Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 66
34 18. september 2010 LAUGARDAGUR S aga Enron á óneitanlega mikið sam- eiginlegt með því sem gerðist á Íslandi [í aðdraganda hrunsins] og það er kaldhæðnislegt að í stað þess að læra af þessu gjaldþroti og nota sem víti til varnaðar þá var sama sagan sett á svið hér af íslenskum stjórnmála- og viðskiptamönnum. Sem endaði í risagjald- þroti eins og við vitum,“ segir Stefán Jónsson leikstjóri. Í leikritinu sem frumsýnt var á Englandi í fyrra og sló rækilega í gegn er sögð saga orkurisans Enron. Sagan um ris og fall fyr- irtækisins, græðgi og spillingu er efniviður- inn og Stefán bendir á að höfundurinn, Lucy Prebble, beiti mörgum brögðum og brellum leikhússins til að segja söguna. „Þetta er í raun mikið sjónarspil, hún notar táknfræði og meðul sem við þekkjum úr söngleikjum og kvikmyndum, til að útskýra margslung- inn viðskiptaheim. Það er í rauninni mjög snjallt. Hún er að gera þessa sögu að sjóvi sem er það sama og fyrirtækið gerði þegar það starfaði. Það setti sýningu á svið, bjó til sýndarveruleika og sló ryki í augun á þeim sem áttu að setja reglurnar og fylgjast með. Eftirlitsaðilar og almenningur voru blekktir, það sem var ægilega fínt í sýnd var í reynd ekkert annað en blekking. Þannig kall- ast verkið skemmtilega á við leikhúsið og eðli þess, sem mætti lýsa sem sýndarveru- leika.“ Oflæti og hroki Enron-manna Er verið að predika yfir áhorfendum? „Nei. Lucy Prebble segir okkur einfald- lega söguna af risi og falli Enron. Við fáum að upplifa heiminn með augum aðalpersón- anna. Við kynnumst stórmennskubrjálæði, oflæti og hroka sem heltekur fólk í þess- um heimi sem verið er að tala um. Þannig gæðir höfundurinn verkið klassískri vídd, tragík þessa manns sem telur sig vera betri en aðra og ætlar að sigra heiminn, í þessu til- felli fyrir bisnessinn. Í kjölfarið kemur svo fallið þegar hann flýgur of nálægt sólinni og brennir af sér vængina.“ Sögu Enron hefur verið líkt við hrun íslensku bankanna, notuðuð þið eitthvað þá samlíkingu? „Leikritið er ekki staðfært á nokkurn hátt, það hefði verið hálf hallærislegt. En líkind- in við Ísland eru svo hrópandi að fólk stað- færir bara á meðan það horfir. Við erum búin að eiga mjög lærdómsríkan tíma við að vinna þetta leikrit, stúdera þessa karaktera. Og við höfum komist að því að umhverfið sem búið var til í viðskiptum, í kringum Enron og líka hér á Íslandi, umhverfi sem hlúð var að af öllum sem komu nálægt því, til dæmis stjórnmálamönnum, var kjörlendi fyrir sið- blinda einstaklinga. Við verðum að hafa í huga að hvítflibbaglæpir kosta samfélagið miklu meira en allir aðrir glæpir. Og það skyldi fólk hafa í huga þegar það dáist að mönnum í jakkafötum. Heimur Enron og hins íslenska „gróðæris“, var glæpaheimur og að sjálfsögðu líka blautur draumur frjálshyggjunnar.“ Engin iðrun hjá íslenskum stjórnmála- mönnum Orkufyrirtækið Enron fór á hausinn árið 2001; íslensku bankarnir 2008. Heldur þú að nú, tveimur árum síðar, sé fólk komið með nóg af uppgjöri við hrunið? „Það held ég ekki því við erum enn þá stödd í hruninu hér. Það er ekki hægt að fjalla um framhaldið af hruninu því við erum enn þá að hrapa og ekki komin á botninn. Það sem er verra er að rányrkjan er enn þá í gangi á Íslandi. Salan á orkunni á Suðurnesjum sýnir það að glæpamennirnir eru enn að verki. Og hér ganga bófarnir lausir enn. Í Enron-málinu fóru svo sem ekki allir bak við lás og slá en menn voru þó settir í handjárn og forsprakk- arnir í steininn. Hér eru alltaf þessir silki- hanskar. Smæðin og kunningjatengslin við- halda spillingunni. Það er bara sorglegt að horfa upp á hvernig það er að storkna í fitunni aftur. Það finnst mér að minnsta kosti vera tilfinningin núna. Stjórnmálamenn segjast vera búnir að læra eitthvað, af því að þeir drógu sig aðeins í hlé og eru mættir aftur. En mér finnst ekki vera sönn iðrun í gangi. Fólk er ekki að játa vanmátt sinn því það er of djúpt sokkið í sín pólitísku flokksför.“ Er mikil dómharka í verkinu? „Alls ekki. Við hlustum á „vonda karlinn“ flytja sitt mál og fáum þannig að upplifa heiminn frá hans sjónarhóli, sem er svolítið eins og að setja sig í spor afbrotamanns. Það er vissulega hollt og það er gott að setja hlut- ina í samhengi. Hér skortir oft á að hlutirn- ir séu settir í samhengi. Sjáðu bara frábæra grein Andra Snæs sem hann skrifaði í Frétta- blaðið [um síðustu helgi] Af hverju er þessi grein látin falla á milli skips og bryggju? Það stendur uppi á fjölmiðla að vera á verðinum og spyrja gagnrýninna spurninga í stað þess að hlaupa í kranann. Nú er verið að ala á ótta, sífellt verið að tala um að við verðum að virkja og verðum að halda áfram að virkja. Í góðærinu þurftum við heróín og nú þegar allt er hrunið þurfum við heróín og það er alltaf stóri skammturinn sem farið er fram á.“ Vill vera í samtali við samfélagið Leikritið er rétt árs gamalt, er eftirsóknarvert að vinna með samtímaverk? „Í raun hef ég unnið mest í nýjum verkum, nýjum íslenskum verkum. Mér finnst gaman að takast á við verk, sem eru að koma í heim- inn. Ég vil vera í samtali við samfélagið, auð- vitað er hægt að gera það í gegnum klassík- ina en það hefur æxlast svo að ég vinn mikið við nútímatexta.“ Leikritið Enron verður frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins næstkomandi fimmtudag. Hér ganga bófarnir lausir Bandaríska orkufyrirtækið Enron setti á svið leikrit fyrir almenning og nú getur almenningur séð leikrit um ris og fall fyrirtæk- isins sem sagt hefur minna á sögu íslenskra banka. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Stefán Jónsson leikstjóra. STEFÁN JÓNSSON Líkindin með sögu Enron og hruni íslensku bankanna eru svo hrópandi að áhorfendur munu staðfæra um leið og þeir horfa á leikritið segir leikstjórinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Enron var stofnað árið 1985 við samruna Houston Natural Gas og Int- erNorth. Varð þá til stærsta gasdreif- ingarfyrirtæki Bandaríkjanna með um sextíu þúsund kílómetra gasleiðslu- net. Það jók umsvif sín hratt og eignaðist orkuver um allan heim. Í samantekt Borgarleikhússins er bent á að sögu fyrirtækisins megi þó rekja allt til ársins 1932 þegar Northern Natural Gas Company var stofnað í Omaha í Nebraska-ríki. Þegar Kenneth Lay tók við stjórn- artaumum voru höfuðstöðvar þess fluttar til Houston og nafninu breytt í Enron. Enron varð eitt fyrsta fyrirtækið til að nýta sér Internetið og bauð upp á viðskipti með hrávöru af ýmsu tagi í gegnum síðuna EnronOnline sem færði fyrirtækinu miklar tekjur. Kenneth Lay og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Jeff Skilling, var hampað mjög og Enron var valið framsækn- asta fyrirtæki Bandaríkjanna af viðskiptatímaritinu Fortune sex ár í röð. Síðar kom í ljós að reksturinn var byggður á svikum. Annars vegar byggðist hann á samningum um orkusölu fram í tímann þar sem allur hagnaður var bókfærður eins og salan hefði þegar átt sér stað. Þannig voru miklar tekjur bókfærðar þótt verðmætin hefðu ekki enn verið afhent. Hinn hluti svikamyllunnar fólst í blekkingum þegar farið var að fjara undan fyrirtækinu. Stjórnendur seldu hlutabréfin sín í stórum stíl án þess að tilkynna það en stahæfðu þó að fram undan væri mikill vöxtur. Brátt komust sögur þó á kreik um að ekki væri allt með felldu og í grein í tímaritinu Fortune sem birtist í mars 2001 var þeirrar spurningar spurt hvort Enron væri ofmetið fyrirtæki og stórlega dregið í efa að það stæði undir háu gengi hlutabréfa. Þau fóru enda lækkandi á árinu sem lauk með rannsókn á fyrirtækinu og gjaldþroti í desember. Tuttugu þúsund starfsmenn misstu vinnuna og allan sinn lífeyri sömuleiðis. Í kjölfarið fylgdi uppgjör þar sem æðstu stjórnendur hlutu þunga dóma. Þar á meðal var Kenneth Lay fundinn sekur um stór- felldar bókhaldsfalsanir og fjársvik. Búist var við því að hann hlyti 30 ára fangelsisdóm en hann lést úr hjartaslagi áður en dómur féll. Jell Skilling var dæmdur í 24 ára fangelsi og 45 milljóna dollara sekt. Nú í september var honum synjað um lausn úr fangelsi gegn tryggingu. BÓKHALDSSVIK OG BLEKKING TÓM ENRON Á SVIÐI Leikritið um orkufyrirtækið er hið mesta sjónarspil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.