Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2010, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 18.09.2010, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 18. september 2010 13 SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid. is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Fagur er haustmorgunn, þegar náttúran skartar í allri sinni hrörnandi fegurð. Þá leitar siðvit- ið (heilindi, réttsýni og kærleikur) sterkt í vitund og djúpstætt þakk- læti fyrir gæfuríka vegferð fyllir andrúmið. Reiði Ein sterkasta tilfinning þegar einstaklingur er órétti beittur er reiðitilfinningin. Hún grípur ekki aðeins um sig í vitundinni, held- ur skekur hún allan líkamann og afskræmir andlitið. Hún safnar úr undirvitundinni öllum ljótum orðum og vondum og býr til úr þeim hárbeitt vopn sem skal særa og skera í nafni réttlátrar hefnd- ar. Tæplega hefur nokkur maður gert reiðinni jafngóð skil og Jón biskup Vídalín, sem segir hana andskotans verkfæri. Ef nánar er hugað að orðum Jóns, sem áttu að vera öllum til strangrar viðvörun- ar á þeim tíma, kemur flest í ljós sem staðfestir það að reiðin er slæm tilfinning, sem eitrar sálar- lífið og ormétur persónuleikann. Slíkt getur orðið að svo stóru sál- armeini að það safnar sífellt í sig og sýkir út frá sér. Þótt reiðihaf- inn verði fyrst og fremst sjálfur þolandi stórtækra kvala, geta þær brotist út úr vitundinni og orðið skaðvaldur hans í umhverfinu og mannlegum samskiptum öllum − án minnsta tilefnis. Einstaklingur sem hugsar vand- lega ráð sitt, þegar honum finnst gert á hluta sinn og yfirvegar til- efnið frá báðum hliðum, er ósjálf- rátt að búa gæfusamlegum við- brögðum rúm í vitund sinni. Stór og meiðandi orð missa því mátt sinn og þorstinn til hefndar dvín, líkamleg viðbrögð verða mild og yfirbragð rólegt. Skynsemin tekur smám saman að hreiðra um sig og virkni hennar fer að gæta í öllum athöfnum. Dómgreindin fær frið til að sinna sínu hlutverki: Að yfirvega orð og gerðir og koma því til skila sem best reynist − án áreitni eða niðurlægingar. Gjörðum henn- ar fylgir beinskeytt hreinskilni blönduð skilningi og góðvilja. Innri líðan einstaklingsins virk- ar í samræmi við slík viðbrögð og skyggni hans á mikilvægi jákvæðra, mannlegra samskipta eykst. Geranda tilefnisins deyfast vopn í höndum − og stundum eyð- ast. Eðlislæg góðvild, sem í byrj- un lífs virðist hverjum og einum í brjóst borin − þótt bæði sé hægt að slæva hana og murka, kemur í ljós sem hvati að þroskavænlegu, innra hegðunarmynstri, sem aftur skilar sér út í samfélagið til gæfu og léttleika í persónuleika ein- staklingsins. Á lífsferli hans verða það minn- ingar um hið góða og glaða sem fyrstar skjóta upp kollinum, af því að honum hefur auðnast að virða þær og geyma þær best, til far- sældar þegar litið er yfir farinn veg. Ritað 1991. Íslenska þjóð − við öll − getum við þetta? Í síðustu viku voru afgreidd frá Alþingi lög um Stjórnarráð Íslands. Þar er lögð til samein- ing fjögurra ráðuneyta í tvö. Er hér átt við sameiningu dóms- mála- og samgönguráðuneytis í innanríkisráðuneyti og heil- brigðis- og félagsmálaráðuneyt- is í velferðarráðuneyti. Því ber að fagna að Alþingi féllst ekki á að sameina sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið og iðnaðarráðuneytið í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Voru ákvæði þess efnis tekin út úr upphaflegu frumvarpi forsæt- isráðherra. Sérstök ástæða er til að gleðjast yfir þessari nið- urstöðu enda í samræmi við umsagnir flestra þeirra atvinnu- greina sem hér um ræðir og í samræmi við niðurstöðu flokks- ráðs Vinstri-grænna. Því hefur verið haldið fram að það sé grundvallaratriði að rannsóknum á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu sé hald- ið aðskildu frá nýtingarsjónar- miðum. Á þetta sjónarmið er hægt að fallast en hér verður að stíga varlega til jarðar og ekki stuðla að nýju kerfi til hliðar við og úr tengslum við það sem við nú höfum. Í dag er sjálfstæði Hafrannsóknastofnunarinnar virt hvort sem menn eru sam- mála eða óssammála niðurstöð- um hennar. Ég hef í það minnsta hvergi heyrt kvartað yfir afskiptum ráðherra af stofnun- inni. Þótt ekkert sé fullkomið og þá ekki ástand fiskistofna við Íslandsstendur þá er það samt til muna betra en hjá næstu nágrönnum okkar í ESB. Stundum hefur það borið við að málefni eru keyrð áfram á frösum sem eru þegar betur er að gáð án nokkurs innihalds. Sem betur fer sá Alþingi í gegn- um orðagljáfrið og samþykkti ekki stofnun atvinnuvegaráðu- neytis enda engin frambærileg rök lögð fram málinu til stuðn- ings. Ráðuneyti ekki lögð niður Stjórnarráðið Ásmundur Einar Daðason alþingismaður fyrir VG Kveðja Jenna Jensdóttir rithöfundur FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000 Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið þeirra er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 4 9 3 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Næstu námskeið 23. september kl. 20 Útibúið í Grafarholti, Vínlandsleið 30. september kl. 20 Útibúið í Keflavík, Hafnargötu 57 7. október kl. 20 Félagsmiðstöðin Hlymsdalir Miðvangi 6, Egilsstöðum 14. október kl. 20 Útibúið á Laugavegi 77 21. október kl. 20 Útibúið á Akranesi, Þjóðbraut 1 Skráning og nánari upplýsingar á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Á næstu fjármálakvöldum verður farið yfir helstu breytingar sem gerðar voru á réttindum og greiðslum lífeyrisþega frá Tryggingastofnun ríkisins á árinu 2009. Starfsfólk Tryggingastofnunar kynnir breyting arnar og svarar fyrirspurnum ásamt sérfræðingum bankans. Allir velkomnir. Námskeið um réttindi lífeyrisþega landsbankinn.is/fjarhagur Blogg og hljóðpistlar um fjármál.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.