Fréttablaðið - 18.09.2010, Page 2

Fréttablaðið - 18.09.2010, Page 2
2 18. september 2010 LAUGARDAGUR Sverrir, væri þá ekki upplagt að gera afmælisdaginn þinn að degi ónáttúrunnar? „Jú, alveg endilega. Svo mætti gera afmælisdag einhvers ákafs virkjun- arsinna að degi náttúruleysisins.“ Gera á afmælisdag Ómars Ragnarssonar, 16. september, að degi náttúrunn- ar. Sverrir Stormsker er þekktur fyrir blautlegan kveðskap. Sverrir er fæddur 6. september og því meyja eins og Ómar. BRETLAND, AP Benedikt páfi viður- kenndi í vikunni, þegar hann kom í opinbera heimsókn til Bretlands, að kaþólska kirkjan hafi hvorki brugðist nógu fljótt né nógu ákveðið við þegar prestar hafa verið sakaðir um kynferðisbrot gegn börnum. Hann sagði það nú vera fyrsta forgangsmál kirkjunnar að hjálpa fórnarlömbum slíkra brotamanna að ná sér. Andstaða og gagnrýni á páfa og kaþólsku kirkjuna hafa verið svo áberandi í Bretlandi að sjálf heim- sóknin hefur fallið í skuggann. Fimm manns voru handteknir í Bretlandi snemma í gærmorgun, sakaðir um að hafa hótað páfa. - gb Heimsókn páfa til Bretlands: Fellur í skugga kynferðisbrota DROTTNING OG PÁFI Elísabet Breta- drottning ásamt Benedikt sextánda. NORDICPHOTOS/AFP 1 54 NÁTTÚRA Ekkert varð vart við flæk- ingsfiðrildi hér á landi í sumar vegna einmunablíðu. Með fyrstu haustlægðinni í byrjun mánaðarins barst hins vegar til landsins fjöldi fiðrilda með hlýjum loftstraumum. Sérstök vöktun fiðrilda hefur verið hér á landi síðan 1995. Á Náttúrufræðistofnun hefur verið fylgst með komum fiðrilda undanfarið. Við eftirgrennslan er ljóst að tíu tegundir útlendra fiðr- ilda bárust hingað hið minnsta. Sum þeirra hafa hafnað í fiðr- ildagildrum sem reknar eru vegna verkefnis sem tengist vöktun fiðr- ilda og hófst á tveim stöðum á land- inu, Tumastöðum í Fljótshlíð og Kvískerjum í Öræfum, fyrir fimmt- án árum. Erling Ólafsson, sérfræðingur á Náttúrufræðistofnun, segir að sýna- taka fari fram með þar til gerðum ljósgildrum en veiðarnar byggja á þeirri áráttu flestra fiðrilda að sækja að ljósum þegar skyggja tekur. Gildrurnar eru stórtæk verk- færi enda veiddust á tíu árum 69.494 eintök fiðrilda á Tumastöðum og tilheyrðu þau fimmtíu tegundum. Samsvarandi tölur frá Kvískerjum eru 81.227 eintök og 64 tegundir. Á Íslandi hafa til þessa fundist 143 nafngreindar tegundir fiðrilda. Þar af eru 89 taldar lifa hér á eigin forsendum í íslenskri náttúru. svavar@frettabladid.is Fiðrildarigning með fyrstu haustlægðinni Mikill fjöldi fiðrilda barst til landsins þegar sumarblíðan tók enda með fyrstu haustlægðinni á dögunum. Á Íslandi hafa til þessa fundist 143 tegundir fiðrilda. 32 1. Aðmírálsfiðrildi Er mikill fluggarpur með ríkt flökkueðli. Aðmírálsfiðrildi er tíður og væntanlega árlegur gestur á Íslandi og var fyrst skráð hér árið 1901. 2. Kóngasvarmi Fluggarpur sem oft leggst í langflug frá náttúrulegum heimkynnum. Er nánast árlegur flækingur á Íslandi. Fyrsta tíma- setta tilvikið er frá 1899. Kóngasvarmi er auðþekktur á stærðinni en auðvelt er að villast á honum og fugli á flugi. 3. Gammaygla Er eitt algengasta flækingsfiðrildið hér á landi. Á gráleitum framvængjum er skýrt ljóst tákn sem er nánast eins og gríski bókstafurinn gamma og dregur tegund- in af því heiti á flestum tungumálum. 4. Gulygla Er landlæg hér á landi og hefur henni farið fjölgandi í kjölfar hlýnandi lofts- lags. Gulygla er með stærstu fiðrildum og þar með stærstu skordýrum hér á landi. 5. Páfiðrildi Er ein fárra tegunda sem þreyja vetur á fullorðinsstigi. Fyrstu fiðrildin vakna á ný þegar sól tekur að skína í mars. Fyrsti skráði fundur er frá árinu 1938, flest sjö árið 1996. Berst hingað með varningi. M YN D IR /E R LI N G Ó LA FS SO N LÖGREGLUMÁL Svo virðist sem skipulögð skattsvik sem lögreglan hefur nú til rannsóknar hafi stað- ið allt árið í fyrra og það sem af er þessu ári, hið minnsta. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna svik- anna, sem nema um 270 milljón- um króna. Einn þeirra sem situr í varðhaldi er starfsmaður skattsins. Fleiri höfðu ekki verið hand- teknir vegna málsins í gærkvöldi en ekki var útilokað að svo yrði. Yfirheyrslum yfir þeim handteknu var fram haldið í gær. Féð var svikið út með því að skila fölsuðum skjölum um kostn- að við byggingarframkvæmdir til skattsins og fá endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Starfsmönnum skattsins hefur verið veitt áfalla- hjálp vegna málsins. - sh Meintir svikarar yfirheyrðir: Svikin stóðu í vel á annað ár AFGANISTAN, AP Mikill viðbúnaður lögreglu og hers er í Afganistan vegna þingkosninga, sem haldnar verða þar í dag. Óttast er að and- stæðingar bæði stjórnvalda og erlenda herliðsins reyni að trufla framkvæmdina með ofbeldi og hótunum. Hamid Karzai forseti hvatti landsmenn til að taka þátt í kosn- ingunum þrátt fyrir hótanir tali- bana og annarra uppreisnarhópa. Átök í tengslum við væntanlegar kosningarnar hafa á síðustu dögum kostað nokkra tugi manna lífið. Erlenda herliðið mun fylgjast með framkvæmd kosninganna til að koma í veg fyrir kosninga- svindl, en ásakanir um slíkt í for- setakosningunum á síðasta ári urðu til þess að veikja mjög stöðu forsetans. Richard Holbrooke, sendifull- trúi Bandaríkjastjórnar í Afgan- istan og Pakistan, sagðist gera sér fulla grein fyrir því að kosning- arnar verði ekki fullkomnar. Nú í vikunni bárust fréttir af því að verulegt magn af fölsuðum kjörseðlum hafi fundist í Pakist- an, skammt frá landamærum ríkj- anna. - gb Alþjóðaherliðið í Afganistan notað til að fylgjast með þingkosningunum í dag: Reyna allt til að hindra svindl UNDIRBÚNINGUR KOSNINGA Kjörkassar fluttir niður í Pansjírdal norðaustan við höfuðborgina Kabúl. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJARSKIPTAMÁL Gagnaveita Reykja- víkur hyggst una úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar þess efnis að greiða skuli vexti af láni Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til fyrirtækis- ins tvisvar á ári. Lánið er tilkomið vegna aðskilnaðar Gagnaveitunn- ar og OR, sem Póst- og fjarskipta- stofnun mælti fyrir um. Stofnun- in gerði á miðvikudag alvarlegar athugasemdir við lánið. „Hér er ekki verið að fella niður vexti heldur fresta greiðslu þeirra,“ segir Birgir Rafn Þráins- son, framkvæmdastjóri Gagnaveit- unnar. Hann segir ekki rétt sem fram kom í Fréttablaðinu í fyrra- dag að lánið hafi átt að vera vaxta- laust á lánstímanum. Hið rétta sé að safna hafi átt upp vöxtum á lánstímanum og greiða þá þegar lánið yrði greitt upp. Póst- og fjarskiptastofnun komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að slík fyrirgreiðsla stæðist ekki ákvæði fjarskiptalaga né sam- rýmdist fyrri ákvörðunum stofn- unarinnar um lánakjör. Birgir segir að Gagnaveitan uni þeirri niðurstöðu og hafi þegar greitt þá vexti sem frestað hafi verið að borga þar til niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar hafi verið kynnt fyrirtækinu. - bj Segja ekki rétt að lán frá OR til Gagnaveitu Reykjavíkur hafi verið vaxtalaust: Gagnaveitan unir úrskurði LJÓSLEIÐARAR Gagnaveita Reykjavíkur hefur lagt ljósleiðara í hús á höfuðborg- arsvæðinu undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMGÖNGUMÁL Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng eru komnar á lokastig þar sem malbikun gang- anna lauk í vikunni. Unnið er að frágangi fyrir opnun sem verður byrjun næsta mánaðar. Göngin stytta leiðina milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar úr 62 kílómetrum í um 15 kílómetra. Göngin eru um 11 kílómetrar, 3,7 kílómetrar á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 kíló- metrar þaðan til Ólafsfjarðar. Heildarkostnaður er yfir 11 milljarðar króna. - þj Styttist í Héðinsfjarðargöng: Malbikun gang- anna lokið ALÞINGI Þingmenn Hreyfingarinn- ar leggja til að heimspeki verði skyldufag í grunn- og framhalds- skólum. Vilja þeir að fagið verði kennt að meðaltali í einum áfanga á hverju skólaári. Er tillagan við- bragð við skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis um hrunið. Þingmennirnir vilja jafnframt að gerð verði stjórnsýsluúttekt á þeim þremur ráðuneytum sem helst komu að málum í aðdrag- anda hrunsins. Úttektin taki sér- staklega til samskipta við önnur ráðuneyti og stofnanir. - bþs Þingmenn Hreyfingarinnar: Heimspeki verði skyldufag DÓMSMÁL Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra var ekki heim- ilt að synja aðalskipulagi Flóa- hrepps staðfestingar fyrr á þessu ári. Héraðs- dómur Reykja- víkur kvað upp úrskurð þar að lútandi í gær. Svandís til- kynnti í lok janúar að hún hygðist ekki staðfesta þá hluta skipulags- ins sem sneru að Urriðafossvirkjun, vegna þess að skipulagsvinnan væri að hluta kostuð af Landsvirkjun. Ákvörð- unin hafði áhrif á þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Dómurinn kemst að þeirri nið- urstöðu að ekkert í skipulags- og byggingarlögum leggi bann við því að framkvæmdaraðili greiði kostnað við skipulagsvinnu. - sh LV mátti kosta skipulagsvinnu: Svandís braut lög með synjun SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.