Fréttablaðið - 18.09.2010, Síða 6
6 18. september 2010 LAUGARDAGUR
ALÞINGI Atli Gíslason, formaður
þingmannanefndar um viðbrögð
Alþingis við skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis, mælti í gær
fyrir þingsályktunartillögu meiri-
hluta nefndarinnar um að höfða
beri sakamál gegn fjórum fyrr-
verandi ráðherrum.
Atli rakti hvað þeim Geir H.
Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, Árna M. Mathiesen og
Björgvini G. Sigurðssyni er gefið
að sök og færði rök fyrir sumum
kæruefnum. Um önnur vísaði
hann til greinargerðar með til-
lögunni.
Hann sagði málið í heild vera
sér afar erfitt en undan því yrði
ekki vikist. Þingleg skylda réði
því að í það var ráðist.
Í máli Atla kom fram að þing-
mannanefndin leitaði í fyrstu til
fjögurra sérfræðinga um hvort
skilyrðum til málshöfðunar væri
fullnægt. Þrír þeirra hafi verið
þeirrar skoðunar. Þeim hafi í
framhaldinu verið falið að semja
drög að þingsályktunartillögu og
fimmti sérfræðingurinn fenginn
til að leggja á þau mat. Sá hafi
gert fyrirvara við skýrleika til-
tekinna atriða og lagt til úrbæt-
ur. Að þeim gerðum hafi hann
talið ályktunina standast. Atli tók
fram að sérfræðingarnir hefðu
lagt áherslu á að þeirra verk væri
ráðgjöf en þingmanna að taka
ákvörðun.
Atli upplýsti líka að ákærurnar
á hendur ráðherrunum fyrrver-
andi geti breyst frá því sem þing-
ið kann að ákveða.
Verði tillaga um málsókn sam-
þykkt mun Alþingi kjósa sak-
sóknara og fimm manna þing-
mannanefnd til að starfa við hlið
hans. Saksóknarinn mun, lögum
samkvæmt, afla sönnunargagna.
„Komi fram við þessa rannsókn
málsins áður en málið er þingfest
fyrir landsdómi, að einhverjum
kæruatriðum er ofaukið eða hrein-
lega einhverjum ákærða er ofauk-
ið, er þessari fimm manna þing-
mannanefnd í lófa lagið að leggja
fram nýja þingsályktunartillögu,“
sagði Atli. bjorn@frettabladid.is
Árvekni gegn streitu og verkjum
Björgvin Ingimarsson
sálfræðingur
Sími: 571 2681
Árangursrík aðferð gegn síþreytu, verkjum,
streitu, psoriasis og kvíða.
Næstu námskeið hefjast 20. sept. og 12. okt.
Nánari upplýsingar: www.salfraedingur.is
Láttu hjartað ráða
Fæst í verslunum Hagkaups, Bónus og 10-11 · www.lífrænt.is
DÓMSMÁL Kona hefur verið dæmd
í þrjátíu daga skilorðsbund-
ið fangelsi fyrir ærumeiðandi
aðdróttanir gegn betri vitund,
þar á meðal að ljúga getnaði upp
á mann.
Ríkssaksókari sótti málið.
Konan var fundin sek um að hafa
sent nafnlaust bréf í pósti fyrr á
árinu til hjóna, stílað á eiginkon-
una. Í því stóð að bréfritari væri
samstarfskona eiginmanns henn-
ar, ætti í kynferðissambandi við
hann og væri þunguð af hans
völdum.
Í meginmáli bréfsins sagði: „Ég
og C vinnum á sama stað, ég er bara
á öðru sviði en hann, en þannig er
mál með vexti að ég er ófrísk og
veit að hann er pabbinn. Það kemur
enginn annar til greina.“
Böndin bárust fljótlega að kon-
unni sem nú hefur verið dæmd.
Hún játaði brot sitt fyrir dómi en
gat ekki gefið neinar skýringar á
bréfi þessu eða ástæðum þess að
hún skrifaði það og sendi.
Eiginkonan krafðist einnar
milljónar í bætur frá sendanda
bréfsins, meðal annars vegna þess
að hún hefði hrökklast úr flugum-
ferðarstjóranámi vegna málsins.
Konan var dæmd til að greiða 200
þúsund krónur í miskabætur. - jss
Kona fundin sek um ærumeiðandi aðdróttanir gegn betri vitund:
Dæmd fyrir að ljúga til um getnað
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR
Dómurinn dæmdi konuna til að greiða
200 þúsund krónur í miskabætur.
Ráðherraákærur geta
breyst við rannsókn
Alþingi getur breytt kæruefnum eftir að rannsókn á meintri vanrækslu fyrrver-
andi ráðherra er hafin. Fjórir af fimm sérfræðingum Atlanefndarinnar telja skil-
yrðum um málshöfðanir fullnægt. Áform um gagnaleynd hleyptu upp þingfundi.
Við upphaf þingfundar í gærmorgun mótmæltu þingmenn Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingarinnar því að þingheimur fengi ekki aðgang að gögnum sem
þingmannanefndin, undir formennsku Atla Gíslasonar, bjó yfir. Voru það
álit og minnisblöð sérfræðinga sem komu fyrir nefndina. Vildu þeir fresta
umræðum um sjálfa þingsályktunartillöguna þar til öll gögn lægju fyrir.
Nefndarmenn báru við að sérfræðingunum hefði verið heitinn trúnaður og
væri það í samræmi við verklagsreglur hennar sem öllum voru ljósar. Um
þetta var karpað í þrjú korter en að því búnu mælti Atli fyrir þingsályktunar-
tillögunni. Að því búnu var þingfundi frestað og sest á rökstóla í fundarher-
bergjum. Varð úr að trúnaði á gögnunum var aflétt gagnvart þingmönnum
en fjölmiðlar og almenningur fá ekki að sjá þau.
Aðgangur veittur að gögnum eftir uppnám
MÆLT FYRIR ÁLYKTUN UM MÁLSÓKNIR Atli Gíslason rökstuddi tillögu meirihluta
þingmannanefndar á þingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Tuttugu milljónir í golfvöll
Bæjarráð Sandgerðis hefur ákveðið
að Golfklúbbur Sandgerðisbæjar fái
samtals 19,5 milljóna króna styrk
vegna gerðar átján holu golfvallar.
Þegar hafa verið greiddar fimmtán
milljónir.
SANDGERÐI
Mátti slátra í sendibíl
Hæstiréttur hefur staðfest sýknu-
dóm yfir þremur mönnum sem voru
ákærðir fyrir ólögmæta sauðfjárslátr-
un. Fólkinu var gefið að sök að hafa
slátrað nítján lömbum í gámi og í
sendibíl á Vesturlandi í september á
síðasta ári. Það kvað kjötið ætlað til
einkaneyslu og var sýknað.
DÓMSMÁL
Kannabis og klám
Lögreglan stöðvaði nýverið kannabis-
ræktun í fjölbýlishúsi í austurborginni.
Við húsleit fundust um sextíu kanna-
bisplöntur á lokastigi ræktunar. Um
mjög fullkomna ræktun var að ræða.
Á sama stað var einnig lagt hald á
fartölvu með óviðeigandi myndefni.
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið
yfirheyrður vegna rannsóknar málsins.
Fjögur hundruð plöntur
Þá stöðvaði lögregla kannabisrækt-
un í húsi í Árbæ nýverið. Við húsleit
fundust tæplega fjögur hundruð
kannabisplöntur. Þrír karlmenn á
þrítugsaldri voru handteknir.
LÖGREGLUFRÉTTIR
BELGÍA, AP Nicolas Sarkozy Frakk-
landsforseti átti í hörkurifrildi
við aðra leiðtoga Evrópusam-
bandsríkjanna á leiðtogafundi
þeirra í Brussel í gær.
Sarkozy var afar ósáttur við
gagnrýni Evrópusambandsins
á aðgerðir franskra stjórnvalda
gegn sígaunum, eða rómafólki
eins og þeir nefna sig sjálfir.
Sérstaklega gagnrýndi Sar-
kozy að Vivane Reding, sem fer
með dómsmál í framkvæmda-
stjórn ESB, hafi líkt brottflutn-
ingi rómafólks frá Frakklandi
við útrýmingarherferð nasista á
hendur gyðingum. - gb
Spenna á leiðtogafundi:
Hávaðarifrildi
við Sarkozy
TVEIR FORSETAR Á LEIÐTOGAFUNDI
Nicolas Sarkozy frá Frakklandi og Traian
Barescu frá Rúmeníu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Eiga sveitarfélögin á höfuðborg-
arsvæðinu að kaupa snjófram-
leiðslutæki fyrir Bláfjöll?
Já 41%
Nei 59%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ertu ánægð(ur) með niðurstöðu
Hæstaréttar varðandi gengis-
tryggð lán?
Segðu skoðun þína á Visir.is.
STJÓRNMÁL Það er rangt að breyt-
ingar á útlánareglum Íbúðalána-
sjóðs árið 2004 hafi ráðið úrslitum
um þenslu í hagkerfinu. Bankarnir
bera þar höfuðábyrgð.
Þetta segja þrír fyrrum ráð-
herrar Framsóknarflokksins –
hver í sínu lagi – í bréfum til þing-
mannanefndarinnar sem fjallaði
um skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis.
Í skýrslunni segir að breyting-
arnar, sem gerðar voru í framhaldi
af kosningaloforði framsóknar-
manna 2003, hafi verið þenslu-
hvetjandi og með stærri hagstjórn-
armistökum.
Jón Sigurðsson, Jónína Bjart-
marz og Valgerður Sverrisdóttir
mótmæla þessu. Valgerður segir
að þegar lögum um sjóðinn hafi
verið breytt hafi bankarnir þegar
lánað um 180 milljarða króna í
nýjum fasteignalánum. Bætir hún
við að innkoma bankanna á mark-
aðinn hafi fyrst og fremst haft
þann tilgang að „reyna að gera út
af við Íbúðalánasjóð“.
Jónína bendir á að á átján mánaða
tímabili hafi bankarnir veitt rúma
300 milljarða til íbúðalána. Þau
hafi ekki verið einskorðuð við kaup
eða byggingu íbúðahúsnæðis held-
ur „fóru að stórum hluta í neyslu og
aðrar fjárfestingar“.
„Viðskiptabankarnir réðu alger-
lega úrslitum um framvindu mála á
íbúðalánamarkaði,“ segir Jón. - bþs
Mótmæla fullyrðingum um hlut Íbúðalánasjóðs í þenslunni og benda á bankana:
Framsóknarmenn verjast ásökunum
VALGERÐUR
SVERRISDÓTTIR
JÓNÍNA BJARTMARZJÓN SIGURÐSSON
DÓMSMÁL Á þriðja hundrað manns
hefur tilkynnt þátttöku sína í hóp-
málsókn Samtaka lánþega gegn
fjármálafyrirtækjum, að því er
Guðmundur Andri Skúlason, for-
maður samtakanna, sagði í frétt-
um Stöðvar 2 í gær. Þar sagði
Guðmundur að viðskiptaráðherra
gæti ekki sett lög sem berði niður
rétt lánþega.
Enn fremur samþykkti stjórn
Hagsmunasamtaka heimilanna
einróma á fundi sínum í gær að
leita til eftirlitsstofnunar EFTA,
vegna niðurstöðu Hæstaréttar. - sh
Óánægð hagsmunasamtök:
Hópmálsókn í
undirbúningi
KJÖRKASSINN