mætir Friesenheim. „Ég er mjög sáttur við hópinn sem ég hef í höndunum en hann er lítill í samanburði við leikmanna- hópana sem Hamburg og Rhein- Neckar Löwen hafa. Það er bara þannig og ég ætla ekkert að væla yfir því,“ segir Alfreð sem fékk Daniel Kubes frá Lemgo í sumar og línumanninn serbneska Milutin Dragicevic frá Bjerringbro-Silke- borg í Danmörku. „Það verður erfiðara að verja titilinn í ár en í fyrra. Ég á von á því að Rhein-Neckar Löwen blandi sér miklu meira í toppslaginn í ár og geri einnig ráð fyrir Flensburg mjög sterku. Ég held að fjögur lið berjist um titilinn í ár,“ segir Alfreð en hann segir það skipta miklu máli fyrir Löwen að Ólaf- ur Stefánsson sé búinn að aðlag- ast liðinu. „Það breytir miklu að Óli sé búinn að vera með liðinu í heilt ár. Hann er því búinn að venj- ast þeim og þeir honum. Svo fékk liðið Borge Lund frá okkur og svo kom Robbi {Róbert Gunnarsson] til þeirra og á eftir að nýtast þeim vel. Þegar Gaui [Guðjón Valur Sig- urðsson] verður kominn á fullt með liðinu þá verður þetta svaka- legt lið,“ sagði Alfreð. „Þetta verður þræljafnt allan tímann og við munum sjá topplið- in tapa fleiri stigum heldur en síð- ustu ár. Við setjum samt stefnuna á titilinn eins og alltaf.“ henry@frettabladid.is VERÐUR ERFIÐARA EN Í FYRRA Þýska úrvalsdeildin í handknattleik er farin af stað. Alfreð Gíslason og lærisveinar hans eiga titil að verja. Alfreð býst við afar erfiðri titilbaráttu og segir að fleiri lið eigi eftir að blanda sér í baráttuna en síðustu ár. ÆTLAR AÐ VERJA TITILINN Alfreð Gíslason gerir ráð fyrir erfiðri titilvörn en ætlar sér samt ekkert annað en meistaratitilinn. NORDIC PHOTOS/BONGARTS Kiel varð fyrir miklu áfalli á undirbúningstíma- bilinu þegar Frakkinn sterki Daniel Narcisse sleit krossband í hné. Hann verður því væntanlega ekki með liðinu fyrr en í mars. Aron Pálmarsson mun því fá enn frekari ábyrgð á öðru ári sínu með liðinu. „Ég mun veðja á Aron en það var alltaf stefnan hvort sem var að nota hann meira. Við erum með fjóra rétthenta fyrir utan og nú eru þrír eftir. Það er því ljóst að við þolum ekki miklu meiri meiðsli hjá okkur,“ segir Alfreð sem saknar líka Kim Andersson en hann ætti að vera klár í slaginn í október. Kiel verður lengi án Frakkans Daniel Narcisse: Alfreð mun veðja á Aron Evrópudeild UEFA 1. deild karla: Grótta - Víkingur 1-6 Mark Gróttu: Ásgrímur Sigurðsson. Mörk Víkings: Helgi Sigurðsson 2, Marteinn Briem 2, Viktor Örn Guðmundsson, Þorvaldur Sveinn Sveinsson. HK - Fjölnir 1-0 Ólafur Júlíusson. LEIKIR DAGSINS: 14:00 ÍR - Þór Akureyri (ÍR-völlur) 14:00 Fjarðabyggð - Njarðvík (Eskifjarðarv.) 15:00 KA - Leiknir (Akureyrarvöllur) STAÐAN: Víkingur R 19 12 3 4 39-21 39 Leiknir 18 12 2 4 27-13 38 Þór 18 9 7 2 36-19 34 Fjölnir 19 9 4 6 34-26 31 ÍR 18 8 5 5 29-29 29 ÍA 19 6 8 5 30-26 26 KA 18 6 5 7 26-31 23 HK 19 6 4 9 26-32 22 Þróttur 19 6 4 9 26-34 22 Grótta 19 4 5 10 25-37 17 Fjarðabyggð 18 4 3 11 23-35 15 Njarðvík 18 3 2 13 13-31 11 ÚRSLIT RALLYCROSS Síðasta umferð Íslandsmótsins í Rallycrossi er sunnudaginn 29.ágúst kl. 13:00 á Rallycross-brautinni í Kapelluhrauni. Miðaverð kr. 1000. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Nánari upplýsingar á www.aihsport.is www.benni.is Mætum öll FÓTBOLTI Víkingar áttu ekki í vandræðum með lélegt Gróttulið á Seltjarnarnesi í gær. Þeir unnu 6-1 sigur og komust í toppsæti 1. deildarinnar. Leiknismenn eiga möguleika á að endurheimta efsta sætið með sigri gegn KA í dag. Gróttumenn eru í harðri fallbar- áttu og fara niður í fallsæti í dag ef Fjarðabyggð vinnur Njarðvík. Fjölnir tapaði fyrir HK en eftir þau úrslit dó von Grafarvogsliðs- ins um að komast upp. - egm Leikið í 1. deild karla í gær: Víkingar sestir í toppsætið LEIFUR Á TOPPNUM Úr leiknum á Sel- tjarnarnesi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.