Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 14.10.2010, Qupperneq 43
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2010 Hjá fyrirtækinu Arctic Trucks eru jeppar og jepplingar í stöðugri þróun og fyrirtækið mjög framarlega á sviði breytinga og þróunar á slíkum farartækjum í heiminum, einkum hvað varðar akstur í snjó og torfærum, eins og sjá mátti í þáttunum Top Gear um ferðina á segulpólinn. Fyrirtækið Arctic Trucks, Klett- hálsi 3, er alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur verið starfrækt hérlend- is í tuttugu ár, í fyrstunni sem und- irdeild Toyota en frá árinu 2005 á eigin vegum. Árið 1999 var opnað útibú í Noregi og nýverið var opnað verkstæði í Dubai. Jafnframt tekur fyrirtækið að sér verkefni víða um heim. Samkvæmt heima- síðu fyrirtækisins er markmið- ið að verða leiðandi afl í þjónustu við jeppaeigendur og breytingar á jeppum í heiminum, einkum hvað varðar breytingar til að gera jepp- ana færari í akstri við erfiðar að- stæður eins og til dæmis á norður- og suðurpólnum. Gunnar Haraldsson, sölu- og þjónustustjóri Arctic Trucks, segir fyrirtækið þó sinna öllu sem við- kemur jeppum og jepplingum, en aðaláherslan sé þó á að gera jepp- ana öflugri, hækka þá upp og setja á voldug dekk svo þeir verði færir um að aka við erfiðari aðstæður, til dæmis á jöklum og í eyðimörkum. Gunnar leggur þó áherslu á að þjón- usta þeirra sé einnig fyrir „venju- lega“ bílstjóra sem vilja að ökutæki þeirra séu fær í flestan sjó. Einnig hefur fyrirtækið nýlega tekið við Yamaha-umboðinu á Íslandi svo nú falla fjórhjól, vélsleðar og vélhjól líka undir verksvið þess. „En við stundum líka allar almennar bíla- viðgerðir,“ segir Gunnar. „Það er alls ekki þannig að menn verði að vera einhver jeppafrík til að geta sótt þjónustu til okkar. FLIPASKURÐUR Í STAÐ NAGLA AT405 er 38 tommu dekk sem Arc- tic Trucks lætur framleiða fyrir sig í Kína. Hönnun þess byggir á reynslu við íslenskar aðstæður og því hefur það reynst íslenskum jeppamönnum sérlega vel, en það er bæði mjúkt og hljóðlátt. Þessi dekk voru til dæmis notuð í ferð- inni á segulpólinn í sjónvarps- þættinum Top Gear. „Svo erum við líka með hin vinsælu Dick Cepek 44 tommu dekk sem eru frábær fyrir akstur í snjó,“ segir Gunnar. „Þau eru ýmist flipaskor- in eða mynstri þeirra breytt með sérstökum dekkjahníf til þess að bæta gripið.“ Aðspurður segir Gunnar það verða sífellt vinsælla að vera á heilsársdekkjum en þó vilji marg- ir vera á „þrælnegldum“ dekkj- um og séu dekkin þá boruð eftir kúnstarinnar reglum og negld „í bak og fyrir“. „Svo þarf auðvit- að að skipta um dekk á vorin, ann- ars yrði þetta bíleigandanum dýrt spaug,“ segir Gunnar og hlær. „En það hefur dregið mjög mikið úr notkuninni á negldum dekkjum og þar kemur flipaskurðurinn á dekkj- unum okkar til móts við breyttar þarfir bíleigenda.“ Beðinn um að útskýra hvað felist í flipaskurði segir Gunnar: „Flipaskurður er hárfínn skurð- ur á mynstri dekkjanna. Aukinn áróður gegn notkun nagla hefur leitt til nýrra leiða með það að markmiði að viðhalda veggripi. Flestar nýjar gerðir vetrardekkja fyrir fólksbíla hafa flipaskurði og eru hluti af hönnun framleið- enda. Á flestum öðrum dekkjum er skurðurinn gerður eftir á í sér- stökum vélum. Er jafnvel hægt að flipaskera hluta dekksins og negla hluta þess. Flipaskurður hefur þau áhrif að fleiri brúnir grípa í snjó- inn. Við það eykst veggrip veru- lega, sérstaklega í þjöppuðum snjó eins og algengt er á vegum. Sumum finnst flipaskurður reynast betur en naglar.“ FJÖLBREYTT VERKEFNI Meginstarfsemi Arctic Trucks felst í breytingum á jeppum. Gunn- ar segir viðskiptin innanlands hafa dregist saman í kreppunni, en á móti komi að verkefnum erlend- is hafi fjölgað, til dæmis séu þeir núna með verkefni í Brasilíu, Finn- landi og Síberíu, auk mjög stórs verkefnis í Dubai þar sem unnið er að því að gera jeppana hæfari til að ferðast yfir sand eins og í Sahara- eyðimörkinni. Fram undan eru spennandi tímar hjá Arctic Trucks og er nú verið að vinna að verkefni í Suður-Afr- íku sem fróðlegt verður að fylgjast með. Svifið á flipum yfir eyðimerkur og jökla AT 405-dekkin hafa reynst íslenskum jeppamönnum sérstaklega vel, segir Gunnar Haraldsson, sölu- og þjónustustjóri Arctic Trucks. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI arctictrucks.is Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is Gerðu bílinn betri! Viair loftdælur í tösku og innbyggðar Palldúkar Grillgrindur Húddhlífar Gluggavindhlífar Ljósahlífar Come-up spil í mörgum stærðum Pallhús Pallkistur og ferðabox Dick Cepek FCII Fáanlegt í 31-35“ stærðum og fyrir 15, 16, 17, 18 og 20 tommu felgur. Sterkt og gott al hliða jeppadekk með heilsársmynstri. Hentar vel fyrir míkróskurð og neglingu. AT 405 38 x 15,5R 15 Frábært alhliða jeppadekk, mjög hljóðlátt á vegum. Dekkið er míkróskor- ið og neglanlegt. ProComp AT (All terrain) Fáanlegt í 33-35“ stærðum og fyrir 17 tommu felgur. Sterkt og endingar- gott jeppdekk með heilsársmynstri. Mjög hljóðlátt. Hentar fyrir míkróskurð. Dick Cepek FC 44 x 18,5 15 Frábært snjó- akstursdekk sem jeppamenn þekkja af reynslunni. Hentar vel fyrir míkróskurð og neglingu. Kletthálsi 3 • 110 Reykjavík • Sími 540 4900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.