Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 18
18 18. september 2010 LAUGARDAGUR Það hefur verið stutt stórra viður- kenninga á milli hjá Gerði Kristn- ýju þetta árið. Fyrr í þessum mánuði tók hún við vestnorrænu barna- og unglingabókaverðlaun- unum fyrir skáldsöguna Garðinn, auk þess að hljóta ljóðaverðlaun kennd við hjónin Guðmund Böðv- arsson og Ingibjörgu Sigurðar- dóttur. Í upphafi árs hlaut hún síðan Ljóðstaf Jóns úr Vör, ljóða- verðlaun lista- og menningarráðs Kópavogs. „Þessi verðlaun sýna mér svart á hvítu að ég kemst upp með að flakka á milli bókategunda. Það finnst mér afskaplega notaleg tilfinning því þannig vil ég ein- mitt haga skrifum mínum,“ segir Gerður. Þegar litið er yfir afreka- skrá hennar sést líka að hún hefur snert á flestum sviðum frásagnar- listarinnar. Hún er nýorðin fertug en út hafa komið eftir hana átján verk á sextán árum – skáldsögur, barnabækur, ævisaga, ferðasaga, ljóðabækur og smásagnasafn. Íslenskufasismi og unglingamál Þegar gluggað er í Garðinn, síð- ustu skáldsögu Gerðar sem ætluð er unglingum, verður fullorðinn lesandi strax var við að bókin er ekki skrifuð á unglingamáli. Þetta er vísvitandi gert. „Ég er íslensku- fasisti,“ viðurkennir Gerður fús- lega. „Og þar fyrir utan er ungl- ingamál ekki klassískt. Mér er það heldur ekki eðlilegt og unglingarn- ir sæju það um leið. Það yrði bara asnalegt ef ég færi að skrifa að eitthvað væri geðveikt flott.“ Að auki séu lesendur unglinga- bóka oft ekki komnir á unglings- aldur sjálfir og því ekki tamt að tala á einhvern sérstakan ungl- ingahátt. „Ég hélt sjálf að Garð- urinn væri fyrst og fremst fyrir unglinga. Fyrsti hópurinn sem ég las fyrir úr bókinni voru hins vegar tíu ára Garðbæingar og þau voru mun áhugasamari en ég hafði búist við af svo ungum krökkum. Maður er kannski ekki með það endilega á hreinu hverjir lesend- urnir eiga eftir að vera og hvaða tungumál sá hópur talar. Svo má ekki gleyma því að fullorðnir lesa með börnunum sínum og að bæk- urnar eru stundum gefnar út á hljóðbók líka, eins og Bessastaða- bækurnar mínar. Þegar þær eru leiknar í bílnum sleppur enginn undan þeim! Það er því eins gott að það sé eitthvað fyrir alla í bók- unum.“ Stefna hugans ljós Gerður vissi strax í æsku hvert hugur hennar stefndi. Áður en hún varð tíu ára var hún farin að yrkja ljóð og skrifa sögur, harðákveðin í að verða rithöfundur þegar hún yrði fullorðin. Vísurnar og sög- urnar las hún fyrir bekkjarfélaga sína og kennara í Álftamýrarskóla og auðvitað mömmu sína. „Ég fór ekkert leynt með þetta áhugamál mitt. Kennarinn lét þá sem skrif- uðu sögur lesa stundum upp fyrir bekkinn og ég var alls ekki sú eina. Mér fannst skriftirnar alveg jafn sjálfsagt áhugamál og að sumar stelpurnar væru í djassballett.“ Þótt stefna hugans væri skýr frá upphafi var Gerður lengur að átta sig á því að hún gæti haft það að fullu starfi að vera rithöfundur. „Ég sá alltaf fyrir mér að ég myndi skrifa samhliða öðru starfi og ég ímyndaði mér alltaf að það hlyti að vera óskaplega skemmtilegt að vera rithöfundur. Aldrei hvarfl aði að mér að það gæti nokkurn tím- ann orðið erfitt. En jú, þetta er stundum erfitt líka! Skemmtileg- ast er að byrja á verki og ljúka því. Millikaflinn getur hins vegar tekið á – að halda sér að verki og muna hvað það var sem fleytti manni inn í verkið í upphafi.“ Sprett af Blóðhófni Innan fárra vikna kemur fjórða ljóðabók Gerðar, Blóðhófnir, í bóka- verslanir. Sú er ólík fyrri ljóðabók- um Gerðar að því leyti að um er að ræða ljóðabálk. „Blóðhófnir er byggður á einu Eddukvæða, Skírn- ismálum. Mig hafði lengi langað að yrkja um hana Gerði Gymisdóttur. Í fyrstu ljóðabókinni minni, Ísfrétt, er ljóð sem heitir Til Skírnis, þar sem henni nöfnu minni er ljáð mál og fær að tala við Skírni, skósvein Freys, sem sækir hana til Jötun- heima og fer með hana til Goð- heima. Ég hef því gengið lengi með þessa hugmynd en mótað hana og dýpkað síðan Ísfrétt kom út. Nú er því á leiðinni heill bálkur þar sem sagt er frá samskiptum Gerðar við þá Skírni og Frey og lífi henn- ar eftir að Blóðhófnir hefur flutt hana til Goðheima. Í Skírnismál- um vill nefnilega þannig til að ljóð- ið hættir þegar Skírnir fer til Freys og segir að Gerður ætli að koma. Ég hef tekið mér það bessaleyfi að halda áfram með söguna í mínum stíl og með minni túlkun.