Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 40
Þing til minningar um Ögmund Helga-
son fer fram í Norræna húsinu í dag.
„Langafi minn kom frá Norðaust-
urlandi, amma mín frá Njarðvík
og faðir hennar bjó á litlum bæ
með sýn yfir Eyjafjallajökul,“
segir Wayne Gudmundson þegar
hann er inntur eftir tengslum
sínum við Ísland. Hann hefur
tekið fjölmargar myndir á Íslandi
en hluti þeirra verður sýndur á
sýningu sem opnar í Ljósmynda-
safni Reykjavíkur í dag og stend-
ur fram í janúar. Wayne kom
hingað fyrst árið 1993 þegar hann
vann að verkefni með ljóðskáld-
inu Bill Holm á Hofsósi.
„Mig vantaði á þeim tíma
myrkra herbergi og mundi þá eftir
sýningu sem ég hafði séð í Minn-
eapolis sem hét Frozen Image.
Ég leitaði í bæklingnum sem ég
hafði geymt eftir íslenska ljós-
myndara. Þar valdi ég þann sem
mér fannst hafa tekið fallegustu
myndirnar og hringdi í hann. Það
var Guðmundur Ingólfsson sem
í góðmennsku sinni leyfði mér
að nota myrkraherbergið sitt og
við höfum verið góðvinir síðan,“
segir Wayne sem hefur sótt land-
ið heim reglulega eftir þetta og
hafa þeir Guðmundur unnið tals-
vert saman.
Wayne tekur svarthvítar mynd-
ar af víðáttumiklu landslagi en á
sýningunni verður sýnt brot af
þeim myndum sem hann hefur
tekið síðastliðin 35 ár. „Flestar
eru teknar í Norður-Dakóta þar
sem forfeður mínir námu land
en síðan er um þriðjungur mynd-
anna tekinn á Íslandi,“ upplýsir
Wayne sem hefur heillast af víð-
áttumiklu og fjölbreyttu lands-
lagi Íslands. „Það er ólýsanlegt,“
segir hann og bætir við að
hann haldi mest upp á svæð-
ið í kringum Öskju en ann-
ars hefur hann tekið flestar
myndir sínar á svæðum sem
forfeður hans komu frá.
solveig@frettabladid.is
Mynd sem Wayne tók við Öskju árið 1995. „Þetta var í júlí en samt hafði komið
snjóstormur. Þegar lægði lá snjóbreiða yfir öllu ofan á svörtu hrauninu og það var
ótrúleg sýn.“ MYND/WAYNE GUDMUNDSON
Fjölbreytileg málefni er snerta störf
og áhugamál Ögmundar Helgasonar,
þjóðfræðings og cand. mag. í íslensk-
um fræðum, verða reifuð á málþingi
til minningar um hann í Norræna
húsinu í dag.
Ögmundur var íslenskukennari í
Menntaskólanum við Tjörnina (síðar
Sund) í áratug, stundaði fræðistörf
við Kaupmannahöfn, varð starfsmað-
ur við Handritadeild Landsbókasafns
1986 og síðar forstöðumaður þar.
Einnig kenndi hann um árabil þjóð-
fræði við Háskóla Íslands. Eftir hann
liggur fjöldi fræðigreina og stærri rit
sem hann vann ýmist einn eða í sam-
starfi við aðra.
Þingið er haldið fyrir tilstuðlan vina
og ættinga Ögmundar, en auk fyrir-
lestra verður kynnt væntanleg útgáfa
bókar sem Ögmundur vann að, en
þar er um að ræða þjóðsögur sem
Guðmundur Sigurðsson, vinnumað-
ur frá Syðri-Gegnishólum í Flóa, safn-
aði á sinni tíð.
Þingið stendur frá klukkan 13 til 17
og boðið verður upp á léttar veitingar.
Fundarstjórar verða Ólafur Ögmund-
arson og Ragna Ólafsdóttir. - jbá
Til heiðurs Ögmundi
ÞING TIL MINNINGAR UM FRÆÐIMANN-
INN ÖGMUND HELGASON VERÐUR
HALDIÐ Í DAG.
Útsýni Vestur-Íslendings
Sjóndeildarhringurinn er ljósmyndaranum og Vestur-Íslendingnum Wayne Gudmundson hugleikinn. Hann opnar í dag ljósmyndasýningu í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur en þar verður sýnt brot af þeim myndum sem hann hefur tekið síðustu 35 árin.
Wayne Guðmundson.
Kvikmyndasafn Íslands sýnir myndina Ísland í lifandi myndum, eftir
Loft Guðmundsson auk hluta myndarinnar Íslenzkur iðnaður, í Bæjar-
bíói dag klukkan 16. Loftur Guðmundsson var einn helsti frumkvöðull
íslenskrar kvikmyndagerðar og kunnur ljósmyndari um sína daga.
Úr heimahögum í Norður-
Dakóta í Bandaríkjunum.
Laugavegi 63 • s: 551 4422
HAUSTYFIRHAFNIR
Í ÚRVALI
Skoðið yfirhafnir á laxdal.is
Opið
mán - fös 10-18,
laugardaga 10-16 Mörkinni 6 - Sími 588 5518
ÚTSALA
síðustu dagar.
ÚLPUR, KÁPUR, JAKKAR
20 - 70% afsl. og margt fleira.
friform.is
30%ELDHÚS - BAÐ - ÞVOTTAHÚS - FATASKÁPAR
DREKINN
WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR
HEILSUDREKINN ¦ SKEIFAN 3J ¦ SÍMI: 553 8282 ¦ heilsudrekinn@heilsudrekinn.is ¦ www.heilsudrekinn.is
(KUNG-FU)
Taijiquan fyrir byrjendur
mánudaga, miðvikudaga kl. 18:15
og laugardaga kl. 9:15
WUSHU
QI GONG
TEYGJUR
TAICHI
Changquan fyrir byrjendur
mánudaga og miðvikudaga kl. 19:15
NÝTT!
Sjálfsvarnarnámskeið
fyrir konur
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki