Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 74
 21. október 2010 FIMMTUDAGUR50 golfogveidi@frettabladid.is Sex ungir kylfingar skipa íslensku landsliðin á heims- meistaramóti áhugamanna sem fer að þessu sinni fram í Argentínu. Mótið er gríð- arsterkt nú eins og undan- farin ár. Ragnar Ólafsson, liðsstjóri karla- landsliðsins, segir að andinn í herbúðum Íslands sé afar góður, en hann aðstoðar Steinunni Egg- ertsdóttur, liðsstjóra kvennaliðs- ins, í Argentínu. Stelpurnar, sem voru á leið á 1. teig þegar Frétta- blaðið hafði samband í gær, hafa þó lent í smá áföllum við undir- búninginn í Argentínu. Tinna Jóhannsdóttir Íslandsmeist- ari tapaði til dæmis golfsettinu sínu á ferðalaginu, en því var að öllum líkindum stolið. Í gær var lögð áhersla á að útvega nýtt sambærilegt sett fyrir Tinnu. „Á hinn bóginn er gaman að segja frá því að hún fór holu í höggi á æfingahring á þriðjudag.“ Leikið er á tveimur ólíkum völlum; velli Olivos-golfklúbbsins og Buenos Aires-golfklúbbnum. Þátttökuþjóðirnar í kvennaflokki eru fleiri en nokkru sinni í sögu mótsins, eða 54 talsins. Ragnar segir að markmiðið hjá kvennaliðinu sé að klára um miðjan hóp. „Ef við náum sæti í kringum 30 yrði ég afar sáttur. Þetta er gríðarlega sterkt mót og í gegnum tíðina hafa hér keppt sterkustu kylfingar heims bæði í kvenna- og karlaflokki. Árið 1994 í Frakklandi keppti Tiger Woods á þessu móti og var þá strax spáð miklum frama.“ Ragnar segir jafnframt að fjölmargir kylfing- ar úr bandaríska háskólagolf- inu keppi á mótinu sem sé gæða- stimpill. Það á ekki síst við um kvennaflokkinn. Strákarnir hefja leik fimmtu- daginn 28. október. Þátttökuþjóð- irnar eru 69 og fyrir hönd Íslands leika þeir Hlynur G. Hjartar- son úr Keili, Ólafur B. Loftsson Nesklúbbnum og Guðmundur Á. Kristjánsson Golfklúbbi Reykja- víkur. Ragnar segir stefnt á 20. til 25 sætið í karlaflokki. Heimsmeistarakeppnin var fyrst haldin árið 1958 og er hald- in á tveggja ára fresti. Núverandi heimsmeistarar eru Skotland í karlaflokki og Svíþjóð í kvenna- flokki. svavar@frettabladid.is 123 49 Ung en efnileg landslið á HM áhugakylfinga BUONOS AIRES-VÖLLURINN Það væsir ekki um kylfingana. Hér er mynd af 7. braut. MYND/WATC G O LF & H EI LS A Allt of margir eru slæmir í hnjám og hafa jafnvel farið í aðgerð á hné eða hnjám til að laga vanda- málið. Aðgerðin leysir vandann hjá sumum en aðrir verða aftur slæmir eða hreinlega lagast ekki við aðgerðina. Þá er nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina. Rangt álag til lengri tíma getur skaddað hnéð eins og slys en mikilvægt er að komast að og leiðrétta orsök- ina fyrir verknum, skrifar Magni Bernhardsson. „Hné er einn af þessum óheppnu liðum sem er háður eðlilegri hreyfingu frá mjöðmum og ökklum. Ef hreyfing skerðist frá þessum fyrrnefndu liðum þá getur það breytt afstöðu hnéliðarins og myndað óeðlilegt slit. Ef vöðvar í kringum hné eru missterkir og eða liðbönd á utanverðu lærinu stíf, getur það valdið því að hnéskelin hreyfist óeðlilega og myndað bólgur undir hnéskel sem getur verið sársaukafullt. Stuttur fótur getur valdið óeðlilegu álagi á mjaðmir og skert hreyfigetu mjaðmalið- arins í svokölluðum ytri snúningi liðsins; við það styttast vöðvar í kringum mjaðmaliðinn og hvað gerist? Meiðslahætta eykst í baki og hnjám og golfsveiflan getur breyst til hins verra. Láttu ekki verki og óþægindi koma í bakið á þér. Hryggurinn þinn er grunnur að góðri heilsu. Finnum og leiðréttum orsökina, það er leiðin út úr meiðslum. Höfundur starfaði með PGA-golfkenn- ara, Justin Stout, í Bandaríkjunum árið 2007 við að hreyfi- og styrktargreina nemendur hans ásamt því að nota kírópraktískar aðferðir til að auka hreyfanleika iðkenda. Verkur í hné Magni M. Bernhardsson, kírópraktor með sérhæfingu í golfmeiðslum og öðrum íþrótta- meiðslum. Fjölmargar skilgreiningar eru sífellt í notkun á golfvellinum en þær vilja flækjast fyrir fólki í hita leiksins. Þessar skilgreiningar ættu allir kylfingar að þekkja, að