“ Gerður heyrði söguna um Gerði Gymisdóttur fyrst í barnaskóla og vafalaust jók það áhuga henn- ar að þær eru nöfnur. „Freyr borg- ar Skírni með hesti og sverði fyrir að sækja Gerði. Þess vegna deyr hann líka í ragnarökum. Það eru örlög manna sem kaupa sér konur,“ segir Gerður með óræðum svip. „Já, þessi saga hefur líka nútíma- lega skírskotun.“ Hún er vitaskuld farin að hlakka til að heyra viðtökur fólks við bók- inni. „Ég hef verið lengi með þessa bók í smíðum eins og þú heyrir. Í upphafi síðasta árs fékk ég þriggja ára listamannalaun og það var þeim að þakka að ég gat vaknað til þessa verks mánuð eftir mánuð. Það var tær hamingja að geta skundað til jötunheima á hverjum degi og ekki stimplað mig þaðan út fyrr en komið var að því að sækja börn á leikskóla hér í mannheimum.“ Leikhúsið og hugmyndirnar Nú er Gerður á kafi í að skrifa söngleikinn Ballið á Bessastöðum sem verður frumsýndur í Þjóðleik- húsinu í janúar í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Svo er hún með fram- haldið af Garðinum í höfðinu, við hliðina á skáldsögu fyrir fullorðna sem er farin að knýja á og vill kom- ast út. „Ég verð aldrei hugmyndalaus og það eru einmitt hugmyndirnar sjálf- ar sem ráða því hvort þær lenda í ljóði eða skáldsögu,“ segir Gerð- ur, spurð þeirrar klassísku spurn- ingar hvort hún verði aldrei fyrir því að setjast niður fyrir framan hvítt blað og vita ekkert hvað hún eigi að láta gerast næst í sögu. „Ef það vandamál kæmi upp léti ég Sigþrúði Gunnarsdóttur, ritstjór- ann minn hjá Forlaginu, lesa yfir og hún kæmi mér á rétt spor. Sig- þrúður er nefnilega svo gáfuð. Ég get líka treyst henni til að láta mig vita þegar ég reyni að vera fyndin í texta án þess að vera það. Góður og hvetjandi útgáfustjóri eins og hún Sigþrúður er ómetanlegur.“ Hampiðja kvenna Áður en Gerður fór að vinna fyrir sér sem rithöfundur í fullu starfi ritstýrði hún Mannlífi um nokk- urra ára skeið. Hún lauk blaða- mannsferlinum með því að taka á móti Blaðamannnaverðlaunum Íslands fyrir Myndina af pabba – Sögu Thelmu. Hún hefur þó ekki alveg slitið sig frá fjölmiðlunum og skrifar pistla í Fréttablaðið þar sem hún á sér marga trygga lesend- ur. Úr pistlunum má lesa að Gerð- ur horfir gagnrýnum augum á þjóð- félagið og er mikill jafnréttissinni. Hvernig ætli henni lítist þá á fyr- irætlanir um stofnun nýs Kvenna- lista? „Mér þætti mjög gaman að sjá nýjan Kvennalista,“ segir Gerð- ur með áherslu á mjög. „Ég náði að kjósa Kvennalistann einu sinni eða tvisvar og eftir að hann lagði upp laupana skilaði ég auðu í mörg ár.“ Henni finnst að konur eigi að styðja hver aðra í orði og á borði. „Við ættum að stofna Hampiðju kvenna og hampa, hampa og hampa hver annarri, enda ekki ástæða til annars. Íslenska þjóðin er svo lán- söm að eiga öflugan kvenauð en hann þarf að nýta mun betur en gert er.“ Gjöfult ár hjá Gerði Skáldið og rithöfundurinn Gerður Kristný flakkar á milli smásagna og skáldsagna, barnabóka og ævisagna, ljóða og leikrita. Hún kann fjölbreytninni vel og lesendur auðsýnilega líka, en hún hefur sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum í ár. Hólm- fríður Helga Sigurðardóttir heimsótti Gerði Kristnýju á heimili hennar og vinnustofu, þar sem hugmyndirnar kvikna. ÆTLAÐI ALLTAF AÐ VERÐA RITHÖFUNDUR „Ég sá alltaf fyrir mér að ég myndi skrifa samhliða öðru starfi og ég ímyndaði mér alltaf að það hlyti að vera óskaplega skemmtilegt að vera rithöfundur,” segir Gerður Kristný sem brátt sendir frá sér ljóðabálkinn Blóðhófni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þessi verðlaun sýna mér svart á hvítu að ég kemst upp með að flakka á milli bókategunda. Það finnst mér afskaplega notaleg tilfinning því þannig vil ég einmitt haga skrifum mínum. Gerðarlegur ferill Ljóð: Ísfrétt 1994 Launkofi 2000 Höggstaður 2007 Blóðhófnir 2010 Smásögur Eitruð epli 1998 Skáldsögur Regnbogi í póstinum 1996 Marta smarta 2002 Bátur með segli og allt 2004 Land hinna týndu sokka 2005 Ballið á Bessastöðum 2007 Garðurinn 2008 Prinsessan á Bessastöðum 2009 Viðtalsbók Myndin af pabba – Saga Thelmu 2005 Myndabók Jóladýrin 2004 Ferðasaga Ég veit þú kemur – Þjóðhátíð í Eyjum 2002 Léttlestrarbækur Vinir Afríku 2007 Græni gaukurinn 2008 Drekadansinn 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.