Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 38
 18. 2 Faxafen Verslun með fornrit. Kannski ekki það fyrsta sem menn eiga von á að rekast á í Skeifunni. Reyndin er þó sú að þar hefur Hið íslenzka forn- ritafélag bækistöðvar sínar, en það hefur frá stofnun 1928 verið mikilvirkt í útgáfu á hinum forna menningararfi þjóðarinnar, Íslend- ingasögum, konungasögum, bisk- upasögum og fleiru. Þótt félagið sé rúmlega áttrætt er engin þreytu- merki að greina, þar sem það hefur nú nokkur bindi í undirbúningi. Þórður Ingi Guðjónsson er, ásamt Jónasi Kristjánssyni, ritstjóri ritr- aðarinnar, og öllum hnútum kunn- ugur. „Við stefnum að því að gefa út á næstu tveimur til þremur árum konungasögur; Morkinskinnu í tveimur bindum og Böglunga sögu og Hákonar sögu Hákonarson- ar sömuleiðis í tveimur bindum. Þetta eru verk sem bregða upp lif- andi myndum af atburðum í ævi norskra konunga sem réðu ríkjum frá 1035 til 1280, sem er dánarár Magnúsar lagabætis. Þær greina meðal annars frá samskiptum kon- unganna við íslenska höfðingja og skáld. Þetta eru heillandi frásagn- ir, stundum blóði drifnar, einkum þegar konungarnir eigast við, en inn á milli ríkir rósemd og sagt frá skemmtilegum atburðum í lífi og samskiptum manna. Slíkar frá- sagnir eru jafnan kryddaðar með hnyttnum tilsvörum og snilldar- lega samansettum samtölum, eins og við þekkjum vel úr Íslendinga- sögunum,“ segir hann. Í kjölfarið munu fylgja útgáfur á sögum um Guðmund biskup góða, Sturlungu og Eddukvæðum, svo fátt eitt sé nefnt. Þórður Ingi segir mikinn metn- að lagðan í útgáfurnar og reynt er að gera þær sem aðgengilegast- ar, bæði fyrir fræðimenn en ekki síst hinn almenna lesanda. „Sem dæmi fylgja Morkinskinnu hvers kyns skrár, myndir, kort, ítar- legar skýringar og formáli. Við Ármann Jakobsson erum útgef- endur Morkin skinnu og erum nú í miklu kapphlaupi við tímann við að koma verkinu í skikkanlegt horf, enda stefnt að því að ritið komi út núna í haust.“ Þórður Ingi segir iðulega gæta mikillar eftirvæntingar þegar útgáfur félagsins eru annars vegar, en útgefin bindi eru nú orðin um þrjátíu talsins. „Þetta eru þær útgáfur íslenskra fornsagna sem erlendir fræðimenn styðjast helst við þegar þeir fjalla um sögurnar. Þá er jafnan stuðst við þær þegar skólaútgáfur eru settar saman. Hægt er að nálgast fornsögurnar okkar frá svo mörgum hliðum, og endalaust hægt að sjá eitthvað nýtt í þeim við hvern lestur.“ Hann tekur fram að almenning- ur taki verkunum fagnandi, enda skemmtanagildið ótvírætt. Í sögun- um sé að finna margvísleg lífsvið- horf sem hægt sé að taka mið af, ekki síst nú þegar þjóðin þarf helst að leita aðeins inn á við og minn- ast upprunans. „Tilgangurinn með útgáfunni hefur ávallt verið fyrst og fremst sá að ná til almennings, gera þessi ómetanlegu verðmæti aðgengileg.“ Þórður Ingi bendir á að hægt sé að nálgast eintök af útgefnum verkum Íslenzkra fornrita í hús- næði Hins íslenska bókmenntafé- lags í Skeifunni 3b. Lífsviðhorf sem læra má af Hið íslenzka fornritafélag er með í burðarliðnum nokkur bindi í ritröðinni Íslenzk fornrit. Konungasagnasafnritið Morkinskinna er næst í röðinni, en ritið hefur að geyma heillandi og oft og tíðum átakamiklar frásagnir að sögn annars ritstjórans, Þórðar Inga Guðjónssonar. Jónas Kristjánsson og Þórður Ingi Guðjónsson ritstýra ritröðinni Íslenzk fornrit. Kon- ungasögur munu bætast við hana á næstu árum og er Morkinskinna næst í röðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKEIFAN Menntaskólann Hraðbraut eða einfaldlega Hraðbraut er að finna í Faxafeni. Í skólanum er hægt að ljúka stúdentsprófi á tveimur skólaárum í stað fjögurra og geta nemendur valið um náttúrufræðibraut og mála- braut. www.hradbraut.is Aikikai Reykjavík stendur fyrir æfingum í japönsku bardagalist- inni aikido fyrir börn, unglinga og fullorðna í húsnæði félagsins í Faxafeni 8. Aikido er japanskt sjálfsvarnar- form sem var þróað á 20. öldinni af Morihei Ueshiba og er nokkuð skylt júdo og jújítsu en er þó ólíkt þeim og öllum öðrum sjálfsvarnar- íþróttum að því leyti að ekki er um neina árásartækni að ræða. Allar upplýsingar um félagið og æfingar er að finna á vefsíðu þess, www.aikido.is. Sjálfsvarnaríþrótt komin frá Japan AIKIKAI REYKJAVÍK BÝÐUR UPP Á ÆFINGAR Í FAXAFENI 8. Ljósin í bænum Í Skeifunni 19 er verslun sem sinnir allri almennri ljósasölu. Þá veitir lýsingarhönnuður hjá fyrirtækinu faglega ráðgjöf ásamt allri hönnunar- og teiknivinnu. Nánar á www.ljosin.is. Komdu og smakkaðu núðlusúpu 10% afsláttur af núðlusúpu Breyttur opnunartími 11:30 – 22:00 Yummi Yummi Hverfisgötu 123 MSG Merkjaföt á góðu verði Í 66°NORÐUR ÚTSÖLUMARKAÐINUM Í FAXAFENI ER HÆGT AÐ FÁ VETRARVÖRUR MEÐ DÁGÓÐUM AFSLÆTTI. Barnafólk leggur oft leið sína í 66°Norð- ur útsölumarkaðinn að Faxafeni 12 til að næla sér í pollagalla, flíspeysur og úti föt á krílin. Það á sérstaklega við um þetta leyti árs þegar þau vantar útbúnað fyrir veturinn. Á markaðinum er að finna eldri stíl og liti sem eru að hætta og getur munað allt að 30 prósentum á barnavörunum en 35-40 prósentum á fullorðinsflíkum. Fötin eru engu síður af sömu gæðum og oft er hægt að gera góð kaup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.