Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 34
2 matur
HvunndagsKökur A
Aðal-
rétturS
Smá-
réttir Sætindi
Skýringar á uppskriftatáknum:
SUNNUTORG
ER SUKKÞÖRFIN KNÝR Á
Sólveig Gísladóttir
Ég ólst ekki upp við mikið sælgætisát. Í Þýskalandi var enda ekki til siðs að bryðja brjóstsykur eða japla á súkkulaði í tíma og ótíma. Gosdrykkir voru sjaldan á borðum og í mesta lagi að maður leyfði
sér að blanda saman sódavatni og eplasafa á tyllidögum.
Svo fluttum við heim þar sem sjoppur eru á hverju götuhorni. Þá fór
maður að stelast til að kaupa bland í poka, Curly Wurly, Ískóla og RcCola,
sem var ódýrast á grunnskólárum mínum.
Peningaleysi var vitaskuld vandamál hjá tíu til tólf ára
barni. Því var litli bróðir, sem gaf sig út fyrir að vera snill-
ingur í spilakössum, í miklu uppáhaldi. Hann var stund-
um sendur út með nokkra tíkalla sem honum tókst að
margfalda og kom þá heim hlaðinn sælgæti og jafnvel
með vídeóspólu. Þá ríkti gleði í höllinni.
Á unglingsárunum jókst sykurþörfin um helming.
Bestu minningarnar voru að liggja uppi í rúmi með góða
bók, súkkulaðistykki á sænginni og kókflöskuna á kantin-
um. Peningaleysið hrjáði þó enn og varð til þess að ég gerði
hinar ýmsustu æfingar í eldhúsinu til að uppfylla sykurþörf-
ina. Þannig fannst mér hið ágætasta sælgæti að þeyta saman
egg og sykur og borða með skeið. Fryst kókómjólk kom vel í
staðinn fyrir ís og bræddur sykur með smjöri var hin ágæt-
asta karamella. Þessi sykurfíkn hefur líklega einnig orðið til
þess að ég kann í dag að baka ágætar kökur.
Gjarnan vildi ég ljúka þessum pistli á því að segja að ég hafi þroskast
upp úr þessu öllu saman. Lifi nú heilbrigðum lífsstíl með einum nammi-
degi, á laugardögum, kjósi vatn fram yfir gos og fái mér döðlu í stað
súkkulaðis, en þá væri ég að ljúga. Nammigrísinn lifir enn góðu og
sjálfstæðu lífi og heimtar sitt, sérstaklega á kvöldin fyrir framan
sjónvarpið. Stundum fer ég í átak og reyni þá að eiga ekkert sælgæti á
heimilinu, það virkar stundum en fáheyrð er sú gleði á slíkum tímum
þegar ég uppgötva löngu gleymdan súkkulaðimola í efstu hillu ísskápsins,
þá er gaman að lifa.
Sunnutorg við Langholtsveg var byggt árið 1958
sem strætisvagnabiðstöð með aðstöðu fyrir bíl-
stjórana til að hvíla sig á milli ferða. Þar höfðu
ófáir strætisvagnar viðkomu og má segja að það
hafi verið Hlemmtorg síns tíma.
Í dag er þar rekinn söluturninn Sunnutorg.
„Andinn í hverfinu er mjög góður, hingað sækja
margir fastakúnnar sem þekkjast jafnvel inn-
byrðis, hittast hér og spjalla um daginn og
veginn,“ segir Egill Magnússon, starfsmaður
Sunnutorgs. Hann líkir Sunnutorgi við hálf-
gerða félagsmiðstöð þar sem fólk kaupir sér
kaffibolla, gluggar í blöðin og spjallar við aðra
gesti söluturnsins.
En hvað annað er boðið upp á á Sunntorgi? „Við höfum fundið fyrir mikilli aukningu í pylsusöl-
unni undanfarið en mörgum þykja þær skrambi góðar. Fólk gerir oft grín þegar það kemur inn
og spyr hvort hér séu ekki bæjarins bestu, eða í það minnsta næst bestu,“ segir Egill glaðlega
og bætir við að tóbakssalan sé í miklum blóma enda stæri þeir sig af fremur lágu gjaldi.
Á Sunnutorg sækir fjölbreyttur hópur fólks. „Við höfum gantast með að hægt væri að búa
til lítinn, sætan sjónvarpsþátt um lífið á Sunntorgi,“ segir Egill og hlær. Inntur eftir því hvort
lúgan sé mikið notuð játar hann því. „Hér kemur fólk í sunndagsbíltúrnum og margir kaupa
sér kók eða appelsín í gleri og lakkrísrör með.“
Hálfgerð félagsmiðstöð
Það er allt of gott að borða yfir sjónvarpinu á kvöldin,“ segir söngvarinn Jóhann Friðgeir
Valdimarsson sem veit fátt betra
eftir langan vinnudag en að slaka
á með eitthvað gott að narta í, þá
helst ís. „Ég gerði mikið af því en
er hættur því núna,“ segir Jóhann
sem tók mataræði sitt í gegn í byrj-
un árs og hefur í kjölfarið misst
tuttugu kíló.
Hann gefur því uppskrift að
túnfisksalati sem auðveldlega
má breyta fyrir þá sem huga að
hollustunni. „Maður getur sleppt
majonesinu og doritos-flögunum
og þá er þetta orðið hollt og gott,“
segir Jóhann sem æfir nú af kappi
hlutverk hertogans í óperunni
Rigoletto eftir Verdi. „Hertoginn
er kvennabósi og Rigoletto hirðfífl
Yndislegt að narta
Jóhann Friðgeir Valdimarsson elskar að slaka á kvöldin og hafa gott snarl við
hendina. Í seinni tíð hefur hann þó ekki leyft sér slíkt þar sem hann hefur tekið
mataræðið í gegn. Öðru hverju býr hann þó til ljúffengt túnfisksalat.
2 dósir túnfiskur (ég nota 1 með olíu
og 1 án, tek safann af)
4 tómatar (smátt skornir)
1 rauðlaukur (smátt skorinn)
1 askja ferskt kóriander
Safi úr ½ til 1 lime
Sletta af majonesi eða
sýrðum rjóma (má sleppa).
Borið fram með saltkexi eða
Doritos-snakki.
TÚNFISKSALAT MEÐ DORITOS
hans. Hertoginn heillast af dóttur
Rigoletto og hirðfíflið brjálast út í
hertogann. Að lokum ræður hann
sér leigumorðinga en ekki vill
betur til en svo að dóttir hans er
myrt í misgripum.“
Óperan verður frumsýnd í
Íslensku óperunni 9. október næst-
komandi.
- sg
Túnfisksalatið getur bæði hentað sukkurum og þeim sem vilja hollan mat. Með því að sleppa majonesi og Doritos verður sal-
atið hollt og gott. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins.
Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Vera Einarsdóttir, Júlía
Margrét Alexandersdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is
S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ...
Mylur alla ávexti, grænmeti
klaka og nánast hvað sem er
Hnoðar deig
Býr til heita súpu og ís
Uppskriftarbók og DVD diskur
fylgja með
Lífstíðareign!
Blandarinn sem allir eru
að tala um!
Tilboðsve
Uppskrifta
disku
Mötuneyti og stóreldhús
Kíkið inn á grimurkokkur.is og skoðið úrvalið
Pantið á netinu!