mati Hinriks Gunnars Hilmarssonar, sem annast hefur eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur: Eftirfarandi skilgreiningar má finna í reglubók Royal&Ancient. Það verður aldrei nóg undirstrikað að það er öllum kylfingum hollt að lesa skilgreining- arnar og læra því það hjálpar tvímælalaust við golfleikinn. Að miða bolta. Leikmaður hefur miðað boltann þegar hann hefur tekið sér stöðu og lagt kylfuna á jörðina. Í torfæru hefur hann hins vegar miðað boltann þegar hann hefur tekið sér stöðu. Hreyfa eða hreyfður. Bolti hefur hreyfst ef hann hreyfist úr stað og stöðvast á öðrum stað. Skiptir þá engu hversu stutt það er. Högg. Högg er hreyfing kylfunnar fram á við, til að greiða högg að og hreyfa boltann. Stöðvi leikmaður af sjálfsdáð- um framsveifluna áður en hún nær að boltanum telst hann ekki hafa greitt högg. Lausung. Lausung eru hlutir í náttúrunni, svo sem stein- ar, laufblöð, kvistir, greinar og því um líkt. Einnig skordýr og hrúgur eða haugar eftir þau, svo fremi að þeir séu ekki fastir eða grónir niður, niðurgrafnir sem neinu nemi, eða loði við boltann. Sandur og laus mold eru lausung á flöt, en ekki annars staðar. Snjór og ís, annað en hrím, teljast aðkomuvatn eða lausung. Dögg og hrím eru ekki lausung. Hollráð Hinna Skilgreiningar á golfvellinum Jack Nicklaus (BNA) 1960 Nick Price (Simbabve) 1976 Vijay Singh (Fidjíeyjar) 1980 Colin Montgomerie (Bretland og Írland) 1984 José María Olazábal (Spánn) 1984 Jesper Parnevik (Svíþjóð) 1984, 1986 Phil Mickelson (BNA) 1990 David Duval (BNA) 1990, 1992 Michael Campbell (Nýja Sjáland) 1992 Justin Leonard (BNA) 1992 Tiger Woods (BNA) 1994 Sergio Garcia (Spánn) 1996, 1998 Henrik Stenson (Svíþjóð) 1998 Trevor Immelman (S-Afríka) 1998 Camilo Villegas (Kolumbía) 1998, 2000, 2002 Annika Sorenstam (Svíþjóð) 1990, 1992 Se Ri Pak (Kórea) 1994 Frægir kylfingar TINNA JÓHANNS- DÓTTIR ÚR KEILI Lék á 78 höggum í gær. Er í 108. sæti. SIGNÝ ARNÓRS- DÓTTIR ÚR KEILI Lék á 77 högg- um í gær. Er í 94. sæti. GUÐRÚN BRÁ BJÖRGVINSDÓTT- IR ÚR KEILI Lék á 86 högg- um í gær. Er í 148. sæti. Íslensku keppendurnir Golfklúbburinn Leynir á Akra- nesi fagnar 45 ára afmæli sínu í ár. Upphafið má rekja til 15. mars 1965 þegar 22 Skagamenn komu saman í fundarsal íþróttahúss- ins á staðnum og stofnuðu Golf- klúbb Akraness. Klúbburinn fékk nafnið Leynir árið 1970, eins og fréttavefurinn Skessuhorn grein- ir frá. Bæjarstjórn Akraness úthlut- aði klúbbnum gamalgrónu þriggja hektara túni í byrjun sem var við austurenda skógræktar bæjarins. Voru þar gerðar tvær holur. Árið eftir fékkst álíka stór blettur til viðbótar vestan þess fyrsta og voru settar út sex braut- ir. Völlurinn fékk snemma nafnið Garðavöllur, enda hafði landið til- heyrt Garðaprestakalli. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar en tíu ár eru frá opnun 18 holu vallar að Garðavelli. - shá Tímamót á Akranesi Leynir fagnar 45 ára afmæli GARÐAVÖLLUR Á AKRANESI Tíu ár eru síðan 18 holu völlurinn var opnaður. MYND/EDWIN ROALD ÁRA ALDURSMUNUR er á yngsta og elsta keppanda HM áhugamanna í kvennaflokki. Elsti keppandinn í mótinu er 62 ára gömul kona, Beatriz de Arenas frá Gvatemala. Yngsti keppandinn er Marijosse Navarro frá Mexíkó, hún er 13 ára. Golf Iceland-samtökin fengu marg- ar heimsóknir frá erlendu fjöl- miðlafólki og fulltrúum ferðaskrif- stofa í sumar og er afrakstur þess að líta dagsins ljós í erlendum fjöl- miðlum, að því er segir á kylfingi. is. Alls komu 58 manns frá ellefu löndum í sumar og hefur íslenskt golf fengið umfjöllun á vefsíðum, í dagblöðum og tímaritum erlendis. Margir þeirra eru gríðarlega hrifnir af Vestmannaeyjavelli og umhverfinu í kringum völlinn. - shá Erlent fagtímarit um golf: Íslenskt golf vekur athygli FRÁ VESTMANNAEYJUM Það þarf engan að undra þó að völlurinn í Eyjum veki athygli útlendinga. MYND/GSÍ ÞJÓÐIR LEIKA Á HM áhuga- manna í Argentínu. Aldrei hafa fleiri þjóðir mætt til leiks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.