Fréttablaðið - 16.09.2010, Side 38

Fréttablaðið - 16.09.2010, Side 38
 16. SEPTEMBER 2010 FIMMTUDAGUR Símey, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar er ört vaxandi stofnun þar sem mikið er um að vera. „Símey er símenntunarmiðstöð fyrir fullorðna og við erum að gera mjög margt. Þungamiðjan í starfseminni okkar er þó almennt námskeiðahald. Við bjóðum upp á námskeið í öllu mögulegu raun- verulega. Það eru námskeið í tóm- stundum, tungumálanámskeið, persónuhæfninámskeið og starfs- tengd námskeið. Við erum líka að bjóða námskeið sem eru kennd samkvæmt námskrá frá Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins og þau má meta til eininga á framhaldsskóla- stigi. Það hefur kannski verið hvað mestur vöxtur í þeim námskeiðum og eftirspurnin aukist mest milli ára,“ segir Erla Björg Guðmunds- dóttir, framkvæmdasjóri Símeyj- ar. „Svo hefur verið mjög ört vax- andi hjá okkur þáttur náms- og starfsráðgjafar og við erum með þrjá náms- og starfsráðgjafa starf- andi hjá miðstöðinni. Þeir taka fólk í viðtöl og hafa verið að taka viðtöl líka fyrir Vinnumálastofnun. Svo vísa þeir fólki áfram bæði í nám og störf. Hér er líka hægt að taka áhugasviðskannanir og við bjóðum upp á raunfærnimat.“ Erla segir að Símey vinni líka mikið með fyrirtækjum. „Við bjóð- um upp á þarfagreiningaraðferð sem heitir markviss. Þá förum við inn í fyrirtæki og tökum út, með starfsfólki á vinnustaðnum, hver er raunveruleg þörf fyrirtækis- ins fyrir sí- og endurmenntun. Við erum líka að koma að rekstri fjöl- margra fyrirtækjaskóla. Þetta eru svona þau fyrirtæki sem eru hvað virkust þegar kemur að því að bjóða starfsfólki upp á símenntun og þá skipuleggjum við hana með þeim og höldum utan um hana.“ Erla segir að það sé nóg að gera og mikið fjör á miðstöðinni. „Við urðum 10 ára í vor og erum með starfstöð á Akureyri og líka úti á Dalvík í námsverinu þar. Við erum með níu starfsmenn á launaskrá og svo eru um hundrað verktakar sem koma að kennslu á námskeiðunum á hverju ári. Þátttakendur á nám- skeiðunum hafa verið svona um þúsund á ári, mest héðan frá Akur- eyri en við höfum verið með nám- skeið á Grenivík og Ólafsfirði og Dalvík og með tilkomu gagnanna þá munum við þjónusta Siglufjörð. Við erum að byggja við þannig að það er mikið að gerast hjá okkur og húsnæðið okkar mun stækka um helming svo við sjáum fram á að geta veitt mun betri þjónustu í framhaldi af því. Hér er mjög skemmtilegt and- rúmsloft, bæði vegna fólksins sem kemur hingað og fólksins sem vinnur hérna en við munum geta lagt miklu meiri áherslu á það þegar við fáum meira pláss, stóra kaffistofu og fleiri kennslu- stofur.“ Haustönnin er byrjuð hjá Símey en í vetur verður boðið upp á fjölda mislangra námskeiða. „Nú þegar eru hérna 150 manns sem eru komnir af stað og það er allt í vottuðu námsleiðunum sem má meta til eininga á framhaldsskóla- stigi. Af lengri námskeiðunum eru enskunámskeið alltaf vinsæl og á styttri námskeiðunum virðist ætla að verða mest aðsókn á photoshop- námskeið og námskeið í hunda- þjálfun sem við erum að bjóða upp á í fyrsta skipti,“ segir Erla. Mikil aðsókn á námskeiðin Erla Björg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, segir mikið vera að gerast hjá Símey og mikla aðsókn á hin ýmsu námskeið. MYND/HEIDA.IS ● HELSTU NÁMSGREINAR FRAMHALDSSKÓLASTIGS- INS Nám og þjálfun í bóklegum greinum er 300 kennslustunda náms- leið fyrir þá sem hafa áhuga á að taka grunnfögin á framhaldsskóla- stigi. Kennt er tvisvar sinnum í viku á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 16 til 19. Námsleiðin er ætluð þeim sem eru 20 ára og eldri. Nám og þjálfun í bóklegum greinum er tilvalin námsleið fyrir þá sem hafa hug á að fara í iðnnám eða eru að fara í gegnum raunfærnimat. Helstu námsgreinar eru íslenska 102, danska 102, enska 102 og stærð- fræði 102 og 122. Einnig er boðið upp á Nám og þjálfun í bóklegum greinum fyrir út- lendinga sem hafa ákveðinn grunn í íslensku. Helstu námsgreinar eru íslenska 102, 202 og 212, danska, enska 102 og stærðfræði 102. Námið er metið til eininga á framhalds- skólastigi. Nánari upplýsingar á simey.is ● FERÐAST HEIMA Í STOFU Flakkað um heiminn á netinu er stutt námskeið hjá Símey þar sem er farið í þau for- rit sem eru í boði í dag til að flakka um heiminn úr stóln- um heima hjá sér. Meðal þess sem er kennt á eru forrit eins og Google earth sem er með loft- myndir af öllum heiminum og Google maps þar sem hægt er að skoða kort af helstu borgum og stöðum í heiminum og upp- lifa í þrívídd. Námskeiðið er 6 kennslu- stundir og leiðbeinandi er Vilberg Helgason.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.