Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 12
12 18. september 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Er rétt að ákæra ráðherra vegna athafna eða athafna-leysis? Hafi hann brotið gegn skýru refsiákvæði er svarið já. Leiki vafi þar á er svar- ið nei. Er réttlætanlegt að ráðherrar sæti málsmeðferð sem stríðir gegn mannréttindum þegar almennir borgarar eiga í hlut? Erfitt er að færa fram málefnaleg rök fyrir því. Skiptir þá engu máli að stjórn- arskráin og lög um ráðherraábyrgð eru einfaldlega á þennan veg? Svar- ið er ekki einfalt. Hafa verður hugfast að reglurnar eiga rætur í stjórnskipun nítjándu aldar, fyrir daga þingræðisins og nútíma mann- réttindasjónar- miða við máls- meðferð. Hér hefur þeim aldrei verið beitt. Ein aðferð er að segja: Fyrst reglurnar eru þarna er rétt að láta á það reyna hvort unnt er að komast upp með það gagnvart Mannréttindadómstólnum að þeim verði beitt. Ráðherra mannréttinda er á því máli. Rétt er þó að muna að slík tilraun mistókst þegar stjórn- völd reyndu að verja sýslumanna- rannsóknarréttarfarið fyrir Mann- réttindadómstólnum á sínum tíma. Annar kostur er að segja: Fyrst Alþingi brást í því að samræma þessar reglur þeim almennu mann- réttindum sem allir aðrir njóta er rétt að Alþingi beri sjálft hallann af því en ekki sakborningarnir. Kom- ist menn að þessari niðurstöðu þurfa þeir að finna aðrar leiðir til að eðlilegt uppgjör við fortíðina fari fram. Það getur verið skynsamlegt frá sjónarhóli mannréttinda. Um leið opnar sú hugsun möguleika á að láta ekki fyrningarreglur ráða þeim tímamörkum sem uppgjörið nær til. Uppgjörið ÞORSTEINN PÁLSSON Íþessu samhengi þarf að horfa á fleiri þætti en skort á rétt-látri málsmeðferð. Rann-sóknarnefndarskýrslan sýnir að á sex ára tíma fram að hruni gjaldmiðilsins og bankanna stuðl- uðu ákvarðanir og ákvarðanaleysi býsna margra að því sem varð. Skýrslan greinir réttilega að stjórnvöld peningamála bera mesta ábyrgð á falli gjaldmiðilsins. Stjórn- endur og eigendur bankanna bera hins vegar mesta ábyrgð á falli þeirra. Það sem úrskeiðis fór hjá stjórn- völdum snýr einkum að einka- væðingu bankanna, stefnunni í ríkisfjármálum, á húsnæðislána- markaðnum og í peningamálum. Rannsóknarnefndin telur að ekki hafi verið unnt að koma í veg fyrir fall bankanna eftir 2006. Ógerlegt var að hindra fall krón- unnar eftir að viðskiptahallinn fór í tuttugu og fimm af hundraði. Vandinn er sá að athafnir jafnt sem athafnaleysi í efnahagsmálum eiga jafnan rætur í pólitísku mati sem ekki er refsivert í lýðræðisþjóðfé- lagi. Í þeim ákærutillögum sem fyrir liggja eru formsatriði eins og ófull- nægjandi miðlun upplýsinga og skortur á umræðum á formleg- um ríkisstjórnarfundum árið 2008 talin refsiverð. Þessi atriði kunna að vera ámælisverð frá sjónarmiði góðra stjórnsýsluhátta eins og fram kemur í rannsóknarnefndarskýrsl- unni. Í ákærutillögunum eru á hinn bóginn ekki leidd fullnægjandi rök að því að beint orsakasamhengi sé á milli þessara formgalla í stjórn- sýslu og hruns krónunnar og bank- anna. Erfitt er að sjá að það geti á endanum leitt til sakfellingar. Þegar mál er þannig vaxið eru hæpin rök fyrir ákærum. Hvar stendur þjóðin gagnvart uppgjör- inu ef svo fer að málatilbúnaðurinn stenst ekki fyrir dómi? Orsök og afleiðing Ákærutillögurnar taka aðeins til formgalla í stjórnsýslu á nokkurra mánaða tímabili rétt fyrir hrunið. Þær taka hins vegar ekki til þess tíma þegar þeir atburðir gerðust sem raunverulega leiddu til hruns krónunnar og bankanna. Á þeim tíma má þó finna sömu formgalla. Sumir byggjast á langri venju. Fyrningarreglur ráða því að aðeins er horft á þennan þrönga tíma. Ef ákærurnar eru bornar saman við rannsóknarnefndar- skýrsluna er með engu móti unnt að segja að þær nái til allra þeirra þátta sem mestu réðu um að svo fór sem fór. Er Alþingi sátt við að ljúka uppgjörinu með þeim hætti? Einungis hefur komið til skoðunar að ráðherrar beri ábyrgð með emb- ættismissi og refsingu landsdóms. Einn kostur er þó til sem aldrei hefur verið nýttur hér en stundum í grannríkjum eins og Danmörku. Alþingi getur þannig samþykkt ályktun þar sem tilteknar embætt- isathafnir ráðherra sæta ámæli. Þegar þetta er gert í Danmörku er í daglegu máli sagt að þjóðþingið gefi ráðherrum langt nef. Þetta er veiga- mikil stjórnskipuleg málsmeðferð. Helsti kosturinn við þessa aðferð er sá að unnt er að leggja skýrslu rannsóknarnefndarinnar um allt tímabilið til grundvallar málalok- um um ráðherraábyrgð. Fyrning- arreglur ráða þá ekki alfarið til hverra uppgjörið nær. Áminning- in yrði að sönnu vægari en refsi- leiðin. Á móti yrði uppgjörið reist á öllum sannleikanum en ekki bara hluta hans. Að öllu þessu virtu er mjög áleit- in spurning hvort þessi leið er ekki skynsamlegri og ef til vill réttlát- ari í leit þjóðarinnar að jafnvægi í uppgjöri við fortíðina og þrá eftir sáttum og endurreisn samfélags- ins. Langt nef Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Hágæða þvottavél WM 16S462DN Tekur mest 8 kg, vindur upp í 1600 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor. Aukahljóðeinangrun. Mjög stutt kerfi (15 mín.). Orkuflokkur A. Tækifærisverð: 179.900 kr. stgr. (Fullt verð: 219.900 kr.) Ó trúlega margir þolendur kynferðisafbrota hafa ekki sagt til þeirra sem gerðu á hlut þeirra fyrr en löngu síðar og jafnvel aldrei. Ótrúlega margir hafa byrgt afar þungbæra reynslu af alvarlegum glæp innra með sér. Sumir hafa orðið fyrir öðru áfalli þegar þeir hafa sagt frá glæpnum, en jafnvel fjölskylda og vinir hafa ekki trúað þeim eða þá ráðlagt þeim að þegja áfram og gera málið ekki opinbert. Sumir hafa haft kjark til að leita til réttarkerfisins en enn á ný mætt vantrú og slælegum vinnubrögðum við rannsókn málanna, sem hefur jafnvel leitt til að engin ákæra var gefin út eða málin farið út um þúfur í dómskerfinu. Fórnarlömbin hafa setið uppi með skömm, sjálfsásökun og vantrú á að nokkur myndi koma þeim til hjálpar, en ofbeldismennirnir hafa margir hverjir farið sínu fram eins og ekkert hefði í skorizt. Lengi vel voru umræður um kynferðisbrot nánast tabú. Það hefur breytzt á síðustu árum. Kirkjan hefur undanfarnar vikur verið að bíta úr nálinni með að frásagnir, sem í dag eru teknar alvarlega, voru menn ekki reiðu- búnir að hlusta á og bregðast við af nægilegri festu fyrir hálfum öðrum áratug. Þetta á ekki einungis við innan kirkjunnar. Fréttablaðið sagði í vikunni frá máli manns í Vestmannaeyjum, sem í fyrra var kærður fyrir ofbeldi gegn fimm ára gamalli stúlku. Þegar foreldrar henn- ar kærðu málið gáfu sig fram nítján konur, sem sökuðu manninn um að hafa beitt sig ofbeldi á árum áður. Öll brotin voru fyrnd, þar á meðal brot gegn barnabarni mannsins. Hann var ákærður en sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands, að öllum líkindum vegna þess að barnaverndaryfirvöld og lögregla klúðruðu rannsókninni og leituðu ekki til Barnahúss fyrr en mánuði eftir að meint brot var framið. Þetta gerist þrátt fyrir miklar umræður um gildi Barna- hússins síðustu ár og verður að teljast með ólíkindum. Augljóslega var þagað yfir málum að minnsta kosti einhverra af konunum nítján árum saman. Þar var samfélagslegt mein á ferð, en um leið getum við fagnað því að nú er svo komið að fólk telur sig geta sagt frá slíkum brotum, jafnvel þótt þau séu fyrnd. Í fyrrakvöld greindi Biskupsstofa frá því að fag ráð kirkjunnar um kynferðisbrot hefði tekið til meðferðar mál þriggja einstaklinga sem sökuðu prest um að hafa brotið gegn sér fyrir aldarfjórðungi. Viðkomandi starfar ekki lengur í kirkjunni en hefur játað brot sín fyrir ráðinu. Þessi afgreiðsla kirkjunnar á málinu sýnir að hún hefur lært sína lexíu og gerir nú hreint fyrir sínum dyrum. Í dag segir Fréttablaðið frá því að umræða undanfarinna vikna hafi leitt til þess að nú liggi straumur eldra fólks til Stígamóta. Þetta fólk vill segja frá kynferðisbrotum, sem áttu sér stað fyrir löngu og hafa verið þögguð niður, meðal annars í skjóli embættis- valds. Nú er loksins svo komið að fólk treystir sér til að segja frá og fá viðurkenningu á að brotið hafi verið á því. Kynferðisbrot eiga ekki að liggja í þagnargildi. Umræða um þau er gagnleg og nauðsynleg og verður vonandi til þess að enginn telji að hann eigi að þegja um slík brot, heldur segi frá þeim strax þannig að brotamennirnir séu stöðvaðir um leið. Kynferðisbrot eiga ekki að liggja í þagnargildi. Þögnin rofin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.