Fréttablaðið - 16.09.2010, Síða 36

Fréttablaðið - 16.09.2010, Síða 36
 16. SEPTEMBER 2010 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● starfsmennt Starfsafl er í eigu Flóabanda- lagsins, Eflingar, Hlífar og VSFK, og Samtaka atvinnu- lífsins og styrkir félagsmenn og fyrirtæki í starfsmennt- un. Sveinn Aðalsteinsson er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs. „Í raun hefur orðið alger sprenging hjá okkur í umsóknum um fræðslu- styrki eftir hrun. Við veittum um 50% fleiri styrki árið 2009 en 2008 og upphæðirnar voru samtals 80% hærri 2009. Við styrkjum félags- menn Eflingar, Hlífar og Verka- lýðsfélagsins í Keflavík og það er ljóst að þeir félagsmenn hafa ekki farið varhluta af lélegu atvinnuá- standi eftir hrun. Við erum mjög ánægð að fólk skuli leita til okkar í þessu árferði og nýta sinn kjara- samningsbundna rétt,“ segir Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs. Starfsafl er í eigu Flóabandalagsins, Efling- ar, Hlífar og VSFK, og Samtaka atvinnulífsins. „Stéttarfélögin sjá um upplýsingar og aðstoð við fé- lagsmenn sem óska eftir fræðslu- styrk þannig að félagsmenn snúa sér fyrst og fremst til síns félags,“ bætir Sveinn við. „Starfsafl fjármagnar þrenns konar verkefni. Í fyrsta lagi greið- um við einstaklingsstyrki, setjum reglur um upphæðir, fylgigögn og þess háttar. Í öðru lagi styrkjum við fyrirtæki sem vilja mennta sitt starfsfólk í Flóabandalaginu. Þetta hefur verið eitt af okkar megin- verkefnum því almennt gera fyr- irtækin sér ekki grein fyrir þeim möguleikum sem þau hafa í þess- um efnum. Í þriðja lagi styrkj- um við ýmis verkefni sem styrkja starfsmenntaumhverfið, námsefni og fleira.“ Geta félagsmenn fengið styrk í hvaða nám sem er? „Við skiptum styrkjum í tvo flokka, starsfmenntanám og tómstunda- nám. Við veitum hærri styrki eða allt að 75% kostnaðar í starfs- menntanám þó aldrei meira en 60 þúsund krónur á ári fyrir fé- lagsmenn í fullu starfi. Það getur verið tölvunám, enskunám, nám í símenntunarmiðstöðvum sem er starfstengt, ökunám og fleira. Tómstundastyrkirnir eru svo 50%, þó aldrei meira en 18 þúsund krón- ur á ári. Það getur í raun verið hvað sem er en við reynum að hafa eftirlit með fræðsluaðilum og vilj- um í öllum tilvikum fá lögformlega reikninga. Ég bendi á skrifstof- ur stéttarfélaganna fyrir frekari upplýsingar og einnig á vefsíðuna starfsafl.is.“ Hvernig virka styrkir til fyrir- tækja – getur hver sem er sótt um hvað sem er? „Svo framarlega sem fyrirtækið hefur félagsmenn Efl- ingar, Hlífar eða VSFK í vinnu þá getur fyrirtækið sótt um styrk hjá okkur til að kosta starfsmenntun félagsmanna. Yfirleitt veitum við 75% styrk af kostnaði við starfs- menntanám og það getur verið mjög fjölbreytt. Við höfum styrkt starfsmenntun og námskeið fyr- irtækja í matvælavinnslu, ræsti- tækni, vistakstri, hópefli, íslensku- nám og fleiru. Við skipuleggjum ekki námskeið en getum bent á fræðsluaðila ef fyrirtækin vilja,“ segir Sveinn og bendir fyrirtækj- um á að hafa samband við Starfs- afl til að fá frekari upplýsingar eða fara á vefsíðuna starfsafl.is. Styrkjum starfsmenntun Við erum mjög ánægð að fólk skuli leita til okkar í þessu árferði og nýta sinn kjarasamningsbundna rétt,“ segir Sveinn Aðalsteins- son, framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Starfsafl og fleiri fræðslusjóðir hafa nú í rúmt ár boðið fyrirtækjum upp á verkefnið „Fræðslustjóri að láni“. Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls, útskýrir verkefnið nánar. „Fræðslustjóri að láni hefur vakið mikla lukku meðal þeirra fyrirtækja sem hafa tekið þátt. Alls hafa tæplega 40 fyrirtæki fengið þessa fyrir- greiðslu, mörg hver stór en flest með 20- 100 starfsmenn. Verkefnið gengur út á það að fræðslusjóðirnir lána út sjálf- stæðan mannauðsráðgjafa, fyrirtækjum að kostnaðarlausu, sem fer yfir þjálfunar- mál fyrirtækisins og býr til símenntunar- áætlun í fullu samráði við stjórnendur og starfsmenn. Mannauðsráðgjafinn leitar upp- lýsinga hjá bæði stjórnendum og starfsmönn- um, hvað er vel gert og hvað má betur fara í þjálfunarmálum fyrirtækisins. Þetta hefur gefið mjög góða raun, fyrirtækin fá sérsniðna fræðslu, skila betri vörum og þjónustu og þar með meiri arði, starfsmenn verða ánægðari í starfi og marg- ir hverjir fá aukna ábyrgð í starfi. Við höfum ótal dæmi um þetta frá þeim fyrirtækjum sem hafa farið í gegnum þetta prógramm með okkur.“ Hvað eiga stjórnendur að gera til að taka þátt? „Einfaldast er að hringja í okkur eða senda okkur póst, starfsafl@starfs- afl.is. Allar upplýsing- ar er líka að fá á vefsíð- unni, starfsafl.is.“ Vel heppnuð fræðsluráðgjöf Elsa Heimisdóttir, starfsmanna- stjóri IKEA, tók þátt í verkefn- inu Fræðslustjóri að láni haust- ið 2009. „Okkur barst tölvupóstur frá Starfsafli þar sem verkefnið „Fræðslustjóri að láni“ var kynnt. Við ákváðum að slá til og þiggja gott boð. Þegar samningar höfðu náðst um praktísk mál fengum við fræðslustjórann í hús sem var ráð- gjafi frá Attentus, Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir. Starfsafl greiddi kostnaðinn. Að loknu verkefninu, sem unnið var fyrir starfsmenn sem greiða í Eflingu stéttarfélag, hófst síðan samstarf við Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks til að vinna að þjálfunarmálum þeirra sem greiða í VR. Ingunn sá einnig um þá vinnu, enda vel inni í málum fyrirtækisins frá fyrra verkefni. Ingunn setti sig vel inn í þarfir fyrirtækisins og sýn stjórnenda á hvaða stefnu fyrirtækið vildi taka í þjálfunarmálum. Hún var með raunhæf markmið og aðgerðir sem miðuðu að því að bæta þjálfunar- mál og auka þannig hæfni og getu starfsmanna, öllum í hag. Ingunn og það starf sem hún vann innan fyrir- tækisins var mikil vítamínsprauta fyrir starfsmenn starfsmannasviðs og mannauðstengda umræðu innan þess. Frábært verkefni sem skilaði praktískum og raunhæfum niður- stöðum um þjálfunarmál og sýn á ýmsa ferla innanhúss. Bæði verk- efnin voru mikil lyftistöng fyrir fyrirtækið í heild,“ segir Elsa. Lyftistöng fyrir IKEA Elsa Heimisdóttir, starfsmannastjóri IKEA, segir fræðslustjóraverkefnið hafa verið mikla lyftistöng fyrir fyrirtækið. SETTU Í GANG FINNDU NÁMSKEIÐ VIÐ STYRKJUM ÞIG 1 2 3 VI RK JAÐ U HÆFILEIKANA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.