Fréttablaðið - 18.09.2010, Side 39

Fréttablaðið - 18.09.2010, Side 39
LAUGARDAGUR 18. september 2010 3 Mmmmm … vínarbrauð, besta sem ég veit, er það fyrsta sem fer gegnum hugann þegar stigið er inn fyrir þröskuld Myllunnar og bök- unarlyktin magnast. Mannskapur- inn þar lætur ekkert glepjast þó gesti beri að garði. Töluvert meira þarf til að hann leggi niður störf. „Hér er unnið á vöktum allan sól- arhringinn alla daga ársins nema fjóra helgustu hátíðardagana og þegar þeir eru liðnir mætir fyrsta vakt strax á miðnætti þannig að framleiðslan fellur aldrei niður í heilan sólarhring,“ upplýsir Björn Jónsson, markaðsstjóri Myllunn- ar. Myllan hóf starfsemi sína árið 1959 í Álfheimunum. Þá var það lítið fjölskyldufyrirtæki sem síðan óx og dafnaði. Nú er það hið stærsta í landinu með 1.800 starfs- menn frá 18 þjóðlöndum. Björn segir að margir hafi unnið þar árum saman og nefnir sem dæmi hjón sem komu sem flóttamenn frá Víetnam á sínum tíma. Nú eru börn þeirra meðal starfsmanna. Tegundirnar eru fjölmargar sem bakaðar eru í Myllunni enda þjónustar hún stórmarkaði, hótel, mötuneyti og stofnanir. Inntur eftir því hvað efst sé á vinsælda- lista þjóðarinnar af því sem komi út úr ofnum fyrirtækisins svarar Björn: „Það er Heimilisbrauðið.“ gun@frettabladid.is Ilmurinn er indæll … Allt að því áfengur bökunarilmur liggur yfir Skeifunni og Faxafeninu og æsir upp hungrið í þeim sem þar fara um. Ástæðan er sú að þar er Myllan staðsett, langstærsta bakarí á Íslandi. Skoðum það nánar. Það dugar ekkert minna en hálfgerðar steypuhrærivélar í bakstur Myllunnar. Garðar, Sævar og Stefnir hafa hröð handtök við að móta langbrauðin.Þorvaldur skellir gómsætu kremi á girnilega tertu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nóg er að gera hjá Kamillu í tertubotnabakstrinum. Linh brosir ánægjulega yfir hamborgarabrauðunum. Fákafeni 11 - www.boconcept.is no limits in colours Trimform Berglindar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.