Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.10.2010, Blaðsíða 16
16 14. október 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: ÁFORM RÍKISSTJÓRNARINNAR UM NÝ LÖG OG BREYTINGAR Á ELDRI LÖGUM Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is Í 214 mála þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar kennir margra grasa. Efnahags- og viðskiptaráðherra ætlar að leggja fram flest frumvörp á yfirstandandi þingi en forsætisráðherra fæst. Úr ranni forsætisráðherra eru væntanleg sjö frumvörp, sam- kvæmt þingmálaskránni sem lögð var fram samhliða stefnuræðu forsætisráðherra í síðustu viku. Tekið er fram í aðfararorðum að frumvörpunum kunni að fjölga, auk þess sem atvik geti hindrað flutning einstakra frumvarpa. Meðal þess sem forsætisráð- herra ætlar að leggja fram er frumvarp til breytinga á upp- lýsingalögum. Er markmiðið að rýmka aðgengi almennings að upp- lýsingum. Þá verður lögð fram til- laga til þingsályktunar um stefnu- mörkun fyrir Ísland fram til 2020 og frumvarp um flutning og end- urskipulagningu verkefna milli ráðuneyta. Sérstakur ræður lögreglumenn Von er á samtals 32 frumvörp- um frá Ögmundi Jónassyni. Átján leggur hann fram sem dóms- og mannréttindaráðherra. Breyta á skipulagi lögregluembætta, lög- festa heimild til að flytja ofbeld- ismann af heimili sínu, svokallaða austurríska leið, veita sérstök- um saksóknara heimild til að ráða lögreglumenn, fjölga dóm- urum og herða eftirlit með banni við áfengisauglýsingum. Þá ætlar Ögmundur að leggja til að afnum- in verði sjálfvirk skráning barna í trúfélög. Sem samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra hyggst Ögmund- ur leggja fram fjórtán mál. Meðal annars ætlar hann að setja á fót nýja stofnun; Farsýslu, stjórnsýslu- stofnun samgöngumála. Í henni á að sameina stjórnsýsluverkefni Flugmálastjórnar, Siglingastofnun- ar, Vegagerðar og Umferðarstofu. Þá á að færa framkvæmdir, rekstur og þjónustu alls samgöngukerfisins undir Vegagerðina. Sameining stofnana Guðbjartur Hannesson ætlar að leggja fram 27 frumvörp úr félags- og tryggingamálaráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu. Meðal annars ætlar hann að gera Íbúða- lánasjóði kleift að bjóða íbúðir sem hann hefur keypt á uppboði til leigu með kauprétti. Þá ætlar hann að leggja til sameiningu landlækn- isembættisins og Lýðheilsustöðv- ar annars vegar og Lyfjastofnunar, lyfjagreiðslunefndar og lyfjadeild- ar Sjúkratrygginga hins vegar. Á þingmálaskrá fjármálaráð- herrans, Steingríms J. Sigfússon- ar, er 31 mál. Flest snúa þau að skattalagabreytingum. Hækka á olíugjald, kílómetragjald, bensín- gjald og sérstakt bensíngjald um fjögur prósent, leggja á sérstakt vörugjald á áfengi og tóbak sem selt er í komufríhöfn og sérstakt gjald af sölu gistinátta. Eiga tekjur af gjaldinu að renna til verndunar og uppbyggingar fjölsóttra ferða- mannastaða, þjóðgarða og frið- lýstra svæða. Þá á að framlengja heimild til útgreiðslu séreignar- sparnaðar. Orkufyrirtæki í opinberri eigu Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra ætlar að leggja fram frum- varp um stofnun Framkvæmda- sjóðs ferðaþjónustunnar. Hlutverk hans verður að ráðstafa áður- nefndu sérstöku gistináttagjaldi. Af öðrum fimmtán fyrirhuguðum frumvörpum iðnaðarráðherra má nefna að setja á lög sem tryggja opinbert eignarhald á mikilvæg- um orkufyrirtækjum og takmarka eignarhald einkaaðila. Frumvarp um nýja grunnlög- gjöf um starfsemi fjölmiðla er væntanlegt úr ranni Katrínar Jak- obsdóttur, mennta- og menningar- málaráðherra. Breyta á lögum um opinbera háskóla og meðal annars færa undir þau starfsemi landbún- aðarháskólanna. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra ætlar að leggja til breyt- ingar á fiskveiðistjórnuninni, bæði hvað varðar einstaka tegundir og eins heildarendurskoðun kerfisins. Þá ætlar hann að leggja til breyt- ingu á lögum um búnaðargjald, með hliðsjón af forsendum dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um iðnaðarmálagjald. Náttúruverndarlög endurskoðuð Helsta frumvarp Svandísar Svav- arsdóttur umhverfisráðherra hlýt- ur að teljast heildarendurskoðun á lögum um náttúruvernd. Af öðru má nefna frumvarp um umhverf- isábyrgð, meðhöndlun úrgangs og stjórn vatnamála. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra ætlar einkum að leggja fram frumvörp og þingsályktun- artillögur til innleiðingar eða full- gildingar alþjóðasamningum en einnig leggur hann fram tillögu um stefnumótun í öryggis- og varnar- málum og þróunarsamvinnu, svo dæmi séu tekin. Lög um smálán Von er á 33 frumvörpum frá Árna Páli Árnasyni, efnahags- og við- skiptaráðherra. Mörg eru lögð fram vegna bankahrunsins og snúast ýmist um breytingar á fjármála- markaði eða rétt og stöðu fólks gagnvart fjármálafyrirtækjum. Að auki má nefna að Árni Páll hyggst beita sér fyrir lagasetn- ingu um starfsemi smálánafyrir- tækja. Í frumvarpi þar um verður lagt til að starfsemi þeirra verði leyfisskyld og skýr ákvæði sett um hegðun þeirra á markaði og eftir- lit með þeim. Þá vill hann breyta lögum um Seðlabankann, einkum að auka skilvirkni í rekstri hans og skilgreina betur hlutverk hans við að viðhalda fjármálastöðugleika. Enn fremur er væntanlegt frum- varp til breytingar á lögum um erlenda fjárfestingu. Lýtur það að stjórnsýslulegri meðferð tilkynn- inga um erlenda fjárfestingu. Þá á að skýra nánar ákvæði er lúta að fjárfestingu í orkumálum. Farsýsla stofnuð og lög sett um smálán og austurrísku leiðina RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS Ráðherrar ætla ekki að sitja auðum höndum í vetur; þeir hafa þegar í hyggju að leggja fram samtals rúm- lega tvö hundruð frumvörp og þingsályktunartillögur og eflaust á ýmislegt eftir að bætast við. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Rýmka á aðgengi almennings að opinberum upplýsingum. ■ Herða á eftirlit með banni við áfengisauglýsingum. ■ Afnema á sjálfvirka skráningu barna í trúfélög. ■ Stofna á Farsýslu, stjórnsýslustofnun samgöngumála. ■ Sameina á landlæknisembættið og Lýðheilsustöð. ■ Sameina á Lyfjastofnun, lyfjagreiðslunefnd og lyfjadeild Sjúkratrygginga. ■ Hækka á olíugjald, kílómetragjald, bensíngjald og sérstakt bensíngjald. ■ Tryggja á opinbert eignarhald á mikilvægum orkufyrirtækjum og tak- marka eignarhald einkaaðila. ■ Ráðast á í heildarendurskoðun á lögum um náttúruvernd. ■ Leggja á fram tillögu um stefnumótun í öryggis- og varnarmálum. ■ Starfsemi smálánafyrirtækja verður leyfisskyld. ■ Skilgreina á betur hlutverk Seðlabankans við að viðhalda fjármálastöðug- leika. Eitt og annað úr þingmálaskránni Sparaðu með Siemens Siemens er þekkt fyrir umhverfisvæna stefnu sína og er í fremstu röð þegar skoðaðar eru tækninýjungar er varða orkusparnað á heimilum. A T A R N A Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.issparnaður -50% 1995 2010 0,13 kwst. sparnaður -36% 1995 2010 0,11 kwst. 0,07 kwst. sparnaður -48% 1995 2010 Þvottavél WM 16S770DN Orkunotkun miðuð við þvott á 1 kg á 60° C. Uppþvottavél SN 46T590SK Orkunotkun miðuð við borðbúnað fyrir einn. Kæliskápur KG 36VX74 Orkunotkun miðuð við 100 l á sólarhring. 0,48 kwst. 0,25 kwst.0,26 kwst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.