Fréttablaðið - 16.09.2010, Side 13

Fréttablaðið - 16.09.2010, Side 13
FIMMTUDAGUR 16. september 2010 Viðskiptalausn frá HugAx hugsar um Heilsuna Guðríðarstíg 2–4 113 Reykjavík Sími 545 1000 www.hugurax.is „Með Ópusallt hef ég góða yfirsýn yfir reksturinn, möguleikarnir á að vinna með upplýsingar eru óþrjótandi og ég get horft á marga þætti í rekstrinum frá ólíkum sjónarhornum. Ópusallt hefur auðveldað okkur að taka upp nýjar vinnureglur og ferla og þegar allt er tekið saman hefur Ópusallt sparað okkur mikla fjármuni.“ Þórarinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Heilsu ehf. Ópusallt – gerir allt! Ópusallt er allt í senn: Stjórntæki, upplýsingakerfi og bókhaldskerfi. Allt viðmót er einstaklega þægilegt, lítið mál að setja upp sölunótur, reikninga, tilboð o.fl. Íslenskur hugbúnaður fyrir íslenskar aðstæður Ópusallt er hannað fyrir íslenskt viðskiptaumhverfi. Fyrir vikið þarf ekki að verja dýrmætum tíma í aðlögun kerfisins að íslenskum aðstæðum. Notendur Ópusallt þurfa heldur ekki að greiða leyfisgjöld sem taka mið af himinháu erlendu gengi. Heilsa ehf. er elsta fyrirtæki á Íslandi sem sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu á lífrænum matvörum, jurtum, fæðubótarefnum og vistvænum snyrtivörum og hreingerningarvörum. Fyrirtækið flytur inn vörur frá yfir fimmtíu birgjum víða í Evrópu, Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Kanada. Vörur frá Heilsu eru seldar í öllum apótekum, heilsubúðum, matvöruverslunum og í eigin verslun. Viðskiptavinirnir skipta hundruðum og umsvif fyrirtækisins eru því veruleg og starfsemin viðamikil. Ópusallt heldur utan um alla sölu, birgðahald og fjármál Heilsu. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 12 38 KJARTAN GUÐJÓNSSON ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR Baltasar Kormákur og Sögn ehf kynna Kvikmynd eftir Grím Hákonarson FRUMSÝND 17. SEPTEMBER Neytendasamtökin fagna því að Alþingi hafi loksins samþykkt lög um málsóknarfélög, sem gera hópmálsóknir mögulegar. Þetta kemur fram í frétt á vef samtak- anna. Þar segir að samtökin hafi hvatt til slíkrar lagasetningar um árabil. Hópmálsókn sé úrræði sem notað er þegar hópur fólks geri skaðabótakröfu á hendur tiltekn- um aðila. Það sé mjög mikilvægt því oft sé ekki um það háar upp- hæðir að ræða fyrir hvern og einn að það svari kostnaði að höfða mál fyrir dómstólum. Háar upphæðir geti þó verið í húfi fyrir hópinn í heild. „Það kom berlega í ljós eftir að upp komst um verðsamráð olíufélaganna hversu mikilvægt það er fyrir neytendur að geta höfðað sameig- inleg mál fyrir dómstólum,“ segja samtökin. - sh Neytendasamtökin ánægð: Lögum um hóp- málsókn fagnað Neytendasamtökunum hafa bor- ist ábendingar frá foreldrum um að sælgæti sé til sölu þar sem fólk á síst von á því. „Þannig er hægt að kippa með sér nammipoka í flestum bókabúðum, byggingar- vöruverslunum og jafnvel í póst- húsinu,“ segir í frétt í Neytenda- blaðinu. Í blaðinu er bent á að talsmaður neytenda hafi sett leiðbeiningar- reglur um aukna neytendavernd barna, og þar sé kveðið á um að leitast skuli við að sælgæti séu ekki við alla afgreiðslukassa. Van- höld séu á að það sé virt. - sh Erfitt að forðast freistingarnar: Sælgæti á ólík- legustu stöðum SÆLGÆTI Gotteríið leynist víða. „Besta ráðið til að fá beinar línur á nýmálaða veggi er að nota máln- ingarlímband. Maður setur límband á þann hluta sem skurðurinn á að koma á og málar síðan yfir límband- ið. Málningin lekur undir límbandið og inn í allar misfellur og loftgöt á veggjum. Málningin er látin þorna. Eftir það er hægt að mála það sem er hinum megin límbandsins í öðrum lit í beinni línu,“ segir Logi Karlsson, markaðsstjóri ferðaskrifstof- unnar Arctic Adventures. Það var bróðir Loga sem kenndi honum þessa góðu aðferð og notaði Logi hana þegar hann málaði íbúð sína í febrúar. „Hún er flekklaus,“ segir Logi. GÓÐ HÚSRÁÐ MÁLAR BEINAR LÍNUR ■ Logi Karlsson markaðsstjóri kann réttu aðferðina við að mála vegg.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.