Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 80
48 18. september 2010 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 18. september ➜ Tónleikar 16.00 Rökkurró verður með tónleika í versluninni Havarí kl. 16.00 í dag. 22.00 Á Græna hattinum, Akureyri, verða tónleikar með hljómsveitinni Leo og eru tónleikarnir tileinkaðir Deep Purple. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og er aðgangseyrir 1500 krónur. 23.00 Hljómsveitirnar Changer, Vicky og Morðingjarnir verða með tónleika á Sódóma Reykjavík í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 23.00. Aðgangseyrir er 1000 krónur. ➜ Opnanir 14.00 Steinunn Björg Helgadóttir opnar sýningu sína „Voðir” á Skörinni hjá Handverki og hönnun að Aðal- stræti 6 kl. 14.00 í dag. 15.00 Í Listasafni Reykjavíkur verður opnuð í dag sýning Errós, „Klippimynd- ir”. Jón Gnarr opnar sýninguna kl. 15.00 í Hafnarhúsinu. ➜ Íþróttir 13.00 Í dag verður Íslandsmeist- arakeppni í Ökuleikni 2010 haldin á svæði Ökukennarafélags Íslands við Kirkjusand. Dagskrá hefst kl. 13.00. ➜ Hátíðir 15.00 Snarfari, félag sportbátaeigenda í Reykjavík, heldur upp á 35 ára afmæli sitt í dag frá kl. 15.00 í félagsheimili sínu við Snarfarahöfn að Naustvogi. Gamlir og nýjir félagar velkomnir. 21.00 Ráin, Hafnargötu 19, Keflavík, heldur upp á 21.árs afmæli sitt í kvöld með afrísku þema frá kl. 21.00-23.00. ➜ Kvikmyndir 15.00 MÍR, Hverfisgötu 105, sýnir sovésku kvikmyndina Gegnumbrotið (Proryv) í dag kl. 15.00. Enskur texti. Aðgangur ókeypis. 16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir í dag myndina Ísland í lifandi myndum eftir Loft Guðmundsson kl. 16.00. ➜ Opið hús 15.00 Leikandi laugardagur í Bókabúð Máls og menningar í dag. Nemendur MH bjóða upp á menningar- bræðing frá kl. 15.00-17.00. ➜ Dansleikir 23.30 Hljómsveitin Góðir Landsmenn verða með 80’ ball á Players Kópavogi í kvöld frá 23.30-03.00. Miðaverð 1000 krónur og frítt inn fyrir konur til mið- nættis. Austfirðingaball á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi í kvöld. Magni, Andri Bergmann, Rokkabillýband Reykja- víkur og Skriðjöklar leika fyrir dansi. Miðaverð er 2000 krónur. ➜ Markaðir 13.00 Í Heklu handverkshúsi (Rangár- þyngi ytra) verður handverksmarkaður frá kl. 13.00-17.00. Í tilefni af þriggja ára afmæli Kimi Rec- ords verður tónlistarmarkaður í verslun Havarí að Austurstræti 6 í dag. Sunnudagur 19. september ➜ Tónleikar 15.15 Tónleikaröðin 15:15 hefst í dag í Norræna Húsinu. Fram koma Kamm- erhópurinn Camerartica auk Ingunnar Hildar Hauksdóttur. Tónleikarnir hefjast kl. 15.15. Aðgangseyrir 1500 krónur, 750 fyrir öryrkja, eldri borgara og náms- menn. 20.00 Tónlistarhópurinn Elektra Ensemble verður með tónleika á Kjar- valsstöðum í kvöld kl. 20.00. Miðaverð er 2000 krónur. 20.00 Uni, Jón Tryggva og Johnny Stronghands verða með tónleika á Merkigili á Eyrarbakka í kvöld kl. 20.00. Aðgangur ókeypis. Djassband Suðurlands verður með tónleika í Kaffihúsinu Grænu könnunni á Sólheimum í dag. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. ➜ Opnanir 14.00 Í dag opnar sýning Huldu Vil- hjálmsdóttur „Sjálfsmynd/identity/ hidden identity” í Listasal Mosfells- bæjar. Sýningin verður opnuð kl. 14.00. Aðgangur ókeypis. ➜ Íþróttir 19.00 Bridge byrjar í Breiðfirðinga- búð Faxafeni 14 í dag og hefst kl. 19.00 stundvíslega. ➜ Hátíðir Í dag verður hátíðarmessa á kirkjudegi Langholtssafnaðar. Stundin verður helguð aldarminningu séra Árelíusar Níelssonar. ➜ Kvikmyndir 15.00 MÍR, Hverfisgötu 105, sýnir sov- ésku kvikmyndina Meginsókn (Naprav- lenie glavnogo údara) kl. 15.00. Enskur texti. Aðgangur ókeypis. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni verður að Stangarhyl 4, í kvöld frá kl. 20.00- 23.00. Sighvatur Sveinsson leikur fyrir dansi. ➜ Dagskrá 14.00 Í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi heldur dagskráin Syngjum og kveðum áfram í dag. Dagskráin stendur frá 14.00 til 16.00. Aðgangur ókeypis. ➜ Leiðsögn 14.00 Halldór Björn Runólfsson verður með leið- sögn um sýningu Ólafs Elíassonar „Cars in rivers“ kl. 14.00 í dag í Lista- safni Íslands. ➜ Listamannaspjall 15.00 Magnús Helgason verður með listamannaspjall um sýningu sína „Ég er ekki safnhaugur“ í Hafnarhúsinu í dag kl. 15.00. 15.00 Sigtryggur Bjarni Baldvinsson verður með listamannaspjall á sýning- unni ÁR: málvegið á tímum stram- vatna í Listasafni Árnesinga í Hvera- gerði kl. 15.00 í dag. Aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Ljóð af ættarmóti nefn- ist sjötta ljóðabók Antons Helga Jónssonar, sem kom út í vikunni. Í bókinni heyr- um við raddir fólks á ætt- armóti, þar sem það ýmist fagnar ættingjum, rifjar upp liðna tíð eða engist af samviskubiti. „Og hvað er að frétta af honum þarna …?“ segir í einu af ættar- mótsljóðum Antons Helga Jóns- sonar. Betur er vart hægt að lýsa íslensku ættarmóti; þessum sérstæðu samkomum niðja sem þekkjast oft lítið sem ekki neitt. „Ég man ekki hvenær mér datt upphaflega í hug að skrifa um ættarmót,“ segir Anton Helgi. „En ég er hrifinn af hugmynd- inni um að við séum öll skyld, í grunninn öll af sömu ættinni. Mér finnst það ágæt líking fyrir lífið.“ Anton Helgi lagði fyrstu drög að bókinni fyrir tíu árum og hafði hugsað sér að skrifa mun ítarlegri lýsingu á því sem gerð- ist á ættarmóti út í sveit. „Ég gafst síðan upp á því, fannst það ekki nógu spennandi. Síðan gerði ég nokkrar atlög- ur að þessari hugmynd aftur og eftir því sem ég skar lýsingarnar meira niður, því betri fannst mér útkoman. Það sem eftir stend- ur er eins konar stemning, þar sem maður skynjar ættarmótið án þess að því sé lýst beint, og finnur um leið skírskotanir í svo margt fleira.“ Forlagið gefur út Ljóð á ætt- armóti, sem er sjötta ljóðabók Lífið er hálfgert ættarmót Við verðum að fara að hittast. Hérna stöndum við og kætumst yfir endurfundum. Höfum þó ekki hugmyndaflug til annars en að tyggja upp sömu setninguna aftur og aftur. Við verðum að fara að hittast. Komum okkur aldrei að neinu efni. Hittumst loks og höfum bara eitt að segja allt kvöldið: Við verðum að fara að hittast. VIÐ VERÐUM AÐ FARA AÐ HITTAST Antons Helga. Sú síðasta kom út 2006 en í fyrra hlaut hann Ljóð- staf Jóns úr Vör fyrir ljóðið „Ein- söngur án undirleiks“. Svo skemmtilega vill til að höfundur ættarmótaljóðanna er ekki eina skáldið í fjölskyldunni; sonur Antons Helga, Valur Brynj- ar, hefur líka gefið út ljóðabæk- ur. „Hann hefur lesið eftir mig og hjálpað mér talsvert, sem og bræður hans báðir. Ég hef ætíð haft mikið gagn af þeim sem yfir- lesurum og hvatningu.“ bergsteinn@frettabladid.is ANTON HELGI JÓNSSON Finnst hugmyndin um allsherjar ættarmót, að við séum í grunninn öll af sömu ættinni, góð líking fyrir lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TANGI KOLAPORTINU HELGARTILBOÐ Þorskur 4 kg - roðlaus og beinlaus + 1 kg af raspi ótrúlegt verð…aðeins…2990 kr. Risarækja skelflett 2 kg á aðeins 2990 kr. …svona verð bjóða bara snillingar :-) Sigin grásleppa 3 stk - 890 kr. Opið laugardag og sunnudag frá 11-17 Fylgstu vel með Fréttablaðinu og Bylgjunni. Þú gætir unnið 3 ferðir með Icelandair. HELGARGETRAUN FRÉTTABLAÐSINS OG BYLGJUNNAR Skilaðu inn þínum svörum á visir.is fyrir miðnætti á mánudaginn! 1. Í blaðinu í vikunni var fjallað um tvær nýjungar til að auðvelda veiðimönnum lífið á skytteríi. Hvað heitir uppfinningamaðurinn og hvað kallast nýjungarnar? 2. Í vikunni var rætt við vinjettuhöfund sem talaði um þátttöku sína í viðskiptalífinu fyrr á árum. Hvað heitir hann og hvað heitir fyrirtækið sem hann stofnaði á sínum tíma? 3. Ráðstefna var haldin í vikunni um áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli. Hvað þurfti samkvæmt Daniel Calleja að aflýsa mörgum flugferðum, hvað hafði það áhrif á marga farþega og hvert er áætlað tekjutap flug- félaga í íslenskum krónum? 4. Hvað heitir sjónvarpsþátturinn í Írak sem gerir grín að frægu fólki með því að þykjast finna sprengju í bílum fólksins? 5. Hver er uppáhaldsbiti Jóns Pálmars Sigurðssonar, verts á Bakkusi? Svörin við spurningunum er að finna í grein- um og fréttum Fréttablaðsins í vikunni. Dregið verður úr innsendum lausnum í Reykjavík síðdegis í næstu viku og vinnings- hafi fær tvær ferðir frá Icelandair. Hringt verður í vinningshafann í beinni útsendingu og gefst honum færi á því að svara auka- spurningu og vinna þriðju ferðina með Icelandair! TAKIÐ EFTIR! MUNDU: Leitin á visir.is vísar líka á efni í Fréttablaðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.