Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2010, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 16.09.2010, Qupperneq 28
 16. SEPTEMBER 2010 FIMMTUDAGUR Sjóðurinn styrkir starfsmenntun innan sveitarfélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðstjórn skipuleggur Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar Sveitamennt er starfsmenntunarsjóður strarfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands Landsmennt, Sveitamennt og Ríkismennt eru fræðslusjóðir verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélög að sjóðunum eru nú 16 og er þar um að ræða stéttarfélög innan Starfs- greinasambands Íslands, SGS, utan þriggja aðildarfélaga þess á höfuðborgarsvæðinu sem standa að Flóabandalag- inu. „Helstu verkefni sjóðanna eru að sinna stuðningsverkefnum og þró- unar- og hvatningaraðgerðum í starfsmenntun. Sjóðunum er ætlað að styrkja rekstur námskeiða og stuðla að nýjungum í námsefnis- gerð ásamt því að veita einstakl- ingum, verkalýðsfélögum og at- vinnurekendum beina styrki vegna símenntunar og endurmenntunar,“ segir Kristín Njálsdóttir, forstöðu- maður sjóðanna þriggja. Landsmennt er stærstur sjóð- anna og tengist kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og verka- lýðsfélaga SGS á landsbyggðinni, um 24.000 manns. Ríkismennt er þróunar- og símenntunarsjóður um 2.500 starfsmanna ríkisins á lands- byggðinni innan sömu félaga og Sveitamennt er starfsmenntunar- sjóður um 3.500 starfsmanna sveit- arfélaga á landsbyggðinni innan að- ildarfélaga SGS. „Allir þrír sjóðirnir starfa eftir svipuðum markmiðum og eiga að auka möguleika fyrirtækja (Lands- mennt), sveitarfélaga (Sveitamennt) og stofnana þeirra og ríkisstofnana (Ríkismennt) á að þróa starfssvið sitt þannig að það samræmist kröf- um sem gerðar eru á hverjum tíma og efla starfsmenntun starfsmanna svo þeir verði færari til að takast á við stöðugt fjölbreyttari verkefni,“ segir Kristín. Hlutverk sjóðanna er mikilsvert í endur- og símennt- un í landinu, ekki síst þegar þrengt hefur að í atvinnulífinu. Ólíkt mörg- um sjóðum er lögð áhersla á að vinna með fyrirtækjum og stofn- unum að framgangi verkefna og hefur framkvæmdastjóri sjóðanna í mörgum tilfellum frumkvæði að verkefnum. Rúmlega 3.000 manns sækja ár- lega um einstaklingsstyrki vegna námskeiða eða formlegs náms. Hæsta nýtingarhlutfallið er hjá fé- lagsmönnum innan Sveitamennt- ar, eða um 20% árlega, en hjá Landsmennt og Ríkismennt sækja milli 12 og 14% félaga árlega um styrki. „Hámarksstyrkveiting á ári er almennt 75% af heildarkostn- aði, 90% hjá Sveitamennt og Rík- ismennt vegna náms sem teng- ist starfi einstaklings, en getur þó aldrei orðið hærri en 60.000 krón- ur á ári. Þá eiga félagsmenn rétt á styrk vegna meiraprófs að upphæð 100.000 krónur hjá öllum sjóðun- um en hver einstaklingur getur að- eins fengið slíkan styrk einu sinni. Einnig eru styrkt kaup á hjálpar- tækjum fyrir lestrar- og ritstuðn- ing og veittir styrkir vegna tóm- stundanámskeiða.“ Einstaklingar sækja um styrki á eyðublöðum til viðkomandi stéttar- félags sem sér um afgreiðslu þeirra í umboði sjóðanna. Fyrirtæki innan SA, sveitarfélög landsbyggðarinnar, ríkisstofnanir, stéttarfélög og/eða fræðsluaðilar sækja um styrki til stjórna sjóðanna með því að senda umsókn þess efnis þar sem fram koma helstu upplýsingar vegna við- komandi fræðsluverkefnis. Kristín segir hægt að sækja um með raf- rænum hætti beint frá heimasíð- um sjóðanna. Umsóknir þeirra séu síðan afgreiddar af stjórnum sjóð- anna sem hittast einu sinni í mán- uði. „Sjóðirnir eru tvískiptir eins og komið hefur fram, annars vegar styrkir til fyrirtækja, stofnana, stéttarfélaga og fræðsluaðila og hins vegar styrkir til einstakl- inga. Atvinnurekendur hafa marg- ir hverjir um land allt orðið með- vitaðir um kosti þess að mennta sitt starfsfólk, ekki síður en stéttarfé- lögin. Símenntun starfsmanna er oft lykill að betra starfsumhverfi og aukinni framleiðni.“ Kristín nefnir að einstaklingarn- ir sjálfir hafa verið meðvitaðir um mikilvægi þess að mennta sig, en flestir sem sótt hafa um styrk hafa sótt námskeið utan síns vinnutíma. „Framboð á námi hefur aukist veru- lega og stöðugt fleiri námskeið gefa einingar til frekara náms. Einstakl- ingarnir sem eiga aðild að sjóðun- um er það fólk sem vinnur hvað lengstan starfsdaginn á lands- byggðinni enda nýtir margt þeirra sér kosti fjarnámsins og marg- ir sækja sér menntun sem tengist þeirra vinnu.“ Kristín segir að samstarf sjóð- anna við símenntunarmiðstöðvar landsbyggðarinnar hafi verið mjög mikilvægt í sambandi við fullorð- insfræðslu almennt og hafa í raun skipt mestu máli í að koma á endur- og símenntun fyrir fullorðið fólk á landsbyggðinni. „Tilkoma fræðslusjóðanna hefur reynst fólki raunveruleg hvatning til að mennta sig og hefur verið ánægjulegt að upplifa aukningu á notkun sjóðanna nánast á hverju ári frá því þeir tóku til starfa.“ Stuðningur fræðslusjóða „Framboð á námi hefur aukist verulega og stöðugt fleiri námskeið gefa einingar til frekara náms og það eru félagsmenn að nýta sér,“ segir Kristín Njálsdóttir, for- stöðumaður Landsmenntar, Sveitamenntar og Ríkismenntar, sem eru fræðslusjóðir verkafólks á landsbyggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Til þess að koma enn frekar til móts við atvinnurekendur þá bjóða sjóðirnir þrír upp á verkefn- ið „Fræðslustjóri að láni“ en það verkefni var þróað í samstarfi við Starfsafl, fræðslusjóð SA og Flóa- bandalagsfélaga, sem er systur- sjóður Landsmenntar. Undanfar- in tvö ár hefur það verkefni verið unnið aðallega í samstarfi þriggja sjóða, Starfsafls, Landsmennt- ar og Starfsmennta- sjóðs verslunar- og skrifstofufólks. Fyr- irtækjum er boðið upp á fræðslustjóra að láni í tiltekinn tíma sem getur til dæmis aðstoð- að við að greina þörfina fyrir fræðslu, gera áætlun um námskeið, vinna starfs- lýsingar, skipuleggja mót- töku nýrra starfsmanna, koma á samningum við fræðsluaðila og svo framvegis. Síðan styrkja sjóðirnir þau námskeið sem haldin eru í kjölfar- ið. Sveitamennt og Ríkis- mennt bjóða upp á sams konar þjónustu hjá sveit- arfélögum og ríkisstofn- unum á landsbyggðinni. Fræðslustjóri að láni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.