Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 26
26 18. september 2010 LAUGARDAGUR
FRAMHALD Á SÍÐU 28
Þ
að er rétt hjá Andra
Snæ Magnasyni að
það getur oft verið
gagnlegt til að varpa
ljósi á hlutina að tala
um þá á útlensku.
Prófið til dæmis að segja erlend-
um viðmælanda ykkar frá því að
gnægð náttúruauðlinda sé slík á
Íslandi (hlutfallslega) að landið sé
eitt ríkasta land heims. Segið sama
manni að við eigum við stórkostlega
efnahagslega erfiðleika að stríða og
það sé hópur fólks sem ekki vilji
nýta þessar auðlindir til hagsbóta
fyrir alla Íslendinga. Haldið áfram
og segið frá því að fyrir nokkr-
um árum hafi verið reist orku- og
álver sem nú skapi um fimmtung
útflutningstekna landsins og að það
sé til fólk á Íslandi sem finnist það
vera klikkun. Haldið enn áfram og
segið frá því að alþjóðafyrirtæki
á Íslandi séu sögð dónar, þau séu
sögð tengd spillingu og hugsan-
lega mafíunni líka. Eflaust myndi
útlendingurinn hrista hausinn yfir
þessu öllu saman og segja að þetta
væri ekki eðlileg hugmyndafræði.
En ég myndi segja á móti: á öllum
málum eru minnst tvær hliðar og
að tala bara um eina sé ómerkileg-
ur áróður! Hér er hin hliðin á pen-
ingi Andra Snæs.
Hagvaxtarhyggja
Það er rétt hjá Andra Snæ; það er
til mælikvarði á alla hluti. Sá mæli-
kvarði sem hagfræðingar nota
á ríkidæmi þjóða er landsfram-
leiðsla á mann og vöxtur hennar.
Hagvöxtur er því mælikvarði á
hve ríkidæmið eykst mikið milli
ára. Landsframleiðsla er samsett
úr nokkrum liðum: fjárfestingu,
einkaneyslu, samneyslu og mun-
inum á útflutningi og innflutn-
ingi (sem í daglegu tali er kallaður
vöruskiptajöfnuður). Þessi fram-
setning er kölluð því stofnanalega
heiti: ráðstöfunaruppgjör vergrar
landsframleiðslu.
Augljóst er að ef ein-
hver áðurgreindra liða
vex, þá mælist hag-
vöxtur. Ef til að mynda
peningum er ráðstaf-
að til að kaupa bens-
ín á sjúkrabílinn sem
nær í sjúklinginn þá er
verið að bæta við sam-
neysluna ef ríkið rekur
bílinn – en einkaneysl-
una ef einkaaðili rekur
hann. Það hefur bæst
við landsframleiðsl-
una, það hefur orðið
hagvöxtur. Ef hins-
vegar ég fer út í garð
og næ mér í ber til að
sulta (án kostnaðar) þá
hefur ekki átt sér stað
nein ráðstöfun peninga
og þar af leiðandi hefur
ekki orðið neinn hag-
vöxtur. Annað dæmi
er um ráðskonuna sem
giftist bóndanum. Fyrir
giftingu var hún á laun-
um en á eftir er vinnan
framlag til heimilis-
ins. Ráðskonan datt út
af þjóðhagsreikning-
unum við giftinguna
án þess að hafa breytt vinnulagi
sínu á nokkurn hátt. Þetta finnst
mörgum dularfullt og til marks
um gagnleysi mælikvarðans lands-
framleiðsla.
En af hverju er hagvöxtur eftir-
sóknarverður? Það er af þeirri ein-
földu ástæðu að við viljum efnahags-
legar framfarir til handa íbúunum.
Ef við til að mynda viljum bæta kjör
öryrkja þá eykst samneyslan og það
mælist hagvöxtur. En það verður
að afla peninganna sem ráðstafa
á í örorkubæturnar
og til þess þurfum við
að framleiða. Ef fram-
leiðsla vex ekki þá
getum við ekki bætt
kjör öryrkjans nema
taka frá einhverju
öðru. Þess vegna þurf-
um við að framleiða
meira í dag en í gær.
Þannig bætum við lífs-
kjörin. Ekki með því að
skipta tekjunum upp á
nýtt með endurdreif-
ingu um skattkerfið
eins og sumir virðast
halda.
Víkur þá sögunni að
útflutningi og innflutn-
ingi. Ástæðan fyrir því
að við viljum flytja út
vörur og þjónustu er að
við viljum afla peninga
til að flytja inn vörur
og þjónustu. Íslending-
ar geta ekki framleitt
allt það sem nútíma-
lifnaðarhættir krefj-
ast. Við getum til að
mynda ekki framleitt
bíla, flugvélar og sjón-
varpstæki með hag-
kvæmum hætti. Þess vegna flytj-
um við inn. Til þess að geta flutt
inn bíla, sjónvarpstæki og flugvél-
ar flytjum við út fisk, þjónustu við
ferðamenn, ál, hugvit, járnblendi og
tölvuleiki.
Hlutfallslegir yfirburðir
Fyrir rúmum 200 árum benti hinn
merki hagfræðingur David Ricardo
á hin augljósu sannindi – að því er
virðist fyrir nútímamanninn – um
hlutfallslega yfirburði þjóða. Við
Íslendingar gætum auðvitað sleppt
því að flytja inn bíla og framleitt
þá sjálfir. En það væri í meira lagi
óhagkvæmt. Þess vegna framleið-
um við það sem við erum góð í að
framleiða: fisk og orku, seljum á
heimsmarkaði og notum afrakst-
urinn til að skipta við þjóðir sem
hafa hlutfallslega yfirburði í að
framleiða eitthvað sem við sækj-
umst eftir. Þessi einfalda staðreynd
er grunnurinn að því hvers vegna
við stundum alþjóðaviðskipti. Því
frjálsari sem þessi viðskipti eru
því betur fá að njóta sín hlutfalls-
legir yfirburðir þjóða og því meiri
er efnahagsleg velferð íbúanna.
Ísland er óvenju ríkt að náttúru-
auðlindum. Þannig eru ein gjöful-
ustu fiskimið heims innan lögsögu
okkar, mikil orka er í fallvötnum
og í iðrum jarðar og náttúrufegurð
og fjölbreytni er með slíkum ein-
dæmum að útlendingar eru tilbún-
ir til að leggja á sig löng ferðalög
til að njóta íslenskrar náttúru. Við
höfum lengi verði fiskútflytjend-
ur, orku höfum við flutt út allt frá
því á sjöunda áratugnum og stöðugt
fleiri ferðamenn leggja leið sína til
landsins. Það er vegna hlutfalls-
legra yfirburða sem við framleið-
um hlutfallslega mikið af orku og
veiðum hlutfallslega mikinn fisk.
Við framleiðum 0,1 prósent þeirrar
raforku sem framleidd er í heimin-
um og við veiðum 1,7 prósent þess
fisks sem er veiddur í heiminum.
Afraksturinn (virðisaukann) af
þessum útflutningi höfum við síðan
notað til einkaneyslu, samneyslu og
fjárfestingar, sem almennt hefur
verið Íslendingum til hagsbóta á
undanförnum áratugum.
Nú er það svo að ódýrasta leið-
in til að flytja út orku og fá fyrir
það gjaldeyristekjur (sem við
getum síðan notað til að flytja inn
það sem okkur vanhagar um) er að
nota hana til að bræða saman súrál
og kolefni svo úr verði ál. Við flytj-
um inn súrál og kolefni en ál út.
Munurinn á innflutningi hráefna
Alkemistinn
Við bætum lífskjörin með því að framleiða meira í dag en í gær segir Tryggvi
Þór Herbertsson þingmaður í grein þar sem hann svarar grein rithöfundar-
ins Andra Snæ Magnasonar sem birtist í Fréttablaðinu um síðustu helgi.
RÆTT UM LAND HINNA KLIKKUÐU KARLMANNA Tryggvi Þór Herbertsson og Andri Snær Magnason sátu í pallborði á Háskólatorgi í gær þar sem rætt var um orkumál og atvinnustefnu. Kveikja umræðunnar var grein
Andra Snæs sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins síðustu helgi og Tryggvi Þór svarar hér á síðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Lónsstæðið er 4,9 ferkílómetrar um 8 km sunnan við friðlandið í Þjórsárverum. Um 0,2
ferkílómetrar gróins lands fara undir vatn við gerð miðlunarlónsins sem er annars að mestu í
árfarveginum. Miðlunin eykur framleiðslugetu virkjana sem þegar eru í Þjórsá um 635 mega-
vattstundir sem jafngildir um einni Búðarhálsvirkjun.
Ef fram-
leiðsla vex
ekki þá get-
um við ekki
bætt kjör ör-
yrkjans nema
taka frá ein-
hverju öðru.
Þess vegna
þurfum við
að framleiða
meira í dag
en í gær.
■ NÝJASTA ÚTGÁFA NORÐLINGAÖLDUVEITU