Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.10.2010, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 21.10.2010, Qupperneq 16
16 21. október 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Verslanir Krónunnar bjóða nú upp á 50 prósenta afslátt af völdum tegundum af ávöxtum og grænmeti á laugardögum. Er þetta gert að fyrirmynd þeirra ýmsu verslana sem gera slíkt hið sama með sælgæti á þeim dögum. Kristinn Skúlason, fram- kvæmdastjóri Krónunnar, segir fram- takið hafa gefist mjög vel og aldrei sé að vita nema verslanirnar þrói tilboðin enn frekar. Nú er boðið upp á þrjár til fjórar tegundir af ávöxtum á tilboði og eina grænmetistegund. Kristinn segir þetta hafa verið gert til að koma til móts við þá neytendur sem vilji halda sig við hollustu á laugardög- um. ■ Verslanir 50% afsláttur af ávöxtum í Krónunni „Bestu kaupin sem ég hef gert eru fast- eign sem ég keypti mér á Spáni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur þegar hann er spurður út í bestu og verstu kaup sín. „Það er gott að eiga skjól á þessum síðustu og verstu tímum þegar allt er hér á hverfanda hveli. Þá er ekki verra að vita af öruggu skjóli og góðu veðri.“ Sigurður segir hins vegar að nokkur tilvik komi til greina sem verstu kaupin. „En þegar ég horfi á það sem hefur haft minnst notagildi er það tvímælalaust skjóltjald sem ég keypti í Rúmfata- lagernum hér um árið. Það entist í nákvæmlega þrjár og hálfa mínútu. Ég hafði hugsað mér að eiga góða stund í íslenskri náttúru við tjaldhýsið, en eftir að hafa eytt miklum tíma í uppsetn- ingu, þar sem ég þurfti meðal annars að kaupa fleiri stög, féll það við fyrstu hviðu. Sú var nú ekki nógu kröftug til að breyta hárgreiðslunni, en beygði súlurnar og reif tjaldið. Þannig að það verður ekki mikið lélegra.“ NEYTANDINN: Sigurður Þ. Ragnarsson Skjóltjaldið þoldi ekki rokið 20 02 20 04 20 06 20 08 20 10 Heimild: Hagstofa Íslands. 729 kr. Útgjöldin 1300 kr. 1100 kr. 900 kr. 700 kr. 694 kr. 850 kr. 865 kr. 1.248 kr. > Kílóverð á kaffi í ágúst Rannsóknir sýna að trans- fitusýrur hafa afar slæm áhrif á heilsuna. Nú hefur verið lagt fram frumvarp sem bannar þær í matvæl- um hér á landi. Danmörk varð fyrst allra landa í heiminum til að banna transfitu í mat og segir Dr. Steen Stender yfirlæknir það hafa gefist afar vel. Frumvarp var lagt fram á Alþingi í síðustu viku um að setja löggjöf sem banni transfitu (herta fitu) í matvælum hér á landi. Danmörk var fyrsta landið í heiminum til að setja takmarkandi reglur um iðn- aðarframleiddar transfitusýrur í matvælum og gildir það einnig um innflutt matvæli. Löggjöfin var sett árið 2003, fyrir tilstuðlan rannsókna Steens Stend- er, yfirlæknis í lífefnafræði við Gentofte-spítalann í Danmörku. Stender heldur erindi á aðalfundi Læknafélags Íslands í dag, þar sem meðal annars verður rætt um hvort samþykkja eigi frumvarpið sem lagt var fram á þingi. Stender segir magn transfitu í matvælum vera margfalt hærra hér á landi en á hinum Norðurlönd- unum og muni mæla með því við heilbrigðisnefnd Alþingis í dag að samþykkja frumvarpið. „Það kom mér á óvart hversu hátt hlutfallið var í matnum á Íslandi,“ segir Stender, sem telur eina ástæðuna vera tengsl lands- ins við Bandaríkin. „Kosturinn við að banna trans- fitusýrur er sá að það þarf í raun ekki að mennta fólk um hættuna sem þeim fylgja. Einnig er óþarfi Á að banna transfitu á Íslandi? að taka fram magn á pakkningum, vegna þess að innihaldið er aldrei meira en 2 prósent af heildarfitu- magni.“ Neysla á transfitu getur aukið líkurnar á kransæðastíflu og öðrum hjartasjúkdómum um 25 prósent. sunna@frettabladid.is Transfita (hert fita) myndast þegar fljótandi olía er hert. Einnig er slíka nátt- úrulega fitu að finna í vömbum jórturdýra. Hert fita eykur geymsluþol vöru. Hún getur verið allt að 60 prósent af heildarmagni fitu í hinum ýmsu vörum, eins og frönskum kartöflum, kexi, kökum, örbylgjupoppi, pakkasúpum og kartöfluflögum. Hér á landi eru engar reglur sem takmarka magn hertrar fitu í matvælum. Neysla á 5 grömmum af hertri fitu á dag eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdóm- um um allt að 25 prósent. Samsett máltíð úr djúpsteiktum kjúklingi, frönskum kartöflum og kokteilsósu getur auðveldlega innihaldið 40 grömm af hertri fitu. Transfita er bönnuð í Danmörku, Sviss og Austurríki. Strangar reglur um innihaldslýsingar eru í Kanada og Bandaríkjunum, en veitingastað- ir í New York og Kaliforníuríki hafa tekið fyrir framleiðslu á mat með transfitu. Hvað eru transfitusýrur? GÓÐ HÚSRÁÐ EKKI RÍFAST UM PENINGA „Það húsráð sem hefur dugað okkur hjónunum best í liðlega tuttugu ár er sú gullna regla að rífast aldrei um húsverk og peninga,“ segir Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar. Helgi segir regluna vera mikilvægan hluta af því að við- halda góðum anda á heimilinu. „Nóg er nú víst samt að takast á um,“ segir Helgi. HELGI HJÖRVAR Taska fylgir. Rautt, svart.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.