Fréttablaðið - 23.10.2010, Qupperneq 8
8 23. október 2010 LAUGARDAGUR
TILBOÐ
Á PARKETI
Í OKTÓBER!
ENDINGAR-
GÓÐ ÞÝSK
GÆÐAVARA
Á meðan birgðir endast.
Þriggja stafa eikarparket
og hágæða undirlag.
Verð 3.950 kr. m2
Á rmú l a 32 · 108 Reyk j a v í k · S ím i 568 1888 · F a x 568 1866 · www .pog . i s
Komdu í heimsókn í Ármúla 32 eða hafðu samband í síma 568 1888.
Við hjálpum þér að finna réa gólfefnið.
STJÖRNUFRÆÐI „Þetta er fjarlægasta
fyrirbæri sem sést hefur í alheim-
inum hingað til. Ljósið frá þessari
vetrarbraut lagði af stað fyrir rúm-
lega þrettán milljörðum ára, nánar
tiltekið aðeins um 600 milljón árum
eftir Miklahvell. Það er um átta
milljörðum ára áður en jörðin var
til,“ segir Sævar Helgi Bragason,
ritstjóri Stjörnufræðivefsins og
tengiliður ESO á Íslandi, um nýj-
ustu uppgötvun stjarnvísindanna.
Hópur evrópskra stjarnvísinda-
manna hefur með hjálp risavax-
ins stjörnusjónauka (VLT) mælt
vegalengdina til fjarlægustu vetr-
arbrautar sem fundist hefur í
alheimi. Þetta er í fyrsta sinn sem
ljós frá vetrarbraut sést brjótast
út úr þéttri vetnisþoku sem fyllti
alheiminn í árdaga. Skýrt er frá
þessum niðurstöðum í nýjasta hefti
vísindatímaritsins Nature.
„Mæling á rauðviki fjarlægustu
vetrarbrautar sem sést hefur hing-
að til er í sjálfu sér mjög spennandi
en þær stjarneðlisfræðilegu álykt-
anir sem draga má af þessum mæl-
ingum eru enn mikilvægari,“ segir
Nicole Nesvadba, einn höfunda
greinarinnar. „Þetta er í fyrsta
sinn sem við vitum fyrir víst að við
erum að horfa á eina af þeim vetr-
arbrautum sem brutu upp þokuna
sem fyllti alheiminn í árdaga.“
Sævar Helgi segir að uppgötvun-
in sýni að stjörnur og vetrarbrautir
mynduðust tiltölulega stuttu eftir
Miklahvell þegar alheimurinn var
enn á barnsaldri. Eins segir Sævar
að uppgötvunin sé tæknilegt afrek
sem hefði aldrei verið mögulegt án
stærstu stjörnusjónauka og öflug-
ustu mælitækja heims.
Árið 2018 verður stjörnusjón-
aukinn E-ELT tekinn í notkun. „Þá
verða svona uppgötvanir án efa
gerðar reglulega en allar þessar
rannsóknir eru liður í því að skilja
hvernig alheimurinn ól okkur af
sér,“ segir Sævar Helgi.
svavar@frettabladid.is
Elsta vetrarbrautin mynduð
Vísindamenn hafa mælt vegalengdina til fjarlægustu vetrarbrautar sem fundist hefur. Ljóstýran sem var
greind með öflugustu mælitækjum heims lagði af stað átta milljörðum ára áður en jörðin varð til.
European Southern Observatory,
stjörnustöð Evrópulanda á suður-
hveli (ESO), er stærsta fjölþjóðlega
stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta
stjörnustöð heims.
Höfuðstöðvar ESO eru í Garching
nærri München í Þýskalandi. Einnig
rekur ESO útibú í Santiago í Síle auk
þriggja stjörnustöðva þar í landi. Í La
Silla starfrækir ESO stjörnusjónauka
sem skilað hefur mestum árangri í
leit að reikistjörnum utan sólkerfisins. Í 2.600 metra hæð á Paranal-fjalli
eru fjórir fullkomnustu stjörnusjónaukar heims, sem kallast Very
Large Telescope (VLT).
VLT er röð fjögurra 8,2 metra breiðra sjónauka. Með einum
þeirra hafa stjörnufræðingar náð myndum af fyrirbæri af
birtustigi 30 með aðeins klukkustundar löngum lýsingartíma.
Þetta fyrirbæri er fjórum milljörðum sinnum
daufara en greina má með berum augum.
ESO hyggur einnig á smíði 42 metra
risasjónauka, European Extremely
Large Telescope eða E-ELT, sem verður
„stærsta auga jarðar“.
Árlega leggja aðildarríki ESO um
135 milljónir evra til starfseminnar. Þar
starfa um 700 manns.
Stjörnustöð Evrópulanda (ESO)
STARAÐ Í TÓMIÐ Á þessari mynd sést
vetrarbrautin UDFy-38135539, fjarlæg-
asta vetrarbraut sem sést hefur í alheim-
inum hingað til. Vetrarbrautin sást fyrst
á innrauðri ljósmynd sem Hubble-geim-
sjónaukinn tók árið 2009. Hubble var
beint á sama stað á himinhvolfinu í 48
klukkutíma til að taka myndina. Gríð-
arlega erfitt er að mæla fjarlægðina til
svo daufrar ljósuppsprettu en það tókst
evrópskum stjörnufræðingum engu
síður með hjálp hins evrópska VLT ESO
sem er fullkomnasti sjónauki heims.
MYND/ESO
VERY LARGE TELES-
COPE (VLF) Í CHILE
SÆVAR HELGI
BRAGASON
1. Eftir hvaða geimstöð nefndi
Mugison nýja hljóðfærið sitt?
2. Hvaða sjúkdómur herjar á
starfsfólk sláturhúsa?
3. Hver telur miðborg Reykjavíkur
einn mikilvægasta stað landsins?
SVÖR
1. Mír - 2. sláturbóla - 3. Jakob Frímann
Magnússon
VIÐSKIPTI „Það var mjög gott að
klára þetta til að eyða allri óvissu
og geta horft fram á við,“ segir
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri
Ölgerðarinnar, en fjárhagslegri
endurskipulagningu fyrirtækisins,
sem staðið hefur yfir frá í fyrra,
er lokið.
Við þetta eignast fagfjárfest-
ingasjóðurinn Auður 1, sem heyr-
ir undir Auði Capital, 36 prósenta
hlut ásamt meðfjárfestum og Arion
banki fimmtungshlut ásamt því að
taka yfir fasteignafélagið G7 sem
hýsir starfsemi Ölgerðarinnar.
Eignahlutur Andra Þórs, Októs
Einarssonar, stjórnarformanns
Ölgerðarinnar, og fjögurra fram-
kvæmdastjóra fer úr hundrað pró-
sentum í 44.
Ölgerðin og dótturfélög skuld-
uðu rúma fimmtán milljarða króna
á þarsíðasta rekstrarári, sem lauk
í enda febrúar í fyrra. Þar inni í
voru skuldir fasteignafélagsins
G7 upp á 4,6 milljarða. Með nýju
hlutafé og breytingu á erlendum
lánum í krónur lækka skuldir um
helming.
Andri bendir á að þrátt fyrir
að gengishrunið hafi gert félag-
inu erfitt fyrir og eiginfjárstaðan
orðið neikvæð hafi reksturinn skil-
að góðum tekjum og félagið aldrei
lent í vanskilum. „Við vorum aldrei
á gjörgæslu,“ segir hann. - jab
ÖLGERÐIN Nýir fjárfestar komu inn í
hluthafahóp Ölgerðarinnar við fjárhags-
lega endurskipulagningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Forstjóri Ölgerðarinnar andar léttar að lokinni fjárhagslegri endurskipulagningu:
Nýir fjárfestar koma í Ölgerðina
LANDBÚNAÐUR Sala á nautakjöti
jókst um 15,3 prósent í nýliðnum
september samanborið við sama
mánuð í fyrra, samkvæmt saman-
tekt Bændasamtaka Íslands.
Á sama tíma var 5,9 prósenta
samdráttur í sölu alifuglakjöts,
en sýkingar hafa plagað fram-
leiðendur fuglakjöts. Sjúkdómar
hafa einnig gert framleiðendum
hrossakjöts erfitt fyrir, og er sam-
dráttur í sölu 20,2 prósent. Einnig
mælist samdráttur í sölu kinda-
kjöts, 16,8 prósent, og samdráttur
í svínakjötssölu 8,9 prósent milli
mánaða, þrátt fyrir að engir sjúk-
dómar hafi plagað þá framleiðslu.
- bj
Áfram sveiflur í kjötsölu:
15% aukning á
sölu nautakjöts
SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjaryfir-
völd í Kópavogi ætla að loka
Steypustöðinni Borg á Kársnesi
með valdi næsta föstudag.
Reksturinn er sagður fara
fram í óleyfi. Af honum stafi
mengun auk þess sem hann fari
að hluta fram á landi bæjarins.
Ákalli Borgar um að starfsem-
inni yrði þyrmt þar til hún verði
flutt á nýja lóð í Hafnarfirði var
ekki hlýtt. „Væru það undarleg
örlög og í skjön við alla þjóðfé-
lagsumræðu um þessar mundir
ef þessari síðustu einkareknu
steypustöð væri fórnað á síðustu
metrum flutnings hennar í var-
anlega starfsstöð,“ sagði í bréfi
Borgar til Kópavogsbæjar. - gar
Steypustöð á hrakhólum:
Bærinn boðar
lokun Borgar
Á ATHAFNASVÆÐI BORGAR Bæjaryfir-
völd vilja starfsemina burt.
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur sýknað ríkið af einnar
milljónar skaðabótakröfu manns
sem handtekinn var í júlí 2007 í
klúbbhúsi vélhjólasamtakanna
Fáfnis og sætti síðan gæsluvarð-
haldi.
Maðurinn var handtekinn eftir
ábendingu sem lögregla fékk um
að verið væri að ganga í skrokk
á manni í húsinu, og sat í gæslu-
varðhaldi í fjóra daga. Málið var
látið falla niður tæpum tveimur
árum eftir að meint árás var gerð.
Héraðsdómur taldi að næg efni
hefðu verið til að handtaka mann-
inn og úrskurða í varðhald. - jss
Héraðsdómur sýknar ríkið:
Fær ekki bætur
VEISTU SVARIÐ?