Fréttablaðið - 14.10.2010, Page 37

Fréttablaðið - 14.10.2010, Page 37
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2010 Nýtt hjólbarðaverkstæði Bíla- búðar Benna á Tangarhöfða var opnað í sumar en fram að því hafði verkstæðið aðeins eina lyftu og afar takmarkaða afkastagetu. Nýja verkstæðið á Tangarhöfða hefur þrjár lyftur og afkastar veru- legu magni bíla á degi hverjum. Það er því kærkomið fyrir reksturinn, starfsfólkið og viðskiptavinina. Shell Helix smurþjónusta er einn- ig veitt á verkstæðinu, sem og smá- viðgerðaþjónusta. Þar starfa nú 9-11 manns yfir háannatímann. Starfsfólkið hefur sótt smur- námskeið hjá Shell og veit því full- komlega hvaða olíur eiga að fara á hvern bíl, en nýir bílar eru marg- ir hverjir sérlega viðkvæmir fyrir því að rétt olía sé notuð á þá. Hjól- barðaverkstæðið er vel tækjum búið. Til dæmis eru dekkjalyftur niðurfelldar í gólfið sem auðveldar bíleigendum innkeyrsluna. Á verk- stæðinu er Artiglio Master dekkja- vél til að umfelga low profile-dekk og dýrar álfelgur. Sú vél er með nælonhjólum og örmum sem snerta ekki felgurnar sjálfar og því vin- sæl meðal bíleigenda sem er annt um felgurnar sínar. ÞITT ÖRYGGI  OKKAR MARKMIÐ Hjá Bílabúð Benna eru öryggis- reglur í hávegum á verkstæðum. Til að mynda eru allar felgurær handhertar fyrir brottför og allir ventlar eru lekaprófaðir eftir um- felgun til að fyrirbyggja leka með þeim. Starfsfólk verkstæðisins hefur mikla reynslu af hjólbörðum og vinnu við þá, sem er mikið ör- yggisatriði, enda leggur viðskipta- vinurinn mikla ábyrgð í hendur þess sem hann lætur vinna við hjólabún- að bílsins. Allir góðir dekkjamenn gera sér grein fyrir því að þeir eru oft með öryggi heillar fjölskyldu í höndunum þegar skipt er um dekk á bílnum. Boðið er upp á fría loftmæl- ingu og skoðun á ástandi dekkjanna. Mjög margir af viðskiptavinunum koma til dæmis við á verkstæðinu áður en haldið er í lengri ferðir, fá sér einn kaffibolla og aka svo út í umferðina vitandi að allt er í góðu lagi. Nýtt hjólbarðaverkstæði Nýtt hjólbarðaverkstæði Bílabúðar Benna að Tangarhöfða (við hliðina á Chevrolet- salnum), var opnað í sumar. Mikið er lagt upp úr að verkstæðið sé ávallt snyrtilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fullkomin Artiglio Master dekkjavél sér til þess að felgurnar skemmist ekki við umfelgun. Nesdekk, hjólbarðaverkstæði og smurþjónusta, er á tveimur stöð- um, á Fiskislóð 30 í Reykjavík (á Grandanum), þar sem hún hefur verið starfandi síðan 1996. Rekstr- arstjóri þar er Elías Kristjánsson. Einnig er Nesdekk með hjólbarða- verkstæði í Reykjanesbæ, að Njarð- arbraut 9, sem var opnað sumar- ið 2009. Rekstrarstjóri Nesdekks í Reykjanesbæ er Ólafur Eyjólfsson. Nesdekk sérhæfir sig í alhliða hjólbarðaþjónustu og er einnig með vinsæla dekkjageymslu, þar sem viðskiptavinir geta fengið að geyma dekkin sín, milli árstíða, gegn vægu gjaldi. Dekkjahótelið er mjög vinsælt meðal viðskipta- vina og styttist í að auka þurfi geymsluplássið. Nesdekk er einnig með Shell Helix smurstöðvar og starfsfólkið hefur hlotið þjálfun hjá Shell til að framkvæma verkið eins og best verður á kosið. Nesdekk tekur einnig að sér minni háttar viðgerðir og er auk þess með perur, þurrku- blöð og rafgeyma. Markmið Nesdekks er að geta sinnt bíl- eigendum með sem flesta hluti, auk þess að vera með fullkomna hjólbarðaþjónustu. Þjónustan mikilvæg hjá Nesdekki Nesdekk í Reykjanesbæ er á Njarðarbraut 9. Þjónustulipurt starfsfólk Nesdekks á Fiskislóð 30. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N 3. BFGoodrich G-Force Stud Dekk sem kemur neglt frá verksmiðjum BFGoodrich. Léttmálmsnaglar sem slíta malbikinu minna en þyngri naglar. 4. BFGoodrich Winter Slalom KSI Nýtt dekk frá BFGoodrich. Óneglanlegt vetrardekk fyrir jepplinga og jeppa. Mikið microskorið og allt það nýjasta frá BFGoodrich. 2. BFGoodrich Mud Terrain KM2 Nýtt dekk frá BFGoodrich. Mun sterkari hliðar og gert fyrir Off Road átök. 1. BFGoodrich All Terrain Áratuga reynsla á Íslandi. Sívinsæl jeppadekk fyrir íslenskar aðstæður, gott grip og frábær ending sem íslendingar kannast við.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.