Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 68
36 18. september 2010 LAUGARDAGUR 1. KEILIR Fjarska fallegt fjall Keilir blasir við víða á höf- uðborgarsvæðinu, form- fagur og fallegur. Gaman er að virða hann fyrir sér úr fjarska og enn betra ef maður getur farið með ljóð- línurnar góðu „sjáið tindinn, þarna fór ég“ þegar horft er á fjallið. Leiðin er stikuð og á allra færi en mælt með því að fara í góðu veðri. 2. HERSTÖÐIN Háskólanemar í stað hers Áratugum saman var her- stöðin á Miðnesheiði eitt helsta bitbein í íslenskum stjórnmálum, átti herinn að vera eða fara? Bandaríkja- her reisti heilan bæ fyrir liðsmenn sína og útbúnað en meðan herinn var hér á landi var stöðin vandlega girt af og ekki nema útvald- ir Íslendingar sem börðu það augum – og andstæðing- ar hersetunnar hefðu ekki stigið þar inn fæti þó þeim hefði verið boðið. Nú er öldin önnur, íslenskir háskóla- nemar eru sestir að í íbúð- arblokkunum og ýmis konar starfsemi rekin á svæðinu sem nú kallast Ásbrú. For- vitnilegur viðkomustaður í sunnudagsbíltúrnum. 3. KAFFITÁR Kaffi og með því Eigendur Kaffi- társ voru í hópi þeirra frum- k vö ð l a s e m kenndu Íslend- ingum að drekka gott kaffi. Í Ytri- Njarðvík eru höfuðstöðvar kaffibrennsl- unnar og kaffi- húsakeðjunnar samnefndu. Þar er huggulegt kaffihús og verslun þar sem sömu- leiðis er möguleiki að skoða kaffibrennsluna. 4. BÆJARRÖLT Gaman er að búa í Keflavík Heimamenn mæla með bæj- arrölti í Keflavík, búðarrápi í miðbænum og pylsustoppi í pylsubarnum hans Villa við Tjarnargötu. Íslenska bítlið hófst í Keflavík og á leiðinni í bæinn er tilvalið að hlusta Leyndardómar Suðurnesja Stundum vill gleymast að Reykjanesið er ein mesta náttúruperla landsins með fallegum ströndum, hrauni og fjöllum. Þar fyrir utan er margt forvitnilegt að sjá á Reykjanesi, vita, kaffihús, kirkjur, menningu og mannlíf. Fréttablaðið bendir hér á nokkra áhugaverða hluti til að gera á Suðurnesjunum. Nú um helgina er sérstak- lega hægt að mæla með ■ Þórkötlustaðarétt Í dag er sérstaklega hægt að mæla með heim- sókn til Grindavíkur en réttað verður í Þórkötlu- staðarétt í dag. Dregið verður í dilka klukkan tvö. Hestamannafélagið Brimfaxi verður með hross á svæðinu og leyfir börnum að fara á bak. Svo verður haust- markaður starfræktur. Í Aðalbraut verður boðið upp á kaffi og kleinur á meðan birgðir endast. Loks verður Réttarball í Grindavík um kvöldið. ■ Afrísku afmæli Veitingastaðurinn góðkunni Ráin í Keflavík heldur upp á 21 árs afmæli í kvöld og verður afmælisveislan í afrískum stíl. Ljúfar veitingar og léttur matur fyrir þá sem mæta á bilinu klukkan níu til ellefu. Um helginaá Hljóma, Óðmenn, Trú-brot, Magnús og Jóhann og aðrar góðar grúppur frá sjö- unda og áttunda áratugnum. Rokkheimar Rúnars Júlíus- sonar vitaskuld skylduheim- sókn fyrir alla íslenska tón- listaráhugamenn. Einnig er hægt að mæla með heim- sókn í Víkingaheima sem hýsa Víkingaskip Gunnars Marels Eggertssonar sem smíðað er eftir Gaukstaða- skipinu. 5. SULLAÐ Í VATNI Buslað innan dyra og utan Vatnaveröldin í Reykja- nesbæ er vel heppnaður vatnsleikjagarður fyrir alla fjölskylduna. Hann er yfirbyggður þannig að veður og vindar hafa engin áhrif á heimsókn- ina. Fyrir þá sem eru í hefðbundnari sundhug- leiðingum er óhætt að mæla bæði með sund- lauginni í Garði og Sand- gerði. Þær eru báðar nýuppgerðar og vel heim- sóknarinnar virði. 6. GARÐSKAGI Ægifagurt útsýni V i t a r l ý s a sæfarendum leið og hafa þannig gegnt mikil- vægu hlutverki hjá eyþjóðinni Íslendingum. Einn sá skemmti- legasti að sækja heim er Garðskagaviti í Garði. Gamli vitinn dregur árlega að sér fjölda ferðamanna en einnig er hægt að skoða nýja vit- ann. Hvít sand- fjaran er svo sannar- lega heim- sóknarinnar virði, þar má skoða fugla og jafnvel seli. Svo er óhætt að mæla með heim- sókn í Byggðasafn- ið og á kaffihúsið þar. Mætti jafnvel segja að hvergi á landinu sé hægt að fá sér tíu dropa og kökusneið með álíka útsýni. 7. SANDVÍK Fjaran og Clint Í einni fjöru á landinu er hægt að slá þær flugur í einu höggi að fara í fjöru- ferð og á slóðir Clints East- wood. Í Sandvík er afar falleg fjara þar sem sjá má háa melgresishóla og Hafnaberg. Fjaran öðlað- ist sinn sess í kvikmynda- sögunni í myndinni Flags of our fathers. 8. GUNNUHVER ... og fleira á nesinu Í sumar voru teknir í notkun nýir göngu- og útsýnispallar við hinn merka Gunnuhver, rétt austan við Reykjanes- vita. Hverinn dregur nafn sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur og olli mikl- um usla á svæðinu þar til að Eiríki Magnússyni, presti í Vogsósum, tókst að koma draugnum fyrir með því að senda hann í hverinn. Á þessum slóðum má einnig mæla með Reykjanesvita og svo er gaman að stíga á hina svonefndu brú á milli heimshluta sem reist hefur verið á mótum Ameríku- og Evrópuflekans. 9. HVALSNESKIRKJA Fallegasta kirkja á landinu? Hvalsneskirkja í Kotvogi suður af Sandgerði, var vígð árið 1887. Hún er byggð úr tilhöggnu grjóti og geymir meðal annars altaristöflu eftir Sigurð Guðmundsson sem sýnir upprisuna. Hvals- nes er gamall kirkjustaður og margir kaþólskir dýrl- ingar tengdust Hvalsnes- kirkju. 10. GRINDAVÍK Lífið er saltfiskur Saltfisksetrið í Grindavík er sjálfsagður áfangastaður í Suðurnesjatúr. Þar eru nær alltaf skemmtilegar listsýn- ingar og upplifunarsýning sem sýnir „sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýð- ingu hans fyrir þjóðarbú- ið í gegn um tíðina“ eins og segir á heimasíðu setursins. Það er opið frá 11 til 18 alla daga. 11. KRÝSUVÍK Hverasvæðið í bakgarðinum Seltún er fallegt hverasvæði steinsnar frá höfuðborginni þar sem skoða má ævin- týralegt landslag í einstöku umhverfi. Hið dularfulla Kleifarvatn skammt undan er sömuleiðis áningarinnar virði. Texti: Heimildir: Bergdís Sigurðardóttir, Þorgils Jóns- son, www.reykjanes.is 1 2 3 4 6 9 10 11 5 7 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.