Fréttablaðið - 14.10.2010, Side 42

Fréttablaðið - 14.10.2010, Side 42
4 ● fréttablaðið ● baðherbergið Flísa- og baðmarkaðurinn opn- aði í Bæjarlind 6 í vor. Þar má finna allt fyrir baðherbergið, frá handklæðum til innrétt- inga. „Verslunin býður eitt mesta úrval landsins af handlaugum á breiðu verðbili, vegghengdar, á borð og frístandandi,“ segir Herdís Vatt- nes, verslunarstjóri Flísa- og baðmarkaðarins í Bæjarlind 6. Í versluninni er einnig að finna úrval vegg- og gólfflísa eða allt að 130 tegundir sem eru afgreiddar beint af lager. „Það er eins með flestar vör- urnar hjá okkur, þær fást af- greiddar strax og viðskiptavin- ir okkar þurfa ekkert að bíða. Flísarnar, sem allar eru í fyrsta gæðaflokki, eru af öllum gerðum, bæði postulínsflísar og keramik. Til dæmis eigum við mjög sterk- ar gólflísar á bílskúrsgólf og sval- ir. Við leggjum áherslu á postulín- ið og flísarnar en bjóðum einnig úrval innréttinga, blöndunartækja og sturtuklefa,“ segir Herdís. Flísa- og baðmarkaðurinn býður vörumerki eins og Vitra, Wisa, Bathco og Ceravid. Allt eru það stórir evrópskir hreinlætistækja- framleiðendur sem vinna með ít- ölskum hönnunarhúsum og hönn- uðum á borð við Ross Lovegrove og fleiri. „Frá þýska fyrirtækinu Cera- vid eigum við talsvert af tilbúnum pökkum þar sem fylgja með vatns- lás, botnventill, Grohe-blöndunar- tæki, tengikranar og annað sem til þarf við uppsetningu. Þá er ein- falt að raða einingunum saman og þægilegt að geta fengið allt á einum stað.“ Eigendur fyrirtækisins hafa lagt sérstaka áherslu á að bjóða að- eins þekkta gæðavöru fyrir þetta mikilvæga rými sem baðherberg- ið er. Í hillum verslunarinnar er því ekki einungis að finna grófari vörur til framkvæmda á baðher- berginu. Verslunin býður einn- ig úrval fylgihluta á baðherberg- ið, svo sem skálar og glös undir sápur, handklæðaslár og hand- klæðaofna svo eitthvað sé nefnt. „Það má segja að okkar mark- mið sé að bjóða góðar vörur og breitt úrval á lágu verði. Það er ekki sama álagning hjá okkur og víða annars staðar. Við erum ekki með neinn afslátt heldur bjóðum stöðugt verð. Þó stutt sé síðan við opnuðum – í mars á þessu ári – hafa viðtökurnar verið fram- ar vonum. Fólk stendur í fram- kvæmdum á þessum tímum eins og áður og þá er gott að geta boðið gott verð. Við lækkum verðið einn- ig eftir því sem gengið lagast og það finnst mér að fleiri verslan- ir mættu gera. Ástandið í landinu kallar á það og nú er svigrúm til þess. Flísa- og baðmarkaðurinn mun halda því áfram í takt við gengið.“ Höldum áfram að lækka verð í takt við gengið Herdís Vattnes, verslunarstjóri Flísa- og baðmarkaðarins í Bæjarlind, segir viðtökur fólks síðan verslunin opnaði í vor vera góðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Meðal nýjunga hjá okkur í Flísa- og baðmarkaðnum er úrval niðurfalla og stálrista í öllum stærðum og lengdum,“ segir Herdís. Hún segir rist- arnar jafnframt vera á mjög góðu verði eða í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að bjóða vörur á eins hagstæðu verði og hægt er hverju sinni. Hún segir verð á þessum vöruflokki hafa verið nokkuð hátt í öðrum verslunum fram að þessu en það sé að breytast. „Með innkomu okkar á mark- aðinn með þessa vöru sýnist mér verðið á vörum annars stað- ar hafa lækkað. Við höfum jafn- vel verið helmingi lægri í verði en víða þekkist en við gáfum okkur góðan tíma í að finna framleiðendur sem bjóða hag- stæðustu kjörin,“ útskýrir Her- dís. Hún hvetur jafnframt við- skiptavini til að kynna sér úrval niðurfallsrista hjá Flísa- og baðmarkaðnum. Leituðu hagstæðra kjara Mikið úrval er af niðurföllum og stálristum í Flísa- og baðmarkaðnum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.