Fréttablaðið - 14.10.2010, Síða 16

Fréttablaðið - 14.10.2010, Síða 16
16 14. október 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: ÁFORM RÍKISSTJÓRNARINNAR UM NÝ LÖG OG BREYTINGAR Á ELDRI LÖGUM Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is Í 214 mála þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar kennir margra grasa. Efnahags- og viðskiptaráðherra ætlar að leggja fram flest frumvörp á yfirstandandi þingi en forsætisráðherra fæst. Úr ranni forsætisráðherra eru væntanleg sjö frumvörp, sam- kvæmt þingmálaskránni sem lögð var fram samhliða stefnuræðu forsætisráðherra í síðustu viku. Tekið er fram í aðfararorðum að frumvörpunum kunni að fjölga, auk þess sem atvik geti hindrað flutning einstakra frumvarpa. Meðal þess sem forsætisráð- herra ætlar að leggja fram er frumvarp til breytinga á upp- lýsingalögum. Er markmiðið að rýmka aðgengi almennings að upp- lýsingum. Þá verður lögð fram til- laga til þingsályktunar um stefnu- mörkun fyrir Ísland fram til 2020 og frumvarp um flutning og end- urskipulagningu verkefna milli ráðuneyta. Sérstakur ræður lögreglumenn Von er á samtals 32 frumvörp- um frá Ögmundi Jónassyni. Átján leggur hann fram sem dóms- og mannréttindaráðherra. Breyta á skipulagi lögregluembætta, lög- festa heimild til að flytja ofbeld- ismann af heimili sínu, svokallaða austurríska leið, veita sérstök- um saksóknara heimild til að ráða lögreglumenn, fjölga dóm- urum og herða eftirlit með banni við áfengisauglýsingum. Þá ætlar Ögmundur að leggja til að afnum- in verði sjálfvirk skráning barna í trúfélög. Sem samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra hyggst Ögmund- ur leggja fram fjórtán mál. Meðal annars ætlar hann að setja á fót nýja stofnun; Farsýslu, stjórnsýslu- stofnun samgöngumála. Í henni á að sameina stjórnsýsluverkefni Flugmálastjórnar, Siglingastofnun- ar, Vegagerðar og Umferðarstofu. Þá á að færa framkvæmdir, rekstur og þjónustu alls samgöngukerfisins undir Vegagerðina. Sameining stofnana Guðbjartur Hannesson ætlar að leggja fram 27 frumvörp úr félags- og tryggingamálaráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu. Meðal annars ætlar hann að gera Íbúða- lánasjóði kleift að bjóða íbúðir sem hann hefur keypt á uppboði til leigu með kauprétti. Þá ætlar hann að leggja til sameiningu landlækn- isembættisins og Lýðheilsustöðv- ar annars vegar og Lyfjastofnunar, lyfjagreiðslunefndar og lyfjadeild- ar Sjúkratrygginga hins vegar. Á þingmálaskrá fjármálaráð- herrans, Steingríms J. Sigfússon- ar, er 31 mál. Flest snúa þau að skattalagabreytingum. Hækka á olíugjald, kílómetragjald, bensín- gjald og sérstakt bensíngjald um fjögur prósent, leggja á sérstakt vörugjald á áfengi og tóbak sem selt er í komufríhöfn og sérstakt gjald af sölu gistinátta. Eiga tekjur af gjaldinu að renna til verndunar og uppbyggingar fjölsóttra ferða- mannastaða, þjóðgarða og frið- lýstra svæða. Þá á að framlengja heimild til útgreiðslu séreignar- sparnaðar. Orkufyrirtæki í opinberri eigu Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra ætlar að leggja fram frum- varp um stofnun Framkvæmda- sjóðs ferðaþjónustunnar. Hlutverk hans verður að ráðstafa áður- nefndu sérstöku gistináttagjaldi. Af öðrum fimmtán fyrirhuguðum frumvörpum iðnaðarráðherra má nefna að setja á lög sem tryggja opinbert eignarhald á mikilvæg- um orkufyrirtækjum og takmarka eignarhald einkaaðila. Frumvarp um nýja grunnlög- gjöf um starfsemi fjölmiðla er væntanlegt úr ranni Katrínar Jak- obsdóttur, mennta- og menningar- málaráðherra. Breyta á lögum um opinbera háskóla og meðal annars færa undir þau starfsemi landbún- aðarháskólanna. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra ætlar að leggja til breyt- ingar á fiskveiðistjórnuninni, bæði hvað varðar einstaka tegundir og eins heildarendurskoðun kerfisins. Þá ætlar hann að leggja til breyt- ingu á lögum um búnaðargjald, með hliðsjón af forsendum dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um iðnaðarmálagjald. Náttúruverndarlög endurskoðuð Helsta frumvarp Svandísar Svav- arsdóttur umhverfisráðherra hlýt- ur að teljast heildarendurskoðun á lögum um náttúruvernd. Af öðru má nefna frumvarp um umhverf- isábyrgð, meðhöndlun úrgangs og stjórn vatnamála. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra ætlar einkum að leggja fram frumvörp og þingsályktun- artillögur til innleiðingar eða full- gildingar alþjóðasamningum en einnig leggur hann fram tillögu um stefnumótun í öryggis- og varnar- málum og þróunarsamvinnu, svo dæmi séu tekin. Lög um smálán Von er á 33 frumvörpum frá Árna Páli Árnasyni, efnahags- og við- skiptaráðherra. Mörg eru lögð fram vegna bankahrunsins og snúast ýmist um breytingar á fjármála- markaði eða rétt og stöðu fólks gagnvart fjármálafyrirtækjum. Að auki má nefna að Árni Páll hyggst beita sér fyrir lagasetn- ingu um starfsemi smálánafyrir- tækja. Í frumvarpi þar um verður lagt til að starfsemi þeirra verði leyfisskyld og skýr ákvæði sett um hegðun þeirra á markaði og eftir- lit með þeim. Þá vill hann breyta lögum um Seðlabankann, einkum að auka skilvirkni í rekstri hans og skilgreina betur hlutverk hans við að viðhalda fjármálastöðugleika. Enn fremur er væntanlegt frum- varp til breytingar á lögum um erlenda fjárfestingu. Lýtur það að stjórnsýslulegri meðferð tilkynn- inga um erlenda fjárfestingu. Þá á að skýra nánar ákvæði er lúta að fjárfestingu í orkumálum. Farsýsla stofnuð og lög sett um smálán og austurrísku leiðina RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS Ráðherrar ætla ekki að sitja auðum höndum í vetur; þeir hafa þegar í hyggju að leggja fram samtals rúm- lega tvö hundruð frumvörp og þingsályktunartillögur og eflaust á ýmislegt eftir að bætast við. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Rýmka á aðgengi almennings að opinberum upplýsingum. ■ Herða á eftirlit með banni við áfengisauglýsingum. ■ Afnema á sjálfvirka skráningu barna í trúfélög. ■ Stofna á Farsýslu, stjórnsýslustofnun samgöngumála. ■ Sameina á landlæknisembættið og Lýðheilsustöð. ■ Sameina á Lyfjastofnun, lyfjagreiðslunefnd og lyfjadeild Sjúkratrygginga. ■ Hækka á olíugjald, kílómetragjald, bensíngjald og sérstakt bensíngjald. ■ Tryggja á opinbert eignarhald á mikilvægum orkufyrirtækjum og tak- marka eignarhald einkaaðila. ■ Ráðast á í heildarendurskoðun á lögum um náttúruvernd. ■ Leggja á fram tillögu um stefnumótun í öryggis- og varnarmálum. ■ Starfsemi smálánafyrirtækja verður leyfisskyld. ■ Skilgreina á betur hlutverk Seðlabankans við að viðhalda fjármálastöðug- leika. Eitt og annað úr þingmálaskránni Sparaðu með Siemens Siemens er þekkt fyrir umhverfisvæna stefnu sína og er í fremstu röð þegar skoðaðar eru tækninýjungar er varða orkusparnað á heimilum. A T A R N A Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.issparnaður -50% 1995 2010 0,13 kwst. sparnaður -36% 1995 2010 0,11 kwst. 0,07 kwst. sparnaður -48% 1995 2010 Þvottavél WM 16S770DN Orkunotkun miðuð við þvott á 1 kg á 60° C. Uppþvottavél SN 46T590SK Orkunotkun miðuð við borðbúnað fyrir einn. Kæliskápur KG 36VX74 Orkunotkun miðuð við 100 l á sólarhring. 0,48 kwst. 0,25 kwst.0,26 kwst.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.