Fréttablaðið - 16.09.2010, Qupperneq 28
16. SEPTEMBER 2010 FIMMTUDAGUR
Sjóðurinn styrkir starfsmenntun innan sveitarfélaga og
stofnana þeirra á landsbyggðinni
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum
stéttarfélaganna
Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðstjórn
skipuleggur
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar
Sveitamennt er starfsmenntunarsjóður strarfsmanna
sveitarfélaga á landsbyggðinni innan aðildarfélaga
Starfsgreinasambands Íslands
Landsmennt, Sveitamennt og
Ríkismennt eru fræðslusjóðir
verkafólks á landsbyggðinni.
Aðildarfélög að sjóðunum eru
nú 16 og er þar um að ræða
stéttarfélög innan Starfs-
greinasambands Íslands, SGS,
utan þriggja aðildarfélaga
þess á höfuðborgarsvæðinu
sem standa að Flóabandalag-
inu.
„Helstu verkefni sjóðanna eru að
sinna stuðningsverkefnum og þró-
unar- og hvatningaraðgerðum í
starfsmenntun. Sjóðunum er ætlað
að styrkja rekstur námskeiða og
stuðla að nýjungum í námsefnis-
gerð ásamt því að veita einstakl-
ingum, verkalýðsfélögum og at-
vinnurekendum beina styrki vegna
símenntunar og endurmenntunar,“
segir Kristín Njálsdóttir, forstöðu-
maður sjóðanna þriggja.
Landsmennt er stærstur sjóð-
anna og tengist kjarasamningi
Samtaka atvinnulífsins og verka-
lýðsfélaga SGS á landsbyggðinni,
um 24.000 manns. Ríkismennt er
þróunar- og símenntunarsjóður um
2.500 starfsmanna ríkisins á lands-
byggðinni innan sömu félaga og
Sveitamennt er starfsmenntunar-
sjóður um 3.500 starfsmanna sveit-
arfélaga á landsbyggðinni innan að-
ildarfélaga SGS.
„Allir þrír sjóðirnir starfa eftir
svipuðum markmiðum og eiga að
auka möguleika fyrirtækja (Lands-
mennt), sveitarfélaga (Sveitamennt)
og stofnana þeirra og ríkisstofnana
(Ríkismennt) á að þróa starfssvið
sitt þannig að það samræmist kröf-
um sem gerðar eru á hverjum tíma
og efla starfsmenntun starfsmanna
svo þeir verði færari til að takast á
við stöðugt fjölbreyttari verkefni,“
segir Kristín. Hlutverk sjóðanna
er mikilsvert í endur- og símennt-
un í landinu, ekki síst þegar þrengt
hefur að í atvinnulífinu. Ólíkt mörg-
um sjóðum er lögð áhersla á að
vinna með fyrirtækjum og stofn-
unum að framgangi verkefna og
hefur framkvæmdastjóri sjóðanna
í mörgum tilfellum frumkvæði að
verkefnum.
Rúmlega 3.000 manns sækja ár-
lega um einstaklingsstyrki vegna
námskeiða eða formlegs náms.
Hæsta nýtingarhlutfallið er hjá fé-
lagsmönnum innan Sveitamennt-
ar, eða um 20% árlega, en hjá
Landsmennt og Ríkismennt sækja
milli 12 og 14% félaga árlega um
styrki. „Hámarksstyrkveiting á ári
er almennt 75% af heildarkostn-
aði, 90% hjá Sveitamennt og Rík-
ismennt vegna náms sem teng-
ist starfi einstaklings, en getur þó
aldrei orðið hærri en 60.000 krón-
ur á ári. Þá eiga félagsmenn rétt á
styrk vegna meiraprófs að upphæð
100.000 krónur hjá öllum sjóðun-
um en hver einstaklingur getur að-
eins fengið slíkan styrk einu sinni.
Einnig eru styrkt kaup á hjálpar-
tækjum fyrir lestrar- og ritstuðn-
ing og veittir styrkir vegna tóm-
stundanámskeiða.“
Einstaklingar sækja um styrki á
eyðublöðum til viðkomandi stéttar-
félags sem sér um afgreiðslu þeirra
í umboði sjóðanna. Fyrirtæki innan
SA, sveitarfélög landsbyggðarinnar,
ríkisstofnanir, stéttarfélög og/eða
fræðsluaðilar sækja um styrki til
stjórna sjóðanna með því að senda
umsókn þess efnis þar sem fram
koma helstu upplýsingar vegna við-
komandi fræðsluverkefnis. Kristín
segir hægt að sækja um með raf-
rænum hætti beint frá heimasíð-
um sjóðanna. Umsóknir þeirra séu
síðan afgreiddar af stjórnum sjóð-
anna sem hittast einu sinni í mán-
uði.
„Sjóðirnir eru tvískiptir eins og
komið hefur fram, annars vegar
styrkir til fyrirtækja, stofnana,
stéttarfélaga og fræðsluaðila og
hins vegar styrkir til einstakl-
inga. Atvinnurekendur hafa marg-
ir hverjir um land allt orðið með-
vitaðir um kosti þess að mennta sitt
starfsfólk, ekki síður en stéttarfé-
lögin. Símenntun starfsmanna er
oft lykill að betra starfsumhverfi
og aukinni framleiðni.“
Kristín nefnir að einstaklingarn-
ir sjálfir hafa verið meðvitaðir um
mikilvægi þess að mennta sig, en
flestir sem sótt hafa um styrk hafa
sótt námskeið utan síns vinnutíma.
„Framboð á námi hefur aukist veru-
lega og stöðugt fleiri námskeið gefa
einingar til frekara náms. Einstakl-
ingarnir sem eiga aðild að sjóðun-
um er það fólk sem vinnur hvað
lengstan starfsdaginn á lands-
byggðinni enda nýtir margt þeirra
sér kosti fjarnámsins og marg-
ir sækja sér menntun sem tengist
þeirra vinnu.“
Kristín segir að samstarf sjóð-
anna við símenntunarmiðstöðvar
landsbyggðarinnar hafi verið mjög
mikilvægt í sambandi við fullorð-
insfræðslu almennt og hafa í raun
skipt mestu máli í að koma á endur-
og símenntun fyrir fullorðið fólk á
landsbyggðinni.
„Tilkoma fræðslusjóðanna hefur
reynst fólki raunveruleg hvatning
til að mennta sig og hefur verið
ánægjulegt að upplifa aukningu á
notkun sjóðanna nánast á hverju ári
frá því þeir tóku til starfa.“
Stuðningur fræðslusjóða
„Framboð á námi hefur aukist verulega og stöðugt fleiri námskeið gefa einingar til
frekara náms og það eru félagsmenn að nýta sér,“ segir Kristín Njálsdóttir, for-
stöðumaður Landsmenntar, Sveitamenntar og Ríkismenntar, sem eru fræðslusjóðir
verkafólks á landsbyggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Til þess að koma enn frekar til
móts við atvinnurekendur þá
bjóða sjóðirnir þrír upp á verkefn-
ið „Fræðslustjóri að láni“ en það
verkefni var þróað í samstarfi við
Starfsafl, fræðslusjóð SA og Flóa-
bandalagsfélaga, sem er systur-
sjóður Landsmenntar. Undanfar-
in tvö ár hefur það verkefni verið
unnið aðallega í samstarfi þriggja
sjóða, Starfsafls, Landsmennt-
ar og Starfsmennta-
sjóðs verslunar- og
skrifstofufólks. Fyr-
irtækjum er boðið upp
á fræðslustjóra að láni
í tiltekinn tíma sem
getur til dæmis aðstoð-
að við að greina þörfina
fyrir fræðslu, gera áætlun
um námskeið, vinna starfs-
lýsingar, skipuleggja mót-
töku nýrra starfsmanna, koma á
samningum við fræðsluaðila og
svo framvegis. Síðan styrkja
sjóðirnir þau námskeið
sem haldin eru í kjölfar-
ið. Sveitamennt og Ríkis-
mennt bjóða upp á sams
konar þjónustu hjá sveit-
arfélögum og ríkisstofn-
unum á landsbyggðinni.
Fræðslustjóri að láni