Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 28
28 18. september 2010 LAUGARDAGUR
og útflutningi áls er þá afrakstur
þessarar iðju sem notaður er til að
borga laun og fjármagnskostnað, til
að borga orkufyrirtækjunum fyrir
rafmagnið og til að greiða álfyr-
irtækinu hagnað. Vandfundinn
er orkufrekur iðnaður sem skap-
ar fleiri störf, þar með talið störf
sem krefjast menntunar og eru vel
borguð. Auk þess styrkjast stoð-
ir atvinnulífsins í kringum álver-
in og þar spretta upp ný fyrirtæki.
Þetta sjáum við glöggt í Fjarða-
byggð. Þetta er ástæða þess að það
er eftirsóknarverðara að framleiða
ál og flytja út en nýta raforkuna í
eitthvað annað. Það gefur mesta
afraksturinn!
En er þetta samt ekki klikkun?
Þá er ef til vill ekki úr vegi að
spyrja hvort það sé ekki óskyn-
samlegt að setja mörg egg í sömu
körfuna. Hvort verðsveiflur á áli
geti ekki verið varasamar og hvort
ekki sé viturlegra að dreifa áhætt-
unni betur. Við því er það svar að
heimsmarkaðsverð á hrávörum
sveiflast mjög í takti. Þegar bjart-
sýni ríkir í heiminum og hagvöxt-
ur er mikill þá er eftirspurn eftir
öllum hrávörum mikil og verð hátt.
Ekki skiptir máli hvort um er að
ræða ál, kísilmálm, gagnageymsl-
ur, olíu eða grænmeti – uppsveiflan
gefur gott verð. Því er best að láta
hagkvæmni ráða för þegar fram-
leiðslukostirnir eru metnir. Þess
vegna framleiðum við ál. En auðvit-
að er æskilegt að setja fleiri stoðir
undir íslenskt efnahagslíf. En þær
stoðir verða að byggja á hlutfalls-
legum yfirburðum okkar og hag-
kvæmni. Þannig aukum við efna-
hagslega velferð á Íslandi.
Einn af fylgifiskum framleiðslu
er mengun. Þannig losar 350 þús-
und tonna álver um 500 þúsund
tonn af koltvísýringi (CO2) á ári.
Félagi minn Sigmundur Ernir Rún-
arsson benti mér nýlega á merki-
lega tölfræði. Af þremur stærstu
útflutningsgreinum okkar: ferða-
mennsku, fiskveiðum og stóriðju,
þá mengar ferðamennskan mest,
þar á eftir fiskveiðar og að síðustu
álframleiðslan miðað við þann
gjaldeyri sem greinarnar skapa.
Merkilegt ekki satt?
Eða er Simmi kannski bara mið-
aldra karl sem hatar konur?
Samhengi hlutanna getur oft
tekið á sig undarlega mynd. Árið
2008 var Alcoa búið að setja mikla
peninga í rannsóknarboranir til
að undirbúa það að reisa álver að
Bakka við Húsvík. Seint sumar-
ið 2008 tók umhverfisráðherra
ákvörðun upp á sitt einsdæmi, að
því er virðist, að setja orkufram-
kvæmdir og álver í sameiginlegt
umhverfismat sem hefði tafið
framkvæmdina mikið. Skemmst
er frá því að segja að Alcoa tók
ákvörðun um slá Bakka af og reisa
fremur álver í Sádí-Arabíu (og
reyndar einnig í Kanada og í New
York-fylki). Framleiðsla hefur nú
hafist í þessu álveri í Arabíu. Það
notar orku sem er framleidd með
brennslu jarðgass. Heildarlosun
koltvísýrings verkefnisins er um
ein milljón tonna á ári. Um 500 þús-
und vegna álvers og um 500 þús-
und vegna orkuversins. Ákvörð-
un umhverfisráðherra, sem mig
grunar að hafi verið tekin í þágu
náttúruverndar, leiddi því til 500
þúsund tonna meiri losunar koltví-
sýrings en ef verkefnið að Bakka
hefði fengið grænt ljós. Svona getur
lífið nú oft verið snúið!
Þá eru einhverjir sem halda því
fram að það sé enginn virðisauki af
stóriðju og fara út í ótrúlegar reikn-
ingskúnstir til að sýna fram á vitl-
eysuna. En er ekki langbest að nota
Landsvirkjun sem mælikvarða á
virðisaukann? Um 70 prósent af
tekjum Landsvirkjunar hafa komið
af sölu raforku til stóriðju. Eigið fé
fyrirtækisins er um 200 milljarðar
króna og virði þess gæti verið að
minnsta kosti tvisvar sinnum það.
Ekki dónaleg arðsemi það.
Skuldir orkufyrirtækjanna
Það er einnig rétt hjá Andra Snæ
að skuldir orkufyrirtækjanna
er miklar – en eignirnar eru enn
meiri. Skuldirnar mældar í krón-
um hækkuðu gríðarlega við hrun
krónunnar. Hins vegar hafa þær
aðeins hækkað um það, sem nemur
vöxtum í erlendum gjaldmiðlum.
Megnið af tekjum Landsvirkjunar
er í erlendum gjaldmiðlum, þannig
að greiðslugetan hefur ekkert
breyst – þrátt fyrir að skuldir hafi
hækkað í krónum. Eiginfjárhlut-
fall Landsvirkjunar í lok árs 2006
var 26,7 prósent og hafði hækk-
að í 32,6 prósent við lok árs 2009.
Skuldir voru 14,18 sinnum EBIDA
(hagnaður fyrir fjármagnsliði) árið
2006 og höfðu lækkað í 10,39 sinn-
um EBIDA árið 2009. Það eru ekki
mörg fyrirtæki sem geta státað af
slíkum árangri á þessum erfiðu
tímum.
Öðru máli gegnir um OR og HS-
orku, þar sem tekjur þeirra fyr-
irtækja eru að mestu í íslenskum
krónum. HS-orka er einkafyrir-
tæki og það mun án vafa spjara
sig. Fréttir herma að eigendurnir
ætli að leggja meira hlutafé til fyr-
irtækisins. OR er hinsvegar vanda-
mál útsvarsgreiðenda í Reykjavík.
Greinilegt er að áhættustjórn hefur
ekki verið í hávegum höfð hjá fyr-
irtækinu því of mikil áhætta var
tekin með því að hafa lánin í svo
miklum mæli í erlendri mynt en
tekjurnar í krónum. Þetta er nauð-
synlegt að leiðrétta um leið og auka
verður tekjur í erlendum gjaldmiðl-
um – selja meiri orku til útflutn-
ingsfyrirtækja sem greiða í gjald-
eyri. Þess ber reyndar að geta að
Landsvirkjun selur nærri 4/5 allr-
ar raforku í landinu (rúmar 12.500
gígavattstundir árið 2009) og því
óhætt að segja að fyrirtækið sitji
nær eitt að borðinu hvað varðar
raforkuframleiðslu.
En það er nauðsynlegt að leita
nýrra leiða til fjármögnunar þegar
ráðist verður á ný í virkjanir og
hefur verkefnafjármögnun verið
nefnd í því skyni. Þá er áhættan
einangruð við afmörkuð verkefni
og ekki kemur til að orkufyrir-
tækjunum sé stefnt í voða ef eitt-
hvað bregður út af.
Það er góð áhættustýring. Það
er því ekki rétt að það sé nauð-
synlegt að auka skuldir orkufyr-
irtækjanna beint með tilheyrandi
áhættu ef ráðist er í nýjar virkjan-
ir. Jafnframt er það góð latína að
laða fremur til Íslands fjárfesta og
hætta að einblína á að lokka hing-
að lánardrottna. Þá er ekki úr vegi
að nefna að ég er þeirrar skoðunar
að við virkjun jarðhita og fallvatna
verði að fara að náttúruverndar-
sjónarmiðum eins og þeim sem
koma fram í Rammaáætlun.
Alkemistar
Á undanförnum árum hefur
blómstrað nýr iðnaður í heiminum.
Þessi iðnaður gengur út á að vera
á móti flestu sem elítan í bisness
og stjórnmálum – borgarastéttin
– tekur sér fyrir hendur. Þar ægir
saman alls konar hugmyndum sem
flestar standa þó á grunni and-kapi-
talisma og and-alþjóðavæðingar.
Sennilega er frægastur þessara
ný-iðnaðarmanna á alþjóðavísu
Michael Moore og innanlands títt-
nefndur Andri Snær Magnason.
Andri Snær bætir reyndar um
betur og hellir einhverskonar vist-
femínisma í súpuna. Málflutning-
urinn er póstmódernískur – allt
gengur ef góð saga er sögð.
Drengirnir sem áður voru hetjur
framtíðarinnar í óklipptu drauma-
landinu eru nú andhetjur og klikk-
hausar með fósturfitu í hárinu.
Ný-iðnaðarmennirnir eru sannir
alkemistar – ekki að þeir búi til gull
úr skít heldur fá þeir greitt í gulli
fyrir að kasta skít.
Gallinn við þennan nýja iðnað er
að þar er ekki um neina framleiðslu
að ræða – hann þrífst á öryggisleysi
fólks, óánægju með eigið hlutskipti,
hræðslu við framfarir og því að
flestir geta eytt þúsundkalli í vitl-
eysuna. En það er ekki hægt að
bæta kjör öryrkjans með því að
segja skemmtilegar sögur!
Áróður alkemistanna hér á
Íslandi hefur leitt til þess að kom-
inn er til sögunnar hávær hópur
fólks sem trúir því að hér á landi
sé stunduð náttúrurányrkja á Avat-
ar-skala. Þeir sem stjórna eru mið-
aldra málaliðar sem samsama sig
svo feðraveldinu að þeir eru hættu-
legir – klikkaðir. Þeir vilja kúga
náttúruna líkt og þeir kúga konur.
Oflætið er slíkt að þeir vilja tvö-
falda allt! Svona til að gera sög-
urnar enn meira krassandi er
græðgi, mútum og spillingu (og
nú síðast geðveiki) bætt inn. Veik-
geðja ráðamenn verða ráðalausir
af málflutningnum. Árangur mál-
flutningsins endurspeglast í kyrr-
stöðunni sem nú kæfir allt á Íslandi
vegna hræðslu stjórnmálamanna
sem stjórnast af skoðanakönnun-
um. Ergó, alkemistarnir með mál-
flutningi sínum verða því til þess að
ekki er hægt að bæta kjör öryrkj-
ans. Álhausar eins og ég skilja ekki
svona kálhausa!
Og hvers eigum ég og Jón vinur
minn að gjalda?
Jóni [Gunnarssyni þingmanni Sjálf-
stæðisflokks] vini mínum þykir
gott að fá sér í nefið en stöffið er
keypt í Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins – það er ekki borað eftir
því. Og víst er Katrín Fjeldsted
mæt og vel menntuð kona en það
er ekki vegna þess að hún er sam-
mála Andra Snæ (að hans sögn). Við
Jón erum hins vegar ekki sammála
Andra Snæ. Vegna þessa skoðana-
ágreinings okkar er ekki hægt að
draga þá ályktun að við séum óðir
og að Sjálfstæðisflokknum sé að
hnigna. Það er ad hominem rök-
fræði – frekar plebbalegt!
En eins og áður segir er það rétt
hjá Andra Snæ að til eru mæli-
kvarðar á alla hluti. Að víkja nægj-
anlega langt frá því sem getur tal-
ist eðlileg hegðun í einhverjum
skilningi er í daglegu tali oft kall-
að geðveiki, brjálæði eða klikkun.
Að vilja nýta orkulindir Íslend-
inga til framfara, eins og ég og Jón
vinur minn viljum gera, getur á
engan mælikvarða talist geðveiki,
brjálæði eða klikkun. Því hlýtur sú
spurning að hanga í loftinu hvort
góðviljaður rithöfundur sem mælir
miðaldra karlpening heillar þjóð-
ar með slíkum mælikvarða hafi þar
ef til vill óafvitandi verið að mæla
sjálfan sig!
FRAMHALD AF SÍÐU 26
MICHAEL MOORE „Ný-iðnaðarmennirnir eru sannir alkemistar – ekki í þeim skilningi
að þeir búi til gull úr skít heldur fá þeir greitt í gulli fyrir að kasta skít.“
2006 2007 2008
Fjöldi beinna starfa 940 1.1194 1.458
Fjöldi afleiddra starfa (2,5xbeinstörf) 2.351 2.984 3.646
Laun og tengd gjöld 1.841 4.131 6.592
Launaskattar starfsfólks 854 1.903 3.062
Skattar fyrirtækjanna til ríkis og sveitarfélaga 970 1.581 2.176
Kaup raforku 9.801 13.459 29.566
Útflutningstekjur 53.084 67.822 162.672
* Fjárhæðir í milljörðum króna
Heimild: Alcoa á Íslandi, Norðurál, Rio Tinto Alcan og útreikningar höfundar. Fjárhæð
raforkukaup út frá upplýsingum álframleiðenda um magn þeirra annars vegar og
upplýsingum Landsvirkjunar um meðalverð til stóriðju hins vegar.
■ ÁHRIF ÁLFRAMLEIÐSLU Á ÍSLENSKT ÞJÓÐARBÚ
Dr. Tryggvi Þór Herbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins í NA-kjördæmi og prófessor í hagfræði. Hann býr ásamt
konu sinni og tveim af fjórum börnum í Reykjavík. Hann er
höfundur og meðhöfundur að ellefu bókum um ýmis hag-
fræðileg málefni. Hann hefur birt um fimmtíu fræðigreinar
einn og með öðrum í erlendum og innlendum vísindatíma-
ritum, flestar á sviði hagvaxtar- og hagstjórnarfræða.
■ ÞINGMAÐUR OG HAGFRÆÐINGUR
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
MAN. UTD. – LIVERPOOL
á morgun kl. 12:00
Það er alltaf barist til síðasta svitadropa þegar rauðu risarnir Manchester United
og Liverpool mætast í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn á sunnudag verður þar engin
undantekning enda má hvorugt lið við því að tapa fleiri stigum strax í upphafi móts.
Misstu ekki af þessum magnaða stórveldaslag á Old Trafford.
LEIKURINN ER EINNIG SÝNDUR
Á STÖÐ 2 SPORT 2 HD
RAUÐUR
RISASLAGUR