Fréttablaðið - 18.09.2010, Page 17

Fréttablaðið - 18.09.2010, Page 17
islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Hvaða áhrif hefur dómur Hæstaréttar á bílalánið þitt? Íslandsbanki Fjármögnun islandsbanki.is/fjarmognun fjarmognun@islandsbanki.is Kirkjusandi – 155 Reykjavík 4 Hvað verður um lánið þitt? Nýtt lán verður stofnað um eftirstöðvar gengis- tryggða lánsins. Lánið verður endurreiknað, gengistrygging höfuðstóls fellur burt og miðað verður við óverðtryggða vexti Seðlabankans. Hvenær get ég fengið útreikning á láninu mínu? Útreikningar munu liggja fyrir 1. október nk. og vera aðgengilegir á heimasíðu Íslandsbanka Fjármögnunar. Hvað ef ég hef ofgreitt? Ef þú átt inneign hjá Íslandsbanka Fjármögnun getur þú lækkað nýja lánið þitt um þá fjárhæð með innborgun inn á höfuðstól nýja lánsins, eða kosið að fá inneign þína greidda inn á bankareikning. Hafir þú vangreitt þá verður þeirri upphæð bætt við nýja lánið. Hvernig verður nýja lánið? Það verður í óverðtryggðum íslenskum krónum og þú getur valið um að halda núverandi lánstíma, eða stytt tímann ef það hentar þér betur. Hvað þarft þú að gera? Þú munt fá lykilorð sent í netbankann þinn. Þann 1. október getur þú skráð þig inn á heimasíðu Íslandsbanka Fjármögnunar og skoðað endur- útreikninga á láninu þínu. Þar skráir þú inn net- fang og við sendum þér ný lánaskjöl í tölvupósti. Þú prentar lánaskjölin út, undirritar og skilar til Íslandsbanka Fjármögnunar, eða í næsta útibú Íslandsbanka. Hvenær gerist þetta? Þegar undirrituðum lánaskjölum hefur verið skilað til Íslandsbanka verða endurútreikningar fram- kvæmdir og endanlegt uppgjör fer fram. Miðað er við að fyrsti gjalddagi á nýju láni verði í nóvember. Hvað með yfirtekin lán? Íslandsbanki mun tilkynna ákvörðun um það hvernig haga skuli uppgjöri slíkra lána um leið og hún liggur fyrir. Viðskiptavinir eru hvattir til að fylgjast með framvindu mála á heimasíðu Íslandsbanka. Íslandsbanki gerir þann fyrirvara við ofangreint að verði boðað frumvarp viðskiptaráðherra að lögum getur það haft áhrif á útreikning og uppgjör viðkomandi lána Íslandsbanka Fjármögnunar. Kynntu þér málið nánar á islandsbanki.is eða hafðu samband við ráðgjafa Íslandsbanka Fjármögnunar. Næstu skref Útreikningar á láninu þínu aðgengilegir 1. október Þú undirritar ný lánaskjöl og skilar til Íslandsbanka Uppgjör fer fram 2 3 